Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 4. nóvember 1976. blaSfÁ* 14 LISTIR/MENNING FINNUR JÓNSSON - eitt af fáu stóru nöfnunum í sögu ísienzkrar myndlistar Um þessar mundir stendur yfir i Listasafni tslands yfirlitssýning á verkum Finns Jónssonar listmálara. Á sýningunni eru um 200 myndir stórar og smáar, flest oliumálverk, en einnig vatnslitamyndir, teikningar, tússmyndir og klippmyndir. Um það bil helmingur myndanna er i eigu lista- mannsins en aðrar myndir eru i eigu einstaklinga og stofnana. Viö kaffiborö, ein myndanna á sýningu Finns Jónssonar Umhverfið hefur sterk áhrif á listamanninn. Finnur er fæddur aö Strýtu i Hamarsfirði 15. nóvember 1892. 1 viðtali við Alþýðublaðið segir Finnur, að umhverfið og náttúru- fegurðin i Hamarsfirði hafi snemma haft áhrif á sig og vakið áhuga sinn á myndlist. „Ég er ekki i nokkrum vafa um það, að fagurt og stórbrotið umhverfi hefur áhrif á ftílk og örfar sköpunarþrá listamanna”, sagöi Finnur. Hann sagðist hafa haft þessa sköpunarþrá allt frá þvi hann var krakki. „Útsýniö var líka stórbrotið og úti fyrir var Papey og svo lrftið , sjórinn og fjöllin. Myndirnar i skýjunum eða i landslaginu virkuðu mjög sterkt á imyndunaraflið,” sagði Finnur. Hollur er heimafenginn baggi. Á þessum árum þurftu sveita- bændur að vinna hörðum höndum og listir voru yfirleitt ekki i hávegum hafðar á islenzkum sveitabæjum. Jón bóndi á Strýtu var þó að ýmsu leyti undantekning frá öðrum bændum. Hann var lærður Tækni/Vísindi Finnur Jónsson. járnsmiður og mikill hagleiks- maður jafnt á tré sem járn. Segir Finnur um föður sinn að hann hafi verið mjög listhneigður og haft áhuga fyrir fögrum smiðis- gripum. Engar myndir voru þó til á heimilinu þegar Finnur var að alast upp. Hins vegar varð hann fyrir miklum áhrifum frá föður sinum og lærði margt af honum. Þá segist Finnur einnig hafa lært mikið af eldri bróður sinum, Rikharði. bó segist hann aldrei hafa fengið sérstakiega mikinn áhuga á tréskurði eða smiðum úr járni. Þetta voru góð ár. Ahugi Finns beindist strax að teikningu og myndlist. Að visu var ekki hlaupið að þvi að verða málari i þá daga. Það var þess vegna afráðið að Finnur færi til náms i gullsmiði. „Ef ég væri ungur nú, mundi égsennilega ekki hafa farið i gull- smiðina, heldur beint i mynd- listina. En i þá daga var nauð- synlegt að hafa eitthvað i bak- höndinni. „Ég held að ég hafi fyrst séð raunverulegt málverk á Höfn i Hornafirði. Auk þess hafði ég séð myndir i bókum. Einnig man ég eftir litprentun eftir Asgrim. Finnur lauk sveinsprófi i Reykjavik árið 1919. Þá hafði hann einnig fengið kennslu í fri- hendisteikningu hjá Þórarni Þorlákssyni listmálara. Þetta voru kvöldtimar, sem Þórarinn hafði, og hjá honum var Finnur tvo vetur með námi sinu i Iðn- skólanum. „Þetta voru góð ár,” sagði Finnur. „Ég var við nám á vetrum en fór svo heim á sumrin og stundaði sjóróðra.” Námsárin. Finnur segist i raun og veru ekki hafa byrjað að mála fyrr en 1919 þegar hann fór til náms i Kaupmannahöfn. A árunum 1919 og 1920 stundaði hann nám við Teknisk Skole .i Kaupmannahöfn og einkaskóla ViggoBrandtogskóla Olav Rude. Arið 1921 fór Finnur til Þýzka- lands og nam þá i einkaskóla hjá Carl Hofer i Berlfn. Arið 1922 fór hann til Dresden og var þar við nám i Listaháskólanum. Meðal kennara hans þar var Oskar Kokoschka. Siðar, fram til ársins 1925 var hann við „Der Weg, neue Schule fur Kunst”. Það var einmitt i Þýzkalandi sem Finnur komst i tæri við Expressionismann, en Carl Hofer var einn þekktasti Expressionisti i Evrópu á þeim árum. Fyrsti Expressionistinn á íslandi. Abstraktlistin var þá einnig að ryðja sér til rúms og aðrar stefnur svo sem Kúbismi, sem voru i hreinni andstöðu við impressionismann. Finnur segist aldrei hafa verið beint hrifinn af Impression- ismanum og aldrei hafa málað neitt i þeim stil. Hinsvegar var Espressionisminn einmitt sú list- stefna sem féll vel að skapgerð og listasmekk Finns. Segja má að Finnur sé fyrsti Expressionistinn, sem kemur fram á Islandi. Einnig má segja að Finnur hafi fyrstur málara sýnt abstrakt myndir hér á landi. Abstraktmyndir Finns eru allar figúrativar, sem er i rauninni aðeins staðfesting á þvi að Finnur er fyrst og fremst Expressionisti. Sjálfur segist Finnur ekki telja sig til neinnar sérstakrar listastefnu, enda þótt han viður- kenni þau áhrif sem þessar ýmsu stefnur höfðu á hann sem listamann. Finnur er „mystiker”. Finnur Jónsson segir að list- málarar eigi ekki að skrifa list- gagnrýni. „Listamenn eru yfirleitt mjög háðir sinum list- smekk og sinum eigin stefnum. Þar af leiðandi geta þeir aldrei dæmt óhlutdrægt um myndlista- stefnur, sem þeim fellur ekki i geð”, sagði Finnur Jónsson. begar vikið var að öðrum málum en myndlistinni kom í ljós að Finnur hafði áhuga á ýmsu öðru. Hann segist alltaf hafa lesið mikið af bókum. Einnig segist hann hafa ort kvæði. „Ég veit ekki hvort ég er trúaðri en gengur og gerist, en einhvernveginn finnst mér að eitthvað hljóti að vera á bak við allt þetta, lifið sjálft og tilveruna. Ég hef einnig mikið gaman af heimspeki, þjóðlegum fróðleik bg þess háttar. betta kemur mikið fram i myndunum minum, ekki sizt „symbolin” og „mystikin”. I^eit mannsins út úr blindgötu. Finnur segir að Islendingseöiiö sé mjög sterkt i sér. „Ég gæti ekki hugsað mér að eiga heima annars staðar en á Islandi. Ég kunni vel við Þjóðverja og það var gott að vera i Þýzkalandi og Danmörku, en ég munndi aldrei hafa viljað setjast að erlendis til langframa”. „Uppruni manns hefur mjög sterk áhrif. Það fer ekki á milli mála. Maður getur fengið allt og notið alls i framandi landi, en samt finnur maður að maður á ekki landið. Hér heima er það öðruvisi. Hér hefur maður það einmittá tilfinningunni að maður eigi landið og alla fegurðina”. „Abstraktlistin er ekki óislenzkari en hvað annað, Hún er fremur öllu öðru leit mannsins að þvi að komast út úr einhverri blindgötu, sem maður er að keyra um. En auðvitað eru það mótivin sem ráða mestu og min mótiv eru fyrst og fremst islenzk, úr þjóð- sögunum frá sjónum og úr athafnalifinu almennt.” Finnur Jónsson hefur mjög ákveðnar skoðanir á listinni og mannlifinu almennt. Hann er fastur fyrir og málar eins og hann sjálfur vill mála. Hann lætur hvorki vini, kunningja eða list- dómara segja sér fyrir verkum. Hann heldur sina braut og stendur' eða fellur með sínum verkum. bannig er Finnur. Og þeir sem ekki hafa kynnst verkum Finns Jónssonar fyrr en á þessari yfirlitssýningu, munu þrátt fyrir það viðurkenna að Finnur Jónsson er eitt af fáu stóru nöfnunum i sögu islenzkrar myndlistar. —BJ Prófessor O’Neill leggm- tii að>IV málmgrýti þaðsem unnið veröur] á mánanum verði skotiðjj með sólarknúinm „byssu” i átt tii geim-fl|3 stöðvarinnar. Þetta ®ttiað reynast auöveltvegna hins litla aðdrátt-ii arafls sem er á tun' í þessari viku: Geimnýlendur 3. Ef nota á þá tækni sem manninum er tiltæk i dag tæki bygging þessarar geim- stöðvar 12 ár. 7S4-3 Þegar bygging fyrsta hluta stöðvarinnar er Iokið geta fyrstu ibiíarnir hafið fram- leiðslu á eigin fæðu. Vatn yrði framleitt úr fljótandi vatnsefni frá jörðu og súrefni unnu1, úr tunglgrýti. A þenn- an hátt væri hægt að fram- ieiða 50.000 tonn af vatni, sem siðan væri i eilifri hring- rás i geimstöðinni. Siðan hæfist bygging mun stærri geimstöðva i nánd við þá fyrstu og að lokum ættu nokkrar milljónir manna að geta tekið sér bólfestu svif- andi þarna milli jarðar og tungls.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.