Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 5
5 bSa^fd*’Fimmtudagur 4. nóvember 1976. Það liggur nú ljóst fyrir að Jimmy Carter verður næsti forseti Bandarikja Norður- Ameriku. í kosningun- um sem fram fóru i fyrradag sigraði Carter mótframbjóðanda sinn Gerald Ford, núverandi forseta. Carter hlaut 51% greiddra atkvæða, en Ford 48%. Carter ávann sér stuðning 343 kjörmanna, en Ford ein- ungis 195. Gerald Ford er fyrsti forseti Banda- rikjanna, sem tapár i kosningum, siðan Hoover tapaði árið 1932. Skjótur frami. James Earl Carter, eins og hann heitir fullu nafni, hefur skot- izt upp á stjörnuhiminn banda riskra stjórnmála með undra- verðum hraða. Hann var háttsett- ur foringi i bandariska hernum. Er hann sagði skilið við herþjón- ustuna fór hann heim til smá- þorpsins Plains i Georgiu. Þar tók hann við litlu hnetufyrirtaeki fjöl- skyldu sinnar, sem undir hans stjórn varð milljónafyrirtæki. Skömmu siðar var Carter orðinn fylkisstjóri Georgiu. Undirbúningur að forsetafram- boðiCartershófstþegarárið 1972. Hann var þa litt þekktur i amer- iskum stjórnmálum. Carter fékk til liðs við sig unga og snjalla áróðursmenn. Þeir voru Ham- ilton Jordan, Jody Powell og Patric'Caddel. Það er ekki sizt þeim að þakka hve Carter hefur náð langt á undraskömmum tima. Aróðursmeistararnir spáðu þvi að 1976 yrði gott ár fyrir Carter. Striðinu i Vietnam yrði lokið og vandamálin heima fyrir yrðu meira i sviðsljósinu, en utanrikis- málefni. Þetta myndi greiöa leið- ina fyrir hnetubóndann frá Geqrgiu, sem hafði takmarkaða þekkingu og reynslu i. utanrikis- málum. Þess ber þó að geta að Carterhefurunnið ötullega að þvi undanfarin ár að auka þekkingu sina á heimsmálum. Hann hefur leitað þekkingar hjá þeim mönn- um i Demókrataflokknum sem staðið hafa i eldlinu stjórnmál- anna. 4 ára áætlunin. Á næstu árum unnu fylgismenn Carters ötullega að þvi að kynna hann fyrir bandarisku þjóðinni. Þeir gerðu áætlun, sem var eitt- hvað á þessa leið: Arið 1973áttiCarter að vera bú- inn að vinna sér álit, sem bezti rikisstjóri demókrata, með tilliti til forsetaframboðs. Árið 1974 átti Carter að vera orðin leiðandi i flokki demókrata, og I hugum manna tengdur endurkomu demókrata i Hvita húsið. Árið 1975 var ætlunin að Carter væri orðin einn af hugmynda- fræðingum demókrata og leið- JIMMY CflRTER - næsti forseti Bandaríkjanna togi, sem stjórnað gæti landinu. Arið 1976 átti Carter að vera orðinn frambjóðandi til forseta- kjörs, og ef allt gengi að óskum, að vera kosinn næsti forseti Bandarikjanna þriðjudaginn 2. nóvember það ár. Ljóst er að þessi áætlun þeirra fél'aga hefur staðizt i öllum atrið um og James Earl Carter tekur við forsetaembættinu i janúar á næsta ári. Maðurinn Carter James Earl Carter er 51 árs, sonur hnetubónda frá Georgiu. Hann stundaði nám við Annapolis sjóliðsforingjaskólann og var um tima á kafbátum hersins. Eins og fyrr segir sneri hann sér að hneturæktun þegar herþjón- ustunni lauk og græddist honum vel fé. Carter er mjög heittrúaður babtisti og vitnar oft til sambands sins við guð. 1 fyrstu var álitið að trúarbrögð Carters myndu verða honum nokkur fjötur um fót i kosningabaráttunni. Babtistar hafa löngum þótt nokkuð óbilgjarnir i samskiptum sinum við aðra trúarhópa, svo sem gyðinga og kaþólikka. Hingað til hafa flestir forsetar Bandarikjanna verið frjálslyndir mótmælendur og milli forseta- embættisins og manna af öðrum trúarflokkum hefur virzt vera hár veggur, yfirstiganlegur þó. John F. Kennedy tókst að klifa þennan múr og sannfæra banda- risku þjóðina um að hann myndi ekki láta trúarbrögð móta um of afstöðu sina til mála forsetaem- bættisins. Hið sama hefur Carter nú gert. Hann, likt og fleiri bab- tistar af yngri kynslóðinni, hefur iátið af fordómum gagnvart ýmsum minnihlutahópum og hefur það vafalaust styrkt stöðu hans mjög. Það er mjög óvenjulegt að for- setaefni demokrata skuli valið úr röðum Suðurrikjanna. Það hefur einungis gerst einu sinni áður, þegar Zachary Taylor var valinn forsetaframbjóðandi árið 1848 . Við upphaf forsetatiðar sinnar stendur Carter á margan hátt i svipuðum sporum og Harry S. Truman árið 1945. Hann hefur mjög takmarkaða reynslu i utan- rikismálum, en hefur lagt á það áherzlu að kynna sér þau eftir föngum. Mörgum hefur reynst erfitt að gera sér grein fyrir því hvorum armi demókrataflokksins Carter tilheyrir, þeim frjálslynda eða ihaldssama. A það hefur þó verið bent að helztu ráðgjafar hans i utanrikismálum séu úr frjáls- lyndari armi flokksins. Það hefur einnig verið talið happadrýgra fyrir forsetaefni demókrata að halla sér heldur á þann vænginn. Varaforsetinn Mondale Sá maður sem staðið hefur við hlið Carters i eldhrið kosninga- baráttunnar, varaforsetinn til- vonandi, heitir Walter Fredric Mondale. Hann er fæddur i smáborginni Ceylon i Minnesota, sonur meþó- distaprests af norskum ættum. Mondale fékk ungur áhuga á stjórnmálum og hefur verið demókrati frá upphafi. Hann hefur lengi verið fyigismaður Hubert Humpreys og studdi hann ötullega i kosningum. Þegar Humprey varð varafor- seti tók Mondale við sæti hans i öldungadeild bandariska þings- ins. Hann hefur siðan verið endurkjörinn og notið sivaxandi fylgis. Sem stendur á Mondale sæti i fjárveitingarnefnd bandarfska þingsins, sem er mikilvægasta nefnd þingsins. Mondale hefur einkum beitt sér i skatta og félagsmálum og segir sitt helzta áhugamál vera að létta byrði fátækra borgara og efla menntun með auknum fjárfram- lögum til skólamála. 1 utanrikismálum er Mondale fylgjandi „deténte” stefnunni svonefndu og vill draga úr út- gjöldum rikisins til hermála. Mondale segist hafa hugsað til forsetaframboðs fyrir tveim árum, en við nánari athugun fallið frá þeirri fyrirætlan. Kosningarnar Kosningar þær, sem nú eru ný- afstaðnar i Bandarikjunum, voru einhverjar þær tvisýnustu, sem haldnar hafa verið um áratugi. Þegar 2% atkvæða höfðu verið talin hafði Ford nokkuð forskot, en strax og 7% höfðu verið talin hafði Carter náð forystunni. Þvi Helztu stefnumál Carters f kosningabaráttunni forskoti hélt hann allt til loka talningarinnar. Svo naumf. var þó á mununum að það var fyrst klukkan 9 i gærmorgun (:. nóv.) að menn treystu sér til þess að spá um það með nokkurri vissu hver >’röu endanleg úrslit. Kjörsókn var mjög góð i Bandarikjunum i g,ir. Gott veður hefur likast til átt sinn þátt i þvi, en einnig er álitið að kosninga- spár, sem sýndu að mjög var mjótt á mununum hafi orðið til þess að fólk flykktist á kjörstað. Alitið er að demókratar hafi einkum notið góðs af hinni miklu kjörsókn. Framtiðin NU þegar það liggur ljóst fyrir að Jimmy Carter verður næsti forseti Bandarikjanna velta menn þvifyrir sér hvernig honum muni farast forsetastörfin úr hendi. Menn spá þvi að sambúð Bandarikjanna og Árabarikjanna muni versna mjög á næsta ári vegna stefnu Carters i málefnum Mið-Austurlanda. Þá muni Bandarikin setja ofan á sviði utanrikismála, vegna þess að Carter hafi ekki á að skipa svo hæfum manni sem Henry Kissinger er til þess að fara með embætti utanrikisráðherra. Menn spá þvi einnig að til átaka muni draga milli Carters og þingsins, þó svo að demókratar hafi þar mikinn meirihluta atkvæða. Þetta stafimeðal annars af þvi að þingið sé andstætt ýmsum af stefnumálum forsetans. En þetta eru einungis spár, byggðar á þvf sem fram kom 1 kosningunum. Þá ei þvi spáð að til átaka muni draga milli Carters og fjölmiðla, þvi þrátt fyrir að hann sé maður dagfarsprúður eigi hann erfitt með að þola gagnrýni. En þetta eru einungis spár, og framtiðin ein getur skorið úr um hvort þær hafa við nokkur rök að styðjast. — ES.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.