Vísir - 28.02.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 28.02.1970, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 38. febrúar 1970. cTVÍenningarmál Pabbi, þú ert platari — jpabbi, lestu fyrir mig bióin. Sonur minn, sex ára, er búinn aö ná í Moggann, klukk- an er hálfátta að morgni. — Heyrðu, það er ekkert var- ið í þessar bíómyndir, við þurf- um — — Það er víst varið í þær. Hvað heitir þessi? — Þessi. Hún heitir Hættuleg sendiför. — Er það fín mynd? — Það skil ég ekki í. Ég hugsa hún sé nauðaómerkileg. — Hvemig veiztu það? Hef- uröu séð hana? — Nei, eii ég hef séð margar svona myndir. Nú skuhim við drekka — — Pabbi, Siggi sá Zorró i gær. Er hún líka í dag? — Zorró. Jú, hún er víst héma. — Pabbi, Siggi segir að það sé agalega fín mynd. Viltu fara með mér að sjá hana, — kannski bara einhvem tíma? — Nei, heyrðu, hún er ekkert sérstaklega spennandi, og svo er Siggi eldri en þú. — Já, en þaö voru margir strákar eins og ég. — Það er sama. Svona mynd- ir eru ekki fyrir litla stráka. >ú hefur meira gaman af að sjá þær, þegar þú ert orðinn stærri. — Nd, mig langar aö sjá þær nráa, og þú segir þetta alltaf. — Svona, nú borðum við, við getum talað betur um þetta seinna. — Pabbi, þú ert platari. Við þetta orð, platari, er mér verst af öllum. Það veit sonur minn. Hann notar það sparlega, spilar því út eins og trompi. Og með því hittir hann yfirleit.t i mark. alast upp í þéttbýlí nú á dögum er svo flókin þróun og reynir svo á þolrifin í bæði þeim, sem upp elur og upp elst, að oft og tíðum bíöur hvorugur aðilinn þess bætur síðan. Ráð- villt stendur barnið og reynir að gera sér grein fyrir þeim reglum, sem samfélag hinna full orðnu setur því: Þú mátt sjá — þú mátt ekki sjá, þú átt að hlusta — þú mátt ekki hlusta, þú átt aö fara — þú mátt ekki fara. Engin undur, þótt börn og unglingar kunni aö líta á sig sem annars flokks þjóðfélags- þegna. AÖferð þjóðfélagsins við að gera þau fullorðin ýtir undii þá skoðun þeirra. Nú mætti ætla, aö ofanritað væri inngangur að varnarritgerö um ýmsar byltingarkenndar at- hafnir ungs fóiks bæði hér og annars staðar upp á síðkastið. Svo er þó ekki. Án þess að mér komi til hugar að vanmeta þann áhuga og ærukennd, sem birtist i ýmsum félagslegum betrumbótatiltektum þess, er það mín skoöun að þjóðfélagið hefði getað búið það undir bar- áttu, sem hefði orðið ólíkt upp- byggilegri fyrir báða aðila. En sú barátta hefði útheimt að hóp- arnir tveir, þeir sem mega ann- ars vegar og þeir sem mega ef þeir fá leyfi hins vegar, hefðu vanið sig á að tala saman frá því fyrsta og þjálfaö þau tæki og þá tækni, sem gerir slíkt samtal mögulegt, gagnlegt og jákvætt. EFTIR HINRIK BJARNASON . Cú alvarlega staðreynd er al- kunn aö í íslenzkum skyldu- námsskólum fer aðeins fram reglubundin kennsla í helmingi móðurmálsins. íslenzkt talmál ær ekki kennt i íslenzkum skói- um. Skólinn setur sér það mark að gera nemendursínalæsaeftir atvikum, hvort þeir eru talandi, það er önnur saga. Á meðan samvera barna og fullorðinna var meiri og með öðrum hætti en nú, og þegar málið var næst- um eina tjáningartækið, gat þetta blessazt. Nú er algengt aö orðaskipti barns viö fullorðna séu í raun réttri sáralítil, og þar að auki eru önnur tjáningarform í harðri keppni við málið: mynd- mál kvikmyndahúss og sjón- varps dvnur á auganu á sama hátt og tónlist á eyranu. Hvor tveggja þessara tjáningarhátta er áhrifamikill. En undirstaða ítarlegrar tjáningar er málið eink um hið talaða. Það er ótækt að láta skeika að sköpuðu um það, hvort það verður undir eða 'ekki í samkeppni við önnur tjáning- arform. Það er aökallandi verk á íslandi að hefja list hins tal- aða orðs upp í þann sess, sem henni ber. |yú er það svo með orðið list, eins og sögnina að elska, að maður verður að taka það sér í munn með allt að því klínískri aðgát, annars tekur fólk kipp og horfir tortryggið á mann. Samt má oft láta sér skiljast aö ís- lenzk listneyzla sé tiltölulegt einsdæmi: sala listaverka, að- sókn að listsýningum, leikhús- um, tónleikum og fleira. Nú sér hver í hendi sér, að neyzlan seg- ir i þessum tilfellum lítið um gæði framboðsins. Þegar níutíu prósent þjóðar til dæmis horfa á skemmtiþætti sjónvarps er það engin yfirlýsing um full- komnun þess dagskrárefnis, heldur undirstrikun á mikilvægi þess að það sé vandað. Sama máli gegnir um leikhús, tón- leika, — hvaða listgrein sem er. Það er ekki aðsókn og eftir- spurn, sem segir til um gæði listframboðsins, og aðsókn og eftirspum segja einnig sáralítið um viðhorf neytendanna og lista mannanna. Það má ráða af öðru hversu hátt skrifaður þáttur í Iífi þeirra listin er. Hváö leggja til dæmis listelskandi íslending- ar mikið upp úr því, aö list sé kynnt afkvæmum þeirra sem hver annar sjálfsagður liður í þróun manna til fulls þroska? Og hvernig ástunda íslenzkir listamenn það að gera æskuna að gáfuðum neytendum þeirrar vöru, sem þeir bjóða? Listgreind verður aldrei nein alvara án þeirra íhlutunar. £ framhaldi af því sem áður var sagt um um niðurlæg- ingu talaðs máls hér á landi er auðvitað fljótlegt að minna á gífurlegan leikhúsáhuga lands- manna. Ekki er sá áhugi til kom inn vegna náinnar snertingar á- horfenda við þessa listgrein í skólum þeirra. íslenzkir skólar hafa ekki tekið upp fræðslu í „dramatík" eða notað hana sem lið í skólastarfinu, frekar en fræðslu um aðrar listgreinir. Að vísu er hin leikræna aðferð not uð við kennslu yngri barna þar sem bezt gegnir, annars ekki. Þó er engin listgrein, sem nær kemst þvi að geta hjálpað ungl- ingi áleiðis til aukins skilnings á sjálfum sér og samferðafólk- inu, til þess að ná tökum á tján- ingarmætti sínum og nota hann, Kynning og þátttaka í list leiks- ins felur í sér aðrar sýnilistir: dans, sö.ng, tónlist, — bókmennt ir. Alvörufræösla um listir er ein árangursríkasta tilraun til alvöruskilnings á þjóðfélaginu hverju sinni. Æskulýðsráð í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum rekur aö visu framsagnamámskeið í samráði viö tiltekna skóla; sú starfsemi er virðingarverð. En þegar henni sleppir er það alger- lega undir áhuga einstakra nem- enda og kennara komið, hvort nokkur vottur af orðsins list er iðkaður í fjölmennustu skól- um Iandsins, að ekki sé nú talað um skipulegt starf allt skólaárið. I stað þess aö fá leikhúsfólk i heimsókn í sköl- ana að minnsta kosti á höfuð- borgarsvæöinu, kvnna þar og taka þátt í umræðum um tiltek- ið sviðsverk, eðli þess og vinnu- brögð túlkendanna og láta svo nemendur hafa frímiða á sýn- ingarnar, er þessari tegund leik- húsgesta safnað saman á svo- nefndar boðssýningar, skólasýn- ingar. Þær sýningar eru þó langt frá því að vera boð, þar að auki ræður almenn aðsókn miklu um, hvenær eða hvort um slíka sýn- ingu verður aö ræða. Það kann vel að vera að þaö sé jákvæð leikhússreynsla þegar nokkur hundruð nemenda úr einum eða fleiri skólum fara óundirbúnir að sjá tiltekið sviðsverk, og einu kröfur sem til þeirra eru gerð- ar þær, að þeir verði ekki skól- anum fil skammar með hegöun sinni. Hitt væri þó vænlegra til þess aö mennta næstu kynslóð leikhússgesta að a) kynna fyrir þeim hvert verk í skólum, b) láta þá síðan sjálfráða um hvað þeir sjá og hvenær, en c) af- henda þeim miða ókeypis viö framvísun nafnskírteinis. Þaö er sérlega viökunnanlegt að sjá eðlilega blöndu af ungum og gömlum saman í leikhúsi, þessi eilífa sortéringarhugsjón er hættuleg, og þeir sem ráöa hvaöa sviðsverk unglingar skulu sjá og hver ekki eru ekki endi- lega hæfari að stjórna ,því vali en unglingarnir sjálfir. „ Z|7skan er sá auöur, sein við ■^ávöxtum fyrir framtíðina." — en meðferð fjölmargra á þess um auði flokkast undir þaö, sem kallast explótering á útlenzku, arðrán. í skjóli þess aö börn og ungl- ingar eru forsvarslítill minni- hluti á opinberum vettvangi við- gangast furðulegustu fyrirbæri, sem sanna litilsvirðingu okkar á þessum annars flokks þegnum. Þegar eitthvað er gert fyrir börn gildir t. d. um það allt annað gæðamat en fyrir fullorðna. Skemmtikröftum er ef til vifl ekki lengur greitt miklu lakar fyrir að skemmta börnum, en “ kröfumar til efnis og flutnings eru stórum minni, enda er fljót- gert að benda á prentuð ummæli eins og: Atriðið var mjög lé- legt og ekki boðlegt fullorðnu fólki. Gagnrýnendur hneigjast til aö vera mildari í dómum um verk, sem ætluð eru æskunni, jafnvel meta verkið á þeim grundvelli að það sé þakklætis- vert af höfundum að láta sig vfirhöfuð hafa það að semja eða flytja eitthvað fyrir þessa ald- ursflokka. Verk eru einatt met- in eingöngu eftir yfirborðsviö- brögðum barna við þeim. Þó er ekkert barn mjög gamalt þegar það veit hið tilætlaða svar viö spurningunum: Fannst þér ekki gaman? Er þetta ekki fallegt? Það er hins vegar sjaldgæft að rekast á dóma um barnabók, þar sem færð eru rök með eða móti gildi hennar. Hin mikla bókaþjóð gerir ekk; sérlega há- ar kröfur um málfar, skreyt- ingu og frágang barnabölca, enda verða þær að vera ódýrar. Kröfur til sviðsverka fyrir börn eru einnig furðu litlar og meö eindæmum ósundurgreindar, bæði hvað snertir einstaka þætti verks og þau áhrif, sem það hefur í rauninni á áhorfend- ur. Það er líka fátítt að sjá i kvikmyndagagnrýni blaðanna umsagnir um hið einkennilega skemmtanahald sem þrjúsýning- ar kvikmyndahúsanna eru. Og hvergi minnist ég þess að hafa séð oröaða þá hættu, sem er þvi samfara að venja börn athugun- arláust á myndmál fullorðinna í kvikmynd og sjónvarpi. Tslendingar eru fullir áhuga á 1 alþjóðlegri og norrænni sam- vinnu. Af grannþjóöunum má ýmislegt læra. Þar þykir ábyrgt gæðamat á listrænu efni, sem ætlað er börnum og unglingum, alveg sjálfsagt. Gagnrýni á þá list er unnin af ekki minni natni en önnur. Þar sækjast bókaút- gefendur eftir því að fá viöur- kenningarklausu frá barna- og unglingabókanefndum kennara- samtakanna í bækur sínar. Þar eru listamenn, bæði þekktir og óþekktir, alla daga viö að kynna list sína ungu fólki og hafa áhrif á hugmyndir þess eða hug- myndaskort varðandi þjóðfélag og manneskjur. Þessi starfsemi er að sjálfsögðu misgóð. En þafl er þó altént verið að gera eitt- hvað, bera eitt og annað við. Ef viö hins vegar látum börn okkar eyöa æskuárunum leiö- beiningarlítil £ frumskógum tjör- unnar, eigum við auövitað skil- inn titilinn platari, — eða eitt- hvað verra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.