Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 13
jFimmtudagur 4. nóvember 1976. Útvarp Fimmtudagur 4. nóvember 7.00 Morguntónleikar. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05.Fréttir. kl. 7.30, 8.15 (og forustugr.dagbl.),9.00og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgun- stundbarnannakl.8.00: Kristin Sveinbjörnsdóttir les söguna „Aróru og pabba” eftir Anne- Cath. Vestly i þýðingu Stefáns Sigurðssonar (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson tala r við Guðjón Armann Eyjólfs- son fyrrv. skólastjóra um al- þjóðlegar siglingareglur. Tón- leikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Filharmoniusveit Berl- inar leikur „Silkistigann”, for- leik eftir Rossini, Ferenc Fricsay stj. / Gérard Souzay syngur óðeruariur eftir Bizet, Massenet, Meyerbeer, Thomas og Gounod. Lamoureux hljóm- sveitin leikur með, Serge Baudo stj. / Sinfóniuhljóm- sveitin i Liege leikur Rúmenskar rapsódiurnr. 1 og 2 eftirEnesco, Paul Strauss stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Ljúkum verkinu!. Siðari da gskrárhluti i tilefni af starfi kirkjunnar til styrktar mál- efnum vangefinna barna. Um- sjónarmenn: Guðmundur Einarsson og séra Þorvaldur Karl Helgason. 15.00 Miðdegistónleikar. Nicanor Zabaleta leikur tónlist fyrir einleikshörpu eftir Caplet, Prokofjeff og Hindemith. Fé- lagar úr Laugs kvintettinum leika Serenööu i G-dúr fyrir flautu, fiðlu og viólu op. 141a eftir Max Reger. Sinfóniu- hljómsveitin i Birmingham leikur Divertissement fyrir kammerhljómsveit eftir Jacques Ibert, Louis Fremaux stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 „Vindurinn þýtur”, smá- saga eftir Katherine Mansfield. Anna Maria Þórisdóttir þýddi. Ingibjörg Jóhannsdóttir leik- kona les. 16.55 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt. Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Hall- dórsson flytur þáttinn. 19.40 Þrjú Islenzk þjóðlög Í út- setningu Hafliöa Hallgrimsson- ar. Sigriður E. Magnúsdóttir syngur.Hljóðfæraleikarar: Jón H. Sigurbjörnsson, Gunnar Egilson, Pétur Þorvaldsson og Kristinn Gestsson. 19.50 Leikrit: „Betur má ef duga skal” eftir Peter Ustinov.Þýð- andi: Ævar R. Kvaran. Leik- stjóri: Klemenz Jónsson. Per- sónur og leikendur: Lafði Fitz- nuttress/ Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir. Helga/ Margrét Helga Jóhannsdóttir. Sir Mallalieu/ Ævar R. Kvaran. Róbert/ Sig- urður Skúlason. Lesley/ Sigrún Björ-nsdóttir. Judy/ Margrét Guðmundsdóttir. Tiny/ Róbert Arnfinnsson. Sóknarprestur- inn/ Rúrik Haraldsson. Basil/ Jón Júliusson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöldsagan: „Minningabók Þorvalds Thor- oddsens”. Sveinn Skorri Höskuldsson les (6). 22.40 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. „BETUR MA EF DUGA SKAL" - leikrit eftir Peter Ustinov Fimmtudaginn 4. nóvember kl. 19.50 verður flutt leikritið „Betur má ef duga skal”, gamanleikur eftir Peter Ustinov. Þýðinguna gerði Ævar R. Kvaran, en Klemenz Jónsson er leikstjóri. Með hlutverkin fara: Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Ævar R. Kvaran, Sig- urður Skúlason, Sigrún Björns- dóttir, Margrét Guðmundsdótt- ir, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Hraldsson og Jón Júliusson. Uppgjafahershöfðingi I brezka hernum kemur heim til sin eftir langa fjarveru. Aðkoman er heldur óskemmti- leg. Sonurinn er orðinn hippi, og dóttirin er ófrisk og veit ekkert, hver barnsfaðirinn er. Hers- höföinginn verður hneykslaöur i fyrstu, en svo hugkvæmist hon- um að ganga fram af fjölskyldu sinni, og það er ekkert hálfverk á þvi hjá honum. Peter Ustinov fæddist i Lond- on 1921, af rússneskum ættum. Faöir hans var rithöfundur, en móðir hans teiknaöi leikmyndir. Ustinov byrjaði snemma aö skrifa leikrit. Hann var um tvitugt, þegar fyrsta verk hans, „House of Regret”, var sýnt á sviði. Siðan hefur hann samið um eða yfir 20 leikrit. Af þeim þekktari má nefna „Love of four Colonels” 1951, sem hlaut mikla viðurkenningu og verðlaun, „Romanoff and Juliet”, sem Þjóðleikhúsið sýndi 1957 og Photo Finish (Endasprettur!, sýnt I Þjóðleikhúsinu 1965-66. „Betur má ef duga skal” var frumsýnt I London I nóvember 1967, en Þjóöleikhúsiö flutti þaö veturinn 1969-70 og var höfundir viðstaddur frumsýninguna. Auk þess að vera leikritahöf- undur er Peter Ustinov þekktur leikari, bæði á sviði, sjónvarpi og kvikmyndum. Hann leikur m.a. i myndinni „Spartacus”, sem hér hefur verið sýnd að undanförnu. Auk þess hefur hann getið sér gott orð sem leik- stjóri. Þetta er fyrsta leikrit Ustinovs, sem útvarpið flytur. ■.■ TIL KVðLDSl Nazistaböðull í líki heiðvirðrar húsmóður Hin 57 ára gamla Hermine Braunsteiner Ryan bjó I fjölda ára sem húsmóöir i New York, en dag einn var hulunni svipt af fortið hennar. Það voru nazista- veiðarar, sem halda uppi stöð- .ugri leit að striðsglæpa- mönnum, sem þar voru að verki. Ekki verður sagt að fortið frúarinnar hafi verið glæsileg. 1 heimsstyrj. sfðari var hún yfirmaður i útrýmingarbúðum nazista i Majdanek i Lublin i Póllandi. Frúin var þegar i stað hand- tekin og send áleiðis til Vestur- Þýzkalands. Hún er nú fyrir rétti i Diisseldorf, og svarar þar, ásamt fjórum öðrum, fyrir morð á 250.000 Gyðingum, sem teknir voru af lífi i búðum þess- um á árunum 1941-1944. Hin 57 ára gamla Hermine Braunsteiner Ryan, sem I mörg ár lifði undir föisku nafni i New York, en hefur nú verið afhjúpuð sem nazistaböðull af verstu gerð. v ______________ Unga fólkið hér á myndinni er af eftirstríðskynslóðinni og þekk- ir þvi ekki til styrjaldarinnar af eigin raun, en samt sem áður hef- ur það áhuga á að vita hvað það var sem átti sér stað i útrýminga- búðum nazista. Myndin er tekin fyrir utan dómshúsið i Diissel- dorf, þar sem fram fara réttar- höld yfir Hermine Braunsteiner Ryan og fjórum öðrum, vegna morða á 250.000 Gyðingum. __________________________________/ Dæmd til þess að spila á píanó í 100 klukkutíma Fyrir skömmu var ensk kona, Phyllis Mary Fishwick, dæmd fyrir búðarþjófnað. Frúin hafði farið i búö I West-end og stungið á sig vörum fyrir sem svarar 5000 krónum. Refsingin sem hún hlaut var sú að henni var gert skylt aö spila á pianó fyrir gamalt fólk á elliheimilum i minnst 100 klukkutima. Frúin er áhuga- pianisti. Herra og frú Bernstein skilja Herra Leonard Bernstein, h'.in frægi tónlistarhöfundur og hljóm- sveitarstjórnandi er skilinn við ektamaka sinn, hina 25 ára chileönsku Felicia Montealegre. Herra Bernstein hefur nú flutt úr húsi þeirra hjóna i New York og að sögn kunnugra heldur hann nú til i Vinarborg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.