Vísir - 01.04.1970, Side 5

Vísir - 01.04.1970, Side 5
Magnús G'islason lltur til baka til HM i handknattleik og veltir þessari spurningu og nokkrum óörum fyrir sér i eftir- farandi grein ^þróttahöllin við Masséna- stræti í París lauk hlut- verkí sínu í þágu handknatt- leifcfþróttarinnar um leið og heimsmeistarakeppninni lauk. Hún var fljótreist og verður því Ifklega fljótrifin. Heyrzt hefur aö samtök hinnar göfugu sjálfs- varnarlistar, hnefaleikanna, hafi mikinn augastað á byggingunni, og hyggist reisa hana annars staðar. En hvaða hiutverki sem hún kann að þjóna í framtíðinni, munu margar minningar verða tengdar henni, þeim keppendum og áhorfendum sem leið sína lögðu á heimsmeistarakeppn- ina- Ljúfastar hljóta minningarnar að verða Rúmenum, sem unnu þar kórónu handknattleiksins i þriðja sinn, eftir tvfsýnan og æsispennandi leik við Austur- Þjóðverja, sem í byrjun virtust hafa öll tök á 'leiknum. Einna sárastar eru líklega minningar Dana, sem fengu þar sinn mesta skell til þessa, í keppninni um þriðja sætið, er þeir voru burst- aðir af Júgósiövum 29—12, er staðfesti þá skoðun margra að Danir ættu ekkert erindi í átta liða keppnina. Einnig máttu Tékkar, fyrrverandi heimsmeist- arar, og Ungverjar, sem margir spáðu sigri, muna sinn fifil fegurri. Á meðan verðlaunaliðin laug- ast frægðarsólinni, er ekki út í hött að ætla að hinir sem minna afrekuðu athugi lesti liða sinna og finni ráð til að berja í brestina fyrir Olympíu- leikana I Miinchen ’72, þar sem handknattleikur verður í fyrsta sinni á dagskrá, minnugir þess aö ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Meðal þeirra, sem hafa ærna ástæöu til að athuga sinn gang eru íslendingar. Varla verður því neitað, aö frammistaða handknattleiks- manna. okkar olli þeim aðdá- endum íþróttarinnar, sem heima sátu og biðu frétta, nokkrum vortbrigðum og kom einkum tvennt til. Því hafði nokkuð verið haldið á lofti að liðið væri betur búið undir slíka keppni en nokkru sinni áður, og því lík- legra til afreka. í annan stað villtu mönnum sýn miklir sigrar ytfir frekar veikum andstæðing- um. Vonbrigðin voru hins vegar ekki hin sömu hjá þeim sem á keppnina horfðu. Heldur opnuð- ust augu manna fyrir því, að þrátt fyrir góðan undirbúning, Uppgjöf í danska liðinu í leiknum gegn Júgóslavíu um 3. sætið. Carsten Lund fórnar höndum í örvæntingu, þegar boltinn berst að marki þeirra. Táknræn mynd fyrir 12:29 ósigur Dananna. (Ljósmynd Vísis: Höróur Jóhannesson). Hvar stöndum við? á okkar mælikvarða, getum við trauðla vænzt þess að standast hinum betri liöum snúning, með. sama áframhaldi. Það er fásinna að ætla að handknattleiksmenn okkar, sem aðeins geta æft i tómstundum sínum, sæki sigra í greipar þeirra manna sem helga sig óskiptir íþróttinni. Fyrsti leikurinn leiddi þetta í ljós. Ungverjarnir nýkomnir úr margra mánaða æfingabúðum, reyndust íslendingum fremri i flestum þáttum leiksins. Snar- ari, fljótari, \Skotfimari og áttu auðveldara með að útfæra leik- inn, bæði í vörn og sókn. í sam- anburði við þá voru okkar menn bæði staðir og seinir að fram- kvæma sín leikkerfi og fléttur. Ekkj svo að skilja að þeir hafi glúpnað og gefizt upp, eins og Danir á móti Júgóslövum. Þvert á móti sýndu þeir gott keppnis- skap. Eftir slakan fyrri hálfleik réttu þeir úr kútnum i þeim seinni, og létu glitta í vígtenn- urnar. Með ágætum leikköflum sýndu þeir að efniviðurinn var fyrir hendi, en til slíkrar keppni verður að gefast tími til að vinna hann betur. Gangur leikjanna sem á eftir komu, var í rauninni spegil- mynd þess fyrsta, ef frá er tal- inn leikurinn við Pólverja, lé- legur fyrri hálfleikur, en góður seinni. En leikirnir áttu eftir að færa heim sanninn um að fleiri hlekki verður að styrkja í keðj- unni en liðið eitt. Stjórnendum þess virtist ganga erfiðlega að halda jöfnum styrkleika á lið- inu. Stundum lék það beittan og ógnandi sóknarleik og rammgera vörn. Við eina til tvær skipting- ar umhverfðist liðið. Spilið varð eins og einfaldar gripæfing- ar og vörnin opin flóögátt. Þess- ar tíðu sveiflur í getu liðsins virtust koma stjórnendum þess mjög á óvart og setja þá í ærinn vanda. sem Ila gekk að ráða fram úr. Sízt skal því haldið fram hér að þeir hafi ekki vald- ið verkum sínum. Skýringin er miklu fremur sú að þeir höfðu ekki fengið tækifæri til að reyna nægilega á þolrifin í liðinu til að geta glöggvað sig á kostum þess og göllum í leikjum gegn öflugum liðum, fyrir Frakklands ferðina. Auðunnir sigrar yfir léttum andstæðingum geröu ekki ann- að en að slæva liðið, eins og margir uggðu. Til að sneiða van- kantana af hefði verið æskileg- ast að geta farið með liöið í keppnisferð og láta það spreyta sig-við hinar sterkari þjóðir. Viö þaö hefði liðið herzt til átaka, hinir óreyndari leikmenn öðlazt dýrmæta reynslu og kynnzt þeim nýjungum, sem fram voru að 'koma í handknattleiks- heiminum. En til slíkra ferða þarf víst meira en orðin ein. Meðan hagur handknattleiks- manna okkar er það bágur að þeir eiga í erfiðleikum með að komast til sjálfrar heimsmeist- arakeppninnar, eru slíkar ferðir fjarlægur draumur. En fátækt okkar kom fram á fleiri sviðum. Glöggt mátti greina hve andstæðingarnir gjörþekktu íslenzka liðið og gátu notfært sér veilurnar, enda kom á daginn að kvikmynda- tökumenn eru orðnir sjálfsagðir hverju liði. Leikir væntanlegra mötherja eru myndaðir og síðan grandskoðaðir af Ieikmönnum og leiðbeinendum. Danir gum- uðu af því eftir leikinn við ís- land, að þeir hefðu verið búnir að sigra í honum um leið og þeir höfðu Iokið við að skoða kvik- myndina af viðureign íslands og Ungverialands. íslendingar máttu notazt við frumstæðari aðferðir. I stað myndavéla, varð að nægja að senda tvo til þrjá menn á njósn. í tvígang var skotfastasta manni liðsins og keppninnar, Jóni Hjaltalín, ,,fórnað“ til slikra verka, og þótti mörgum kynlegt. Liðið mátti illa vera án hans og allra sízt, ef tekið er tiílit til þess, hve samvinna hans og Geirs Halisteinssonar var frá- bær. eitt af því árangursrfkasta sem til íslenzka liðsins sást. En þrátt fyrir góða viðleitni í að nasa eitthvað um keppinautana, komu þeir landanum oft í opna skjöldu, eins og t.d. Japanir. Hefði íslenzka lióið átt þess kost að kynna sér lið þeirra ræki- lega, er ég ekki í minnsta vafa um að sigurinn hefði orðið okk- ar. Skoðun minni til stuðnings vil ég aðeins drepa á leik Rússa og Japana. Rússneska „njósna- deildin" vissi sýnilega hvaða vopnum bar að beita á sólarsyn- ina. Þeir létu hávöxnu lang- skytturnar skjóta yfir japönsku vömina, með þeim árangri að 29 sinnum hafnaði knötturinn í japanska markinu, gegn 12 í því rússneska. Rússum tókst hins vegar ekki að sigra íslenzka liðið nema með fjögurra marka mun, í jöfnum leik, þar mættust lið sem þekktust betur. Ég man hvað ég undraðist í fyrstu þann fjölmenna hóp sem fylgdi hverju landsliði, utan því íslenzka. Ég hélt satt að segja að þetta væru gagnslausir menn sem hefðu flotið með stöðu sinnar vegna innan iþróttahreyf- ingarinnar. Við nánari eftir- grennslan kom í liós að hver þeirra hafði sínu hlutverki að gegna, voru ýmist læknar, nudd- arar eða sáu um að mataræðið værj rétt. o. s. frv. Með öðrum orðum, ekkert var látið skorta, sem álitið var að gæti orðið Hð- unum til trausts og halds. ís- lenzka liðið hafð; einungis á að skipa þriggja manna fararstjórn og fyrir þá sem halda að bað sé áhyggjulaus skemmtiferð, er rétt að drepa á að það er ærinn starfi og lítt öfundsverður. En hvers vegna kosta aðrar þjóðir svo miklu til? Einfaldlega vegna þess að gott lið innan vallar byggist að miklu leyti á trausta liði utan vallar. Þetta gera fs- lenzkir handknattleiksmenn og framámenn þeirra sér vel Ijosí sem og önnur þau atriði, sem rakin eru hér að framan. Ég held að handknattleiksmenn okkar verði ekki sakaðir um á- hugaleysi, frekar hitt, að við gerum orðið of miklar kröfur til þeirra. Eins og í pottinn er bú- ið í dag, held ég að naumast sé hægt að krefjast meiri æfinga af þeirra hálfu, né heldur að kippa í liðinn á öðrum sviðum, þar sem á bjátar, nema fjárhag- ur samtaka þeirra vænkist það vel, að þátttaka okkar í alþjóða- mótum sé ekki að miklu leyti fórn þeirra, sem verða þess að- njótandi að verja heiður íslenzks handknattleiks út á við. Nú á tímum er sífellt verið að klifa á þvi hve nauðsynlegt sé að kynna land okkar meira en gert hefur verið. Eftir Frakk- landsferðina er ég sannfærður um að fátt getur kynnt land okkar betur en gott íþróttalið, og hver sem vill fórna fjár- munum til að nýta hinn glæsi- lega handknattleiksefnivið' okk- ar, fær þá endurgoldna. Heimsmeistarakepnnin sýndi okkur fram á það, að viö erum að dragast aftur úr. Ég heyrði sáran áhorfanda segja eftir 6- sieurinn fvrir Japan, að eins og Pólverjar láti sína menn í kola- námurnar eftir lélega frammi- stöðu. þá ættum við að senda okkar lið vestur á Hornstrandir. Sem betur fer eru slík sjónarmið ekkj alls ráðandi, hvorki þar né hér. En við getum ekki látið okkur lvnda að hjakka í sama farinu, við verðum að kosta meiru til og leggia á brattann, en fyrst verður að girða fyrir það að handknattleiksmenn okkar eigi á hættu að missa keppnisréttindi sín vegna einnar skyrtuauglýsingar. —emm.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.