Vísir - 28.02.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 28.02.1970, Blaðsíða 1
wi. arg. — Qvenjulegir „farþegar" til Reykjavíkur í gærkvöldi: Hreindýr aftur á Suðurlandi Fullt hjá Hótel Esju hulft sumuríS Nafn ákveðib á nýja hótelið i Kr. Kristjánssonar- húsinu — Aformab að jbar verði 280 herbergi eða rúmlega 3svar sinnum fleiri en á S'ógu • Hótel Esja á það aö heita nýja hóteliö f Kr. Kristjáns sonarhúsinu við Suðurlands- braut. Þaö virðist ætla að hefja feril sinn vel. — Nú þegar er búiö að fultbóka 1 hótefiö hálft sumartímabilið, þar á meöal all an júlimánuö, en auk ]>ess er út llt fyrir, að hóteliö verði að koma ferðamönnum fyrir í einkaherbergjum úti í bæ um miöjan júlí, ef staðið verður við allar pantanir, sagði Friðrik Kristjánsson, forstjóri i viðtali við Visi i gær. ef hér skyldú t. d. verða haldn ar fjölmennar ráðstefnur. Næsta vetur veröur svo geng ið frá 70 herbergjum til viðbót- ar, þannig að vorið 1971 veröa 140 herbergj tilbúin. — Ein- hvern tíma seinna, þegar það hentar, er svo ráðgert að stækka hótelið aftur um helm- ing, þannig að hótelherbergin verði 280, sem er rúmlega þrisv ar sinnum fleira en er á Hótel Sögu. Auk herb.hæöanna þriggja sem verða á 6., 7. og 8. hæð, verður gengið fiá veitingasal á efstu hæðinni, sem er inndregin, en þar verður vínstúka, aðallega fyrir hótelgesti og aðstaða til að fá morgunverð, minni háttar máltíðir o.s.frv. Þá verður að sjálfsögðu gengið frá anddyri hótelsins, þar sem m.a. verður rekin bankaþjónusta. -vj* ■ Furðulegir farþegar komu á land úr einum Faxa Flugfé- lags Islands í gærkvöldi um 9- leytið, — hreinkýr með tvo kálfa. Klukkustundu áður höfðu hreindýrin kvatt Austurland, og nú munu þau gerast fyrstu íbú- ar Reykjavíkursvæðisins af þess ari dýrategund. Sædýrasafnið f Hafnarfirði keypti þessi dýr til að hafa til ánægjuauka gestum sínum og um helgina verða dýr- in í girðingu sinni skammt frá safninu. Blaðamaður Vísis var farþegi með sömu vél og þessir óvenjulegu „farþegar“. Það fór vel um dýrin, en Jón Gunnarsson, forstöðumaður, fór ásamt dýralækni austur að sækja þau. Voru dýrin geymd í geymslu hjá Kaupfélaginu á Egils- stöðum og settu starfsmenn þar þau nærfæmislega í strigapoka en bundu fætur með mjúkri grisju. Fór því vel um dýrin á leiðinni, og við komuna á sunnlenzka grund virtist þeim ekkert til ama. Var : ekið með dýrin suður til Hafnar- fjarðar í rigningunni og j>eim sléppt þar £ hina nýju haga. Dýrin voru handsömuð skammt frá Egilsstöðum. Átta manna flokk- ur lagði upp á laugardaginn var á snjóbíl og eftir stutta stund höfðu dýrin náðst, en Þorsteinn Sveins- son, kaupfélagsstjóri var fyrirliði í þessum óvenjulega leiðangri. Alls tók ,,handtakan“ 8 tima. i Miklar vangaveltur eru meðal manna hvort dýrin geti lifað á sunn 1 lenzkri grund. Jón Gunnarsson sagði blaðinu að hann væri ekki i .vafa um að vel mundi fara um þau hér syðra, þeim yrði gefið sér stakt fóður, úthey og fjallagrös, og það síðamefnda mun uppurið I þeim verzlunum, sem grösin selja, og næsta sumar verða forráða- menn safnsins eflaust að ganga á grasafjall. Hins vegar er það brýnt fyrir fólki að gefa dýrunum ekki, slíkt gæti haft örlagaríkar afleið ' ingar í för með sér. Flutningur dýranna vakti mikla athygli á Egilsstöðum í gær og reyndar einnig á Reykjavíkurflug- velli, en þar tóku fallegar hlað- freyjur á móti dýrunum, en hópur blaðaljósmyndara myndaði í b’ak og fyrir. Á Egilsstöðum sagði Þrá inn Jónsson, veitingamaður við blaðamann Vísis: „Ég ábyrgist þessi dýr, — þau eru sveitungar mínir, og örugglega úrvalsdýr." -JBP- • Hreinkýrin var sett í strigapoka á Egilsstöðum í gærkvöldi um 7-Ieytið af nærfæmum hönd- um starfsmannanna í Kaupfélaginu. (Ljósmynd Vísis JBP) Á annað missa atvinnuna hætti Loftleiðir Norðurlandafluginu — segir Sigurður Magnússon, form. starfsmannafélags Loftleiða • , „Enda þótt vonir standi vitan- lega til þess að úr ríaétist irieð þeim nýju samningum, sem fyrir- hugað er að ræða í næstu viku, þá hefur stjóm Loftleiða gert sér fulla grein fyrir því, hverjar mundu verða aflelðingar þess, ef félagið yröi neytt tll að hætta flugrekstri til og frá Skandinavíu,“ sagöi Sig- urður Magnússon, blaðafulltrúi og formaður starfsmannafélags Loft- leiða í viðtali viö Vísi í gær. — Vísir leitaði til hans til að fá upplýsingar um hvemig horfurnar væru með Norðurlandaflug Loftleiða. „Starfsmannadeildin hefur reikn- að út, að um 15—20% fækkun yröi að ræða hjá hinu íslenzka starfs- fólki félagsins hér á landi að öðrum rekstri óbreyttum,“ sagði Sigurður. - „Hún kæmi fyrst og fremst nið- ur á flugliðinu, þar sem segja yrði upp 8 flugmönnum, 4 flugvélstjór- um, 3 flugleiðsögumönnum og 20 flugfreyjum, en síðar kæmi svo til hlutfallslegrar fækkunar i öðrum deildum. Sé einungis gert ráð fyrir 15% fækkun verður tekjumissirinn alls, sé gengið út frá núverandi meðal- tekjum allra starfsmanna Loftleiða hérlendis, rúmar 37 milljónir króna árlega, enda myndu nokkuð á ann- að hundrað manns missa atvinnu sína, auk allra annarra. sem hafa óbeinlínis tekjur ál .starfsemi Loft leiða. Hér er því ekki einungis um mikið hagsmunamál að ræða fyrir þá, sem nú vinna hjá Loftleiðum, heldur þjóðina alla, þar sem það skiptir okkur öll miklu máli, hvort á annað hundrað Islendingar hafa enga at- vinnu eða ágæta.“ — vj — Bjöggi verðlaun — sjá „Með á nótunum" bls. 3 Það verður aöeins fyrsti á- fangi hótelsins, sem tekinn verð ur i notkun 1. júlí í sumar, j>eg- ar hótelið opnar, eöa 70 her- bergi. Öll eru herbergin stór tveggja manna með baöherbergjum, en af þeim verða 10 í „lúxus- klassa“. Ætlunin er að hótelið verði opið út október, én þá verður það lokað, að undanskil inni einni hæð, sem verður opin í vetur, en auk þess verða hinar herbergjahæðirnar tvær undir það búnar, að taka við ge=tum, ! Enn fær Á góðviðrisdögum verður fallegt útsýni til Esju frá Hótel Esju. Hér standa Magnús Björns son, verkfræðingur (t. v.), sem hefur umsjón með framkvæmdum, og Friðrik Kristjánsson forstjóri, utan veitingaskálans á 9, hæð. , Vísir í vikulokin fylglr blaðinu í dag til áskrifenda í-ecoo 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.