Vísir - 01.04.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 01.04.1970, Blaðsíða 16
Hin heimsfrægu hjónakorn John og Yoko hjúfra sig sarnan, svo að ljósmyndari Vísis nái góöri mynd af þeim — síðan var Yoko farin að vörmu spori út í bæ að kaupa skautbúning. Allir textar við kvik- myndir gerðir hér heima Nýtt fyrirtæki getur sparað 10-12 millj. kr. i gjald- eyri á ári hverju— Kvikmyndahúsin fá betri bjónustu Nýtt fyrirtæki mun með haust- inu taka við allri gerð á textum með kvikmyndum kvikmynda- húsanna í Reykjavík. Til þessa hafa textarnir verið gerðir í Hol- landi, Danmörku, Noregi og enn víðar um lönd, og hefur þessu fylgt aukinn kostnaður fyrir húsin, en segja má, að nú orðið séu alfar erlendar kvikmyndir með íslenzkum textum. Forríðamenn fyrirtækisins Texta hf. skýröu blaöamanni Vísis frá að þeir vonuðust ennfremur til aö fá verkefni frá Bandaríkjunum til að vinna hér, enda gætu þeir boðið lægra verð á vinnu sinni en fyrirtæki bæöi í Evrópu og Ame- ríku. Þeir kváöust og vonást til að geta boðið kvikmyndahúsunum hér heima lægra verð á textasetningu, og einnig betrj vinnu. Eigendur kvikmyndahúsanna eru að vonum ánægðir með þessa nýju þjónustu, ekki sizt aö nú geta þýðendur fylgzt með verkinu, sem ekki hefur áður verið hægt, en er nauösynlegt að hægt sé að gera. Sænsk tæki verða flutt inn í sumar og kemur sérfræöingur með og vinnur með starfsmönnum Texta hf. í Síöumúla 14 til að byrja meö. Tækin kosta 5 milljón- ir króna, en kostnaður kvikmynda húsanng á ári hveriu mun vera 10—12 míiljónir við textasetningu á ca. 250 — 270 myndum, þannig að fyrirtækið kemur til með að spara drjúgan gjaldeyri. —JBP— Miðvikudagur 1. apríl 1970. Námskeið haldin fyrir stjórnendur fyrirtækja RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðiö nð koma á föstu námskeiða- haldi á vegum iðnaðarráðuneyt- isins í stjórnun fyrirtækja, sem verður utan hins almenna skóla- kerfis. Ætlunin með fræöslustarfsem- inni er að leysa úr brýnni þörf og gefa starfandi og veröandi stjórn- endum fyrirtækja kost á að afla r.ér hagnýtrar og fræðilegrar þekk | ingar um stjórnun og fyrirtækja- | rekstur, en viðurkennt er, að á * sviði stjórnunar fyrirtækja sé hér mörgu ábóiavant. Með aðiid íslands að EFTA hef- ur m.a. umræddu máli verið hrund ið í framkvæmd. Iðnaöarráðherra hefur faliö þrem ur mönnum aö veita forstöðu skipu iagsbundnum stjórnunarnámskeið- um. Formaður nefndarinnar er Jakob Gíslason form. Stjórnunar félags Islands en meðstjórnendur Sveinn Bjömsson framkvæmda- stjóri Iðnaðarmálastofnunar ís- lands og Árnj Vilhjálmsson pró- fessor í viðskiptadeild Háskóla Is- lands. Námskeiðið verður skipulagt sem röð sjö sjálfstæðra námskeiöa, er til samans mynda eina heild, 160 kennslustundir, en jafnframt er þó unnt að taka þátt í hverju nám- skeiði út af fyrir sig. Áformað er að námskeiðahaldið hefjist að áliðnu þessu ári. Stefnt er að því að geta haldið einstök námskeið utan Reykjavíkur eftir þörfum. -SB- Landsspítala- söfnunin urðin um 6 niiiij. kr. Landspítalasöfnuninni, sem nem ur nú sex milljónum króna berast enn framlög. Fyrir skömmu af- henti Kvenréttindafélag íslands söfnuninni 40 þúsund krónur, sem var ágóði af sölu blaðsins 19. júní og auk þess framlag nokkurra kvenna. -SB- — sagdi erkibitillinn John Lennon 1 viðtali við Visi i morgun 9 „Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið, þegar mér barst í hendur í fyrradag símskeyti frá John Lennon, þess efnis, að hann kæmi til Reykjavíkur miðvikudagsnótt ina 31. marz, og ég vinsam- legast beðinn um að mæta á Hótel Sögu til viðræðna við hann, um hugsanlega sam- vinnu við gerð söngleiks.“ Það var hinn landskunni gít- arleilcari og lagasmiður Gunn ar Þórðarson í Trúbroti, sem þetta mælti á meðan við bið- um eftir að John léti sjá sig í Grillinu á Sögu um klukk- an tíu í morgun, en þar höfðu þeir Gunnar og hann mælt sér mót. John hafði, að því er okkur var sagt í anddyri hótelsins, farið fyrir um það bil klukku- tíma síðan í stutta gönguferð um nágrennið en var væntan- legur aftur á hverri stundu. Á meðan við biðum fékk ég Gunn- ar til að segja mér frá því, hvernig honum ha-fði tekizt aö stofna til kynna við hinn heims- fræga bítil. „Það byrjaði allt á því, að ég hitti Paul McCartney á skemmti- stað í London er ég var stadd- ur þar í borg við upptöku ásamt Hljómum, sem þá voru og hétu. Það urðu aðeins stuttar viðræð- ur okkar á railli, en þó langar til þess að ég gat skýrt honum í stórum dráttum frá hugmynd minni að söngleik, sem ég gekk — og geng — með i maganum. Ég hélt satt að segja, að þetta samtal mitt við Paul mundj engan ávöxt bera, enda ekkj við því að búast, en það ótrúlega skeði þó, að Tony Bran- well, sérlegur erindreki Apple- fyrirtækis Beatles, kom að máli við mig í fyrra, er hann var hér staddur í boðj Karnabæjar- skemmtunarinnar í Austurbæj- arbíói, og tjáði hann mér, að John Lennon hefði fengið að heyra hugmynd mína að söng- leiknum og hefði hann fullan hug á að setja sig í samband við við uppbyggingu verksins. Síðan þetta skeði er liðið heilt ár og ég var orðinn úrkula vonar um að heyra frá honum, þegar mér barst skeytið frá honum. — Ég hef gert ráðstafanir til að fá Hálogalandsbraggann á leigu um tíma, til að við John getum byrjað að fikra okkur áfram með verkið, en það er hugmynd hans að vinna söngleikin á sviðj frá byrjun og þar er ég honum fylli- lega sammála, því þau vinnu- brögð setja mann strax í miklu sterkara samband við endanlegt form leiksins, Við verðum að sjálfsögðu að prófa margt fólk, bæði innlent og erjent, áður en við getum farið af stað meö æfingar, en þess ætti samt ekki að verða langt að bíða, að þær geti hafizt af fullum krafti, því John er mikill vinnuforkur, og vill láta hlutina ganga hratt fyrir sig, t.d. vill hann að við förum strax eftir hádegi að líta á Hálogalandsbraggann og skipu leggja þær breytingar sem gera þarf á salarkynnum áður en hægt er að fara þar inn með æfingar." Rétt í þessu gekk John í sal- inn ásamt lífverði, sem saman- stóð af þrem prúðbúnum, eldri mönnum, en sjálfur var John í bláum gallabuxum og £ svartri æfingatreyju. Hann gekk rakleitt að borðinu til okkar, er hann hafði komiö auga á Gunnar og settist án formlegrar kynninar — lét eitt stutt ,,Hello“ nægja, og gaf lífvörðum slnum um leiö bendingu um að setjast við næsta borð. „Ég er að koma úr stuttri gönguferð,“ sagði hann og kveikti sér í sígarettu. „Ég fæ mér alltaf morgungöngur þegar ég mögulega get, sérstaklega ef ég er í framandi umhverfi. Þetta er mjög falleg borg sem þið eigið, en mér finnst ákaflega fyndið hvað öll húsin eru lítil. Ég held ég hafi verið að komast niður á melódíu í nýtt lag undir m>—> 10. siöa John og Gunnar skeggræða fyrirhugaða uppfærslu á söngleiknum íjfverðirnir þrír sitja við næsta borð. — Ljósm. Bjarnleifur. „Herra hvíí skyrta og bindi“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.