Vísir - 01.04.1970, Síða 8

Vísir - 01.04.1970, Síða 8
( 00 V í SIR . Miðvikudagur 1. apríl 1970. wmrm ] Utgefandi: Keykjaprent u... f Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóJtsson ) Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ( Fréttastjóri: Jón Birgii Pétursson j Ritstjórnarfulltrúi: Valdimai H. Jótaannesson \l Augiýsingar: Aóalstræti 8. Simai 15610. 11660 og 15099 ji Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Simi 11660 \\ Ritstjórn. Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur) U Áskriftargjald kr. 165.00 ð mðnuðl innanlands jj I lausasölu ki. 10.00 eintakið \\ Prentsmiðja Visis — Edda h.f. // Nýr orlofstími, veturinn Sumarið er ekki hentugasti tíminn til orlofsferða til ) suðrænna landa, því að þá er hitinn þar óþægilega \ mikill og bæði fargjöld og dvalargjöld með hæsta ( móti. Fyrir íslendinga eru vor og haust yfirleitt þægi- í legri tími til baðstrandalífs í löndum eins og Spáni. ( Og um íslenzkan hávetur er hægt að komast í sól og ) sumar, ef farið er enn sunnar. Með vetrarferðum til )i sólarlanda geta menn náð sér í aukasumar til viðbót- \j ar við íslenzka sumarið, sem stundum vill bregðast. V Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum hafa lagt ( fram tillögu um, að ríkisstjórnin hafi forgöngu um ( athugun á „hvernig auðvelda megi almenningi að ) njóta orlofs á vetrum sér til hressingar og hvíldar, ) bæði innanlands við útilíf og í hóporlofsferðum til \ Suðurlanda“, í samráði við Alþýðusambandið, önn- \ ur stéttarfélög, svo og flugfélögin og ferðaskrifstof- u uraar. / í greinargerð benda þeir á, hve erfitt er oft fyrir / menn að fá sér frí að sumarlagi, þegar háannatím- ) inn er í mörgum starfsgreinum. Margir verða bein- \ línis af orlofi vegna anna. Aftur á móti er gjaman \ mun minna um að vera að vetrarlagi, jafnvel brydd- ( ar á atvinnuleysi um háveturinn. Ef sumarfrí væru ( með skiffulegum hætti færð yfir á veturna, mundi það ( bæði auðvelda mörgum að fá frí og vera í betra sam- ) ræmi við atvinnulífið í landinu. Breytingin yrði til j jöfnunar á atvinnu og mundi þannig bæta þjóðar- l haginn. ( Fargjöld og dvalargjöld eru ódýrust á vetuma, ( þegar ferðamannastraumurinn er minnstur. Ef hóp- ( ferðir væru meira skipulagðar á veturna, mundi það ) gera mörgum, sem annars hefðu ekki efni á að fara, j kleift að njóta hvíldar í sólarlöndum. Slíkar ferðir \ mundu einnig hafa góð áhrif á rekstur flugfélaganna ( og ferðaskrifstofanna, bvi að þá mundi starfsemi f þeirra jafnast y/ir árið allt. ) En vetrarfrí henta ekki aðeins til utanlandsferða. \ Hér heima er alltaf að batna aðstaðan til útilífs að \ vetrarlagi. Miðstöðvar fyrir sleða- og skíðaferðir eru ( að rísa upp og jafnframt hefur batnað vemlega að- ( staðan til skautaiðkana. Og menn eru farnir að fara / um landið á vélsleðum að vetrarlagi. ) Flutningsmenn tillögunnar eru ekki að leggja til, j að frí færist almennt yfir á veturna, heldur að þau j dreifist jafnar á árið. Allt bendir til þess, að ekki sé ( síður hægt að njóta orlofs vel að vetrarlagi, hvort ( sem farið er utan í sumar og sól eða stundaðar vetr- ( aríþróttir hér heima. Þess vegna er skynsamlegt að ) reyna að koma á víðtæku samstarfi um að stuðla að j vetrarorlofi. Það er hagkvæmt fyrir þjóðarbúið og j atvinnureksturinn. Og það er hagkvæmt fyrir þá, ( sem hvíldarinnar eiga að njóta, því að hún getur ( bæði orðið betri og ódýrari, ef málið er nógu vel ( skipulagt. / Umsjón: Haukur Helgason Aðalatriðið að h jón séu samrýnd Skoðanakönnun i Bretlandi sýnir, að viðhorf manna hafa breytzt til spurningar- innar: „Hver eru aðalatriði hamingjusams hjónabands?" „Þú reynir með smásmugulegum rökum að spilla hinni nýju hamingju minni“, segir eiginmaðurinn, sem vill yfirgefa konu og böm. ■ Skilningur fólks á hjóna- bandinu er að breytast. Nú svara menn á annan hátt en áður gerðist spumingunni um aðalatriði hamingjusams hjónabands og orsakir sundr- ungar þess. Hvers vegna em sum hjónabönd farsæi og önn ur ekki? Brezk stofnun kann- aði nýlega viðbrögð fólks við þessum spurningum. Allir eru sérfræðingar um hjónabönd. 1 skoðanakönnun- inni fannst varla sú stúlka, hversu ung sem hún var, sem ekki hafði velt því fyrir sér, hvað væri aöalatriðið í góðu hjónabandi. Nokkrir ungir pilt- ar voru að vísu fremur fáfróðir um málið og höfðu haft ööru að sinna. Langflestir gáfu þó skýr og greið svör. Aherzlan áður á mismuninn Áður fyrr lögöu þeir, sem skrifuðu um hjónabandið, mesta áherzlu á verkaskiptingu hjón anna og mismuninn í eöli þeirra. Karlmaðurinn var sá sem aflaöi teknanna og varöi sitt heimili. Konan var húsmóðir og móðir. Karlmaðurinn harður, konan veik. Þá óttuðust karlmenn mest að konan reyndist illa í starii sínu sem kokkur og uppalandi barna. Konan óttaðist að maöur inn svikist um í starfi sínu við öflun fjár til búshaldsins og færi illa með fé. „Hjónin tali saman“ Sérfræðingar finna, að þetta hefur breytzt. Nú leggja menn minna upp úr starfskiptingunni og mismun hjónanna. Mesta á- herzlu leggja þeir á, að hjónin séu samrýnd, geri hluti saman, fari út saman og umfram allt tali við hvort annað um vanda- málin. Örslit skoöanakönnunarinnar, sem hér eru birt sýna, hvað fólki á öllum aldri, giftu og ógiftu, finnst vera undirstaða hamingjusams hjónabands og hvað versti óvinur þess. Ástin sjálf er tiltölulega neðarlega á listanum um undirstöður ham- ingjusams hjónabands. Efst er félagslyndið, skilningurinn, til- litssemin, umræður um hlutina. Fjórðungur telur tryggðarofið verst Skortur á þessum eiginleikum eru einnig fyrst nefndur, þegar menn svara, hvað helzt eyði- leggi hamingjusamt hjónaband. Þar kemur þó „framhjáhaldið" I þriðjasæti (að meðtalinni af- brýðiseminni). Fjórðungur fólks telur, að tryggðarof í ástum sé aðalmeinið. Fimm af hverjum eitt hundrað giftum körlum og konum viður kenndu að hafa einhvem tfma drýgt hór. Flestum þótti það mið ur. Sérfræðingar komust að þvi að þeir voru f jöllyndastir í ástar málum eftir hjónabandið, sem höfðu verið það áður en þeir gift ust. Athygli vakti, að verulegur hluti þeirra, sem viðurkenndu „framhjáhald“, átti mörg böm i hjónabandinu. 17% vita ekld um tekjur eiginmanns Þá kom þaö fram, að 17% af konum, sem fengu sérstaka heimilispeninga hjá eiginmannin um, vissu ekki, hvað eiginmaður inn hafði miklar tekjur. Svörin lögöu flest áherziu á félagsskapinn. Tæpur þriðjung- ur taldi það fyrst,- að hjónin væru samrýnd og svipaður fjöldi nefndi tillitssemi og annar ámóta hópur nefndi gagnkvæm an skilning hjónanna. Fimmtung ur nefndi gagnkvæmt traust og trúnað og svo kom ástin í 5. sæti í röðinni, en aOeins 19% vildi telja að ást milli hjóna væri aðalgrundvöllur farsæls hjónabands. önnur atriöi voru mifclu neðar á listanum. „Fara ekki út saman“ Þriðjungur fólks taldi aö það væri helzti bölvaldur hjóna- bandsins, að hjónin væru ósam rýnd, til dæmis færu þau ekki „út saman". Sjálfselska, eigin- gimi og umburðarleysi var í öðru sæti meðal bölvaldanna og tryggðarof í ástum I þvi þriðja. 1 fjórða sæti nefndu menn pen- ingamálin, eyðslusemi og rifrildi um fjármál. Margir töldu það illt, ef konan jmni úti. Ekki aðalatriðið, hvort þau elskast Neðarlega á þessum lista kem ur ástleysi milli hjóna og vanda mál 1 ástarlífinu, önnur en fram hjáhald. Að mati fólks er það ekki I sjálfu sér versti bölvaldur hjónabandsins, að hjónin elskist ekki. Niðurstöður könnunarinnar voru sem hér segir: Hvað teljið þér vera aðalatriðið f hamingjusömu hjónabandi? Samtals. Karlar. Konur. % % % Hjón séu samrýnd, geri hluti saman 29 27 30 Tillitssemi 28 24 31 Skilningur, tala um hlutina 28 26 30 Traust, samhjálp, engin leyndarmái 20 21 19 Ást 19 20 18 Böm 14 17 11 Sameiginleg áhugamál 13 13 14 Samrýnd kynferðislega 13 13 14 Fjárhagsiegt öryggi 5 7 4 Ánægjulegt heimilislif 5 7 3 Gott skap, kímnigáfa 4 3 4 Eigin heimili 1 1 0 (Summan er meira en 100%, þar sem gefa mátti fleira en eitt svar) Hvaö er það, sem helzt eyðileggur hjónabönd? i Samtals. Karlar. Konur. % % % Vanræksla. ósamrýnd hjón, makinn fer einn „ ,út“ 30 26 33 Eigingirni, skortur á þolinmæði 25 25 25 „Framhjáhald“, afbrýðisemi Fátækt, eyðsiusemi, deilur um fjármál, konan 25 29 22 vinnur úti 17 15 19 Ekki sameiginleg áhugamál skiptar skoöanir 12 13 12 Skapofsi, rifrildi Ekki kynteröislega samrýnd, hræðsla 10 11 9 við bameignir, bamleysi 10 11 9 Ástleysi 7 7 8 Drykkjuskapur 7 7 7 Vantraust, ósannsögli 6 6 7 Tengdafólk, skortur á eigin húsnæði 4 5 4 Veit ekki 2 2 1 (Sumrnan er meira en 100%, þar sem gefa mátti fleira en eitt sva

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.