Vísir - 28.02.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 28.02.1970, Blaðsíða 6
6 VISIR . Laugardagur 28. febrúar 1970. Framtak í at- vinmimálum GJALLAR- HORN HEIMDALLAR Helgi Þórsson og Hreinn Skagfjörð Hákonarson Gjallarhorniö lagði eftirfarandi spurningu fyrir fjóra unga menn: Með hvaða hætti á Reykjavíkur- borg að hafa afskipti af atvinnumálum? Guðjón Tómasson Tjað er skoðun mín, að af- skipti borgaryfirvalda af at vinnumálum eigi f meginatrið- um að vera tvíþætt. Annars veg ar að skapa atvinnufyrirtækj- um traustan samkeppnisgrund- völl og hins vegar að sjá borg- urunum fyrir nægjanlegri og fjölbreyttri atvinnu á hverj- um tíma. Hvað viðvíkur samkeppnis- hæfni atvinnuveganna eru þaö þrir þættir borgarmála, sem hvað mest eru afgerandi. í fyrsta lagi, að atvinnufyrirtækj um sé ætíð gert kleift að búa við skipulag, sem hefur upp á að bjóða aðstööu til nýtingar hagkvæmustu vinnubragða. f öðru lagi, að tryggð sé mennt- unaraöstaða, sem uppfyllir þarf ir atvinnuveganna. f þriðja lagi, að hvers konar fyrirgreiðsla og álögur af hálfu borgarinnar séu aldrei óhagstæðari en gerist hjá samkeppnisaðilum, jafnt inn lendum sem erlendum. Að því er lýtur að atvinnu til handa hverri vinnufúsri hendi verða borgaryfirvöld að vinna ötullega aö og styðja f hvívetna framtak einstaklinga og félaga við að renna fleiri stoðum und- ir atvinnulíf höfuðborgarsvæðis ins, með þvi einu saman verð- ur hægt að koma í veg fyrir, að tímabundnir erfiðleikar ein- stakra atvinnugreina leiði til áþekkts atvinnuástands og var fyrir ári. Guðjón Tómasson hagræðingar ráðunautur, Miðtúni 86, er 28 ára. Hann er vélstjóri að mennt un. Kona hans er Þuriöur Gísla dóttir. Runólfur Pétursson ■pg tel að borgarstjóm eigi aö stuðla að eflingu á rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en jafnframt legg ég til að togara útgerð landsmanna veröi tryggð ur viðunandi verksgrundvöllur við eðlilegar aðstæður. Einnig tel ég að borgarstjórn eigi að stuðla að því að nægar tóðlr séu fyrir hendi til iðnaðar- og íbúðarbygginga. Ég tel að borgarstjóm eigi að stuðla a? því að iðnaður verði ekki útundan í viðleftni at- vinnumáxanefndar Reykjavíkur tfl eflingar atvinnulífj í Reykja- Runólfur Pétursson iönverka- maður, Reynimel 88, er 34 ára. Hann er í stjóm Iðju. — Kona hans er Ruth Sörensen. vik. Það er einnig ósk mín að á komandi sumri verði séð fyrir því að næg atvinna verði fýrir það skólafólk sem á vinnumark aðinn kemur. Birgir ísl. Gunnarsson Afskipti sveitarfélaga eins og Reykjavíkur af atvinnulíf- inu geta verið með ýmsu móti. Algengustu afskiptin liggja f ýmiss konar óbeinni fyrir- greiðslu, eins og t.d. undirbún- ingi lóða fyrir atvinnufyrirtæki, stofnun og rekstri vatnsveitu, rafmagnsveitu og hafnar. Mest verða afskiptin þó, þegar sveit- arfélagið sjálft tekur í sínar hendur að stofnsetja og reka atvinnufyrirtæki. Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavikurborg eigi ekki að fara út í beinan at- vinnurekstur í ríkari mæli en nú er, eins og ýmsir hafa haft uppi tillögur um. Ég held að reynslan hafi sýnt, að atvinnu- reksturinn í borginni á að vera f höndum borgarbúa sjálfra eða félagssamtaka þeirra f formi einkareksturs. Hlutverk Reykja vfkur verður þá að örva borgar búa til atvinnureksturs og skapa þeim sem bezta aðstöðu til stofnsetningar og reksturs fyrirtækja f ýmsum greinum. Þetta hefur borgin gert á ýms- an hátt og erfiðleikar síðustu ára kenna okkur að slíka starf- semi verður borgin að auka. Borgarstjórn hefur þvf sam- þykkt gerð atvinnuáætlunar Reykjavfkur, sem gefur tilefni til að leitað sé nýrra leiða í ýmiss konar fyrirgreiðslu borg arinnar við borgarbúa, sem at- vinnurekstur stunda. Úlafur B. Thors p'yrst og fremst með því að A skapa sem lífvænlegust skil yrði fyrir atvinnurekstur í borg inni. Það er gert meö því aö veita fyrirtækjum aðstöðu til starfsemi, svo sem hentugt at- hafnasvæði, heimild til bygg- inga og með því að taka tillit þróazt og eflzt í Reykjavík og jafnframt er mikilvægt að stuðla að innri uppbyggingu at- vinnurekstrar, td. með skynsam legri stefnu í skattamálum, að svo miklu leyti sem borgin fær þar um ráðið. Þá tel ég eðlilegt, að reynt sé með einhvers kon- ar fyrirgreiðslu að laða til borg arinnar atvinnurekstur, sem borginni er hagur í að hafa inn an sfns yfirráðasvæðis og þá sérstaklega rekstur, sem veitt getur mikla atvinnu. Þá tel ég, að borgaryfirvöldum beri að fylgjast vel með nýjum atvinnu greinum, sem líklegt er að geti þróazt og elfzt f Reykjavík og Birgir ísl. Gunnarsson hrl., — Fjölnisvegi 15, er 33 ára. Hann er í borgarstjóm og borgarráði Reykjavíkur. Kona hans er Sonja Bachmann. Nöfnin í prófkjörinu Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri, Sporðagrunni 5, 50 ára. Kvæntur Þórdísi Kristjánsdóttur. Jónína Þorfinnsdóttir, kennari, — Stórholti 33, 48 ára. Gift Ragnari Edvardssyni. Gísii V. Einarsson, viðskiptafræðing ur, Stigahlíð 91, 38 ára. Kvæntur Eddu I. Eggertsdóttur. Þórður Kristjánsson, húsasmíða- meistari, Bjarmalandi 8, 52 ára. — Kvæntur Unni Runólfsdóttur. Karl Þórðarson, verkamaður, Stóra gerði 7. 46 ára. Kvæntur Jökulrós Magnúsdóttur. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, — Dyngjuvegi 6, 44 ára. — Kvæntur Emu Finnsdóttur. Ólafur B. Thors deildarstjóri, Hjarðarhaga 50, er 32 ára. Hann er lögfræðingur að menntun og hefur starfað mikið í Sjálfstæð- isflokknum. Kona hans er Jó- hanna J. Thors. að borginni beri að veita slíkum atvinnugreinum aðstoð og hlúa að þeim á allan hátt. Hins vegar er ég í grundvall aratriðum andvfgur þvi, að borgin sjálf hafi með höndum atvinnurekstur umfram það, sem telst eölileg þjónusta við borgarana og ekki er talið hag kvæmt að fela öðrum aöilum. Annar sjálfstæður atvinnurekst ur borgarinnar er að mfnum dómj aöeins réttlætanlegur við sérstök skilyrði, svo sem ef um atvinnuleysi er að ræða, eða ef verið er að hrinda af stað fjár- frekum rekstri, sem borgin tel- ur rétt aö komiö verði á fót og í þvf tilviki á aðild borgarinnar að vera tímabundin og ljúka svo fljótt sem verða má og aðrir að- ilar eru færir um að taka við. Þannig á borgin að vera hvetj- andi til aukins athafnah'fs, en takmarka eigin þátttöku sem mest. TILKYNNING FRÁ BÖNKUNUM TIL VIÐSKIPTAMANNA Hér með tilkynnist heiðruðum viðskipta- mönnum, að frá 1. marz 1970 verða bank- arnir lokaðir á laugardögum. Jafnframt lengist afgreiðslutími bankanna aðra virka daga og verður eftirleiðis sem hér segir: Seðlabanki íslands kl. 9,30 til kl. 15,30 Landsbanki íslands kl. 9,30 til kl. 15,30 Búnaðarbanki íslands kl. 9,30 til kl. 15,30 Útvegsbanki ísiands kl. 9,30 tu kl. 12,30 og kl. 13,00 til kl. 16,00 Verzlunarbanki íslands h.f. kl. 9,30 til kl. 12,30 og kl. 13,00 til kL 16,00 Iðnaðarbanki íslands h.f. kl. 9,30 til kl. 12,30 og kl. 13,00 til kl. 16,00 Samvinnubanki íslands h.f. kl. 9,30 til kl. 12,30 og kl. 13,00 til kl. 16,00 Seðlabanki íslands Landsbanki Islands Búnaðarbanki Islands Útvegsbanki lslands Verzlunarbanki íslands h.f. Iðnaðarbanki fsiands b.f. Samvinnubanki íslands hX.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.