Vísir - 28.02.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 28.02.1970, Blaðsíða 2
★ Engar myndir af mér, takk fyrir! „Þú skalt láta ógert aó taka myndir af mér, góði. Ég vil engar myndir af mér í blöðum, takk fyrir!“ og kengúrupabbi lét ekki sitja viö oröin tóm, heldur' herti vöövana, reis upp á sveru rófuna sína og réöist til atlögu gegn enska ljósmyndaranum, Jeff Cart er, sem aö undanförnu hefur ver- ið í myndaleiöangri í Ástralíu og fest á filmu hið fjölskrúðuga og sérkennilega dýralif þar. Það er þolinmæðisverk að mynda villt dýr, en Jeff kann á því lagið, þótt honum semdi ekki við kengúrupabba. En eng- inn má við margnum og ekki held ur kengúran, þótt hún geti spark- að hraustlega frá sér, enda varaði kengúrupabbi sig ekki á því, aö María Carter, eiginkona Jeffs, er honum jafnslyng á ljósmynda- vélina. Meðan kengúran og Jeff voru að kljást, tók María þessa skemmtilegu mynd af þeim, en kengúrur eru afar mannfælnar og ekki gott að komast að þeim villtum úti á gresjunum, enda ekki margar ljósmyndir til af þeim, nema þær, sem teknar hafa verið f dýragörðum. — Lífið byrjar fyrst um fertugt, sagði ástralska kappaksturshetj- an, Jack Brabham, þegar hann hafði náð „þeirri beygju“, og var spurður, hvort hann mundi ekki senn kveðja íþróttina fyrir aldurs sakir. Hann gaf svari sínu aukna I Formúlu I-keppnum ekur Brabham í sínum eigin bíl, sem hann hefur sjálfur hannað. Gamli maðurinn og kappaksturinn áherzlu með því að vinna í þriðja sinn heimsmeistaratitilinn i Form úlu I keppni nokkrum mánuöum seinna. Þetta var áriö 1966." en síð- an eru liðin fjögur ár, og enn er hinn 44 ára gamli Brabham í röð- um hinna fremstu f kappakstrin- um um heimsmeistaratitilinn. Góö ur árangur í keppnum þessara ára tekur af allan vafa um það, aö ennþá er „gamli maðurinn" hættu legur keppinautur hinum yngri. Keppnistímabilið 1970 verður æsandi og fjörugt fyrir þennan fyrrverandj heimsmeistara, sem hefur gert samniraa við Matra- framleiðandann og Mercedes um að keppa á vegum þeirra í nokkr- um keppnum í „standard"-bílum. í Formúlu I-keppnunum (Grand Prix) keppir hann hins vegar eins og venjulega í sínum eigin bíl —- BRABHAM. Ofan á þetta.bætist svo hjá Ástralíumanninum þátt- taka í hinum mikla Can Am- kappakstri í Brabhambílnum hans, sem hann hefur látið skrá sig í. „Fimmtán Formúlu I-keppnir yfir árið er of lítið til þess að viö- halda hæfninni," er skýring Jacks sjálfs á þessari auknu þátttöku sinni á nýja árinu i keppnum. Bílar hafa alla tíð skipað mik- inn sess í lífi Jacks Brabham, sem var aöeins sex ára, þegar faðir hans leyfði honum að sitja í kjöltu sinni og stýra stóra amer- íska fjölskyltíubílnum. Áður en hann hafði náð 16 ára aldri, var hann orðinn með snjöllustu bif- vélavirkjum, og 18 ára gamall haföi hann öölazt mikla reynslu í verzlun með notuö mótorhjól, sem hann hafði sjálfur gert upp. Á seinni heimsstyrjaldarárun- um var hann vélvirki í ástralska flughernum. Á fyrstu árunum eftir stríð bragð á valdi sínu. Hann tekur verzlaði hann meö umframbirgöir enga óþarfa áhættu og sem ameríska hersins, og það var þá, reynsluókuþór tekur hann öllum sem hann setti sjálfur saman sinn hinum fram. fyrsta litla kappakstursbíl. Brabham er íhaldssamur í smiði Jask Brabham, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu I-kappakstri. Fyrsta kappaksturinn háöi hann 1947, og þegar hann flutti til Englantís 1955 gat hann gortað af fjórum áströlskum meistaratitl- um. En fyrstu árin í Englandi voru honum erfiö, þvf aö hinn velefnaði faðir hans, sem var grænmetiskai'pniaður. studdi ekki son sirm fjárhagslega í þess- um ævintýrum, enda kom það lika fyrir, aö Brabham byrjaði stundum stórar keppnir, án þess að sjá fyrir einu sinni, hvernig hann gæti aflaö fjár fyrir bensíni, svo aö hann gæti lokið keppninni. En úr því rættist öllu saman, þegar samvinna hans hófst við hið' fræga Cooper Company, þar sem har.n náði undursam’ecuir árangri á árunum 1959 og 1960, en þau ár varð hann heimsmeist- ari tvivegis. En svo slitnaði upp úr sam- starfinu 1961 og Brabham byrj- aði að smíða sína kappakstursbíla sjálfur. Mörg ár liðu, svo að ár- angurinn sér eftir sér bíða, en engum duldist hæfni og leikni Brabharns i iþróttinni. Umbunina fyrir erfiðið hlaut Jack 1966, þegar hann braut á bak aftur allan orðróm um, aö hann væri oröinn gamall, og vann fjórar „Grand Prix“-keppnir. Þar með varð hann fyrsti og eini öku- þórinn hingað til, sem oröiö hefur heimsmeistari í eiginsmíðuðum bíl. Á kapnakstursbrautunum er Jack Brabham gamli slungni ref- urinn, sem þekkir íþróttina út í yztu æsar og hefur hvert smá- bíla sinna. Hann segist vinna, vegna þess aö bílar hans séu einfaldir og áreiðanlegir — traustir. Utan kappakstursbrautar er hann kyrrlátur heimilisfaðir, sem hefur óbeit á sviösljósinu, og gef ur sig ekkert aö hinu ljúfa lífi fræga fólksins, enda hefur hann engar tómstundir aflögu til þess. Hann er önnum kafinn kaupsýslu maöur meö fyrirtæki á við og dreif um London og eitt • Ástralíu. Innan raöa kappakstursmann- anna gengur hann undir nafninu Gamli maðurinn — sko! Alltaf jafnseigur! En aldurinn háir hon- um ekki. Þrisvar hefur hann unn- ið heimsmeistaratitilinn og betur hefur enginn gert. nema Fangió. En Argentinumaöurinn var orðinn fertugur, þegar hann vann sinn fyrsta heimsmcistaratitil, svo Brabham setur vel jafnað metin ennþá, ef hann hefur hraðan á. Gamlar góðar bækur fyrir gámlar góðar krónur BÓKA- MARKAÐURINN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.