Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 5
V t S I R . Fimmtudagur 6. ágúst 1970. mmmm □ Skrýtið flugvélahvarf?! Mjög skrifa menn, aö vonum, og ræöa sín á milli um hið dul arfulla hvanf rússnesku risa- flugvélarkHiar, er hvarf skömmu eftir að hún yfirgaf Kefiavíkurflugvöll. Leitað hefir veriö af fjölda aðila og enn þá eru allir jafnnær. Merkilegt viö þetta hvarf er, hvernig þvi er tekið af eigendunum. Fyrst heyr ist firá rússneskum ráðamannj (ambassador?) í Perú, að þetta ssé vitleysa. -engin flugvél hafi farizt. Rússar halda um stund að sér höndum og segja fátt, en svo allt í einu' taka þeir upp ákafa leit með mörgum flugvél' um en „mirabile dictu“ hafa engin samráð sé samvinnu við hina leitaraðila. Hvað býr und- ir? Ætli Rússinn í Perú hafi ekki rétt fyrirsér flugvélin hafi alls ekki farizt heldur snúið viö heim, þegar hún var komin vel út úr íslenzku radarsjánni. En til hvers? Von er að spurt sé. Til þess að veita ráðstjórninni átyllu til þess aö senda fjöida flugvéla vestur á bóginn til leit ar án þess að hafa samvinnu váð hina leitaraðilana, til þess að Ijósmynda svæðið milli ís- lands og Kanada (og ef til viil Suður-Grænland) svo ekki sé minnzt á bækistöðvar hersins á Keflavíkurflugvelli. Nú er kominn sovézkur togari með brak út títtnefndri fluvél. Enginn hefir litið á það nema Sovétmenn sjálfir og hafa ljúf- lega fengið leyfi til þess að flytja það til Moskvu án þess íslenzkum yfirvöldum eða harð stjórninni í Keflavík (fyrirgefðu í bækistöðinni) gefist nokkurt taekifæri til þess að líta á það. Þetta kalla ég nú undirlægju- hátt. Anti-kommi □ Um sjónvarpið Mig Iangar til að kvarta utid an skipulagningu laugardagsdag skrár sjónvarpsins. Það þarf víst ekki að benda sjónvarps- mönnum á hversu ósmekklegt það var að setja skemmtiþátt beint á eftir myndinni frá út- förinni. Þetta hefði vel mátt brúa með tónlist og t. d. stilli rayndum af forsætisráðherra- hjónunum. Nóg um það: Nýi þulurinn sem fékk það erfiða verkefni að kynna myndina, hefði mátt muna betur að hann var að lýsa útför, en ekki kónga giftingu. Að auki hefur hann framsöga sem er alls óskiljan- leg og verður hann að vanda sig betur eða hreinlega læra íslenzka framsögn ef sjónvarps hiustendur eiga að geta skilið hapn í framtíðinni. Og svo að lokum ábending til sjónvarps- ins: (því miður verður að benda þeim á skemmtilegt sjónvarps- fólk, þeir virðast alls ekki hafa augun opin fyrir því) — Hvers vegna í ósköpunum er Jökull Jakobsson ekki látinn sjá um sjónvarpsþátt? Ég mæli með að sjónvarþsmenn hlusti á þætti hans í útvarpinu og séu þeir ekki algerlega skyni skroppnir, hljóta þeir að heyra að hér ec á ferðinni fyrsta flokks sjón- varpsmaður. Hann á gott með að spjalla við fólk, er lifandi og fyndinn, velur smekklegt og skemmtilegt efni og ótrúlega fjölbreytt. Vona að sjónvarps- menn ráði hann. sem fyrst. Kveója. SjónvarpSkona. ' □ Fljótandi tíeyringar S. G. skrifar m. a. þetta um hina nýju myntsláttu: „Léttir eru þeir tíeyringarnir okkar — eins og vera ber, enda al- gjört hrat hvað varðar allt verð gildi. Ég trúði því ekki almenni- lega um daginn, þegar einn vin ur minn sagði mér að þeir gætu ekki sokkiö. Ég reyndi, og viti menn, þeir fljóta, enda víst bún ir til úr áli. Svona eiga pen- ingar að vera, missj maðuc þá í vatn þá má þó alltént fiska þá upp á ný. En gamanlaust, til hvers er verið að púkka upp á þessa tíeyringa? Spánverjar hafa mynt, sem heitir peseti, verð- gildi peseta er 1.22 ísl. krónur, en samt er allt vecðlag eða þvi sem næst miðað við heila pes- eta. Ég held það væri ráð að hætta við þetta aurafargan og láta hlutina standa á heilli krónu“. ( Svar: Við reyndum tíeyring- ana sjálfir. Og sjá, þeir flutu, árangurinn sést á myndinni. Alveg værum við með því að sleppa aurunum. HRINGIÐ I SÍMA1-16-60 i KL13-15 COOKY GRENNIR AlfGmég hvili •jfc.JJ” með gleraugum frá iWllF 9(1 Cími 1 AtZCíl « Ausfurstræti 20. Sími 14566. Cooky-úSun í kökuformin og á pönnuna. Cooky kemur i veg fyrir aS kakan fesiist í forminu e5a maturinn á pönnunni. Hreini jurtaefni COOKY i hvert eldhús. Hreinni eldhús. Auðveldar uppþvott. — COOKY fyrir þá, sem forðast fitu. hefur lykilinn að betri afkomu fyrirtœkisins. .,. . . . . og við munuin aðstoða þig við að opna dyrnar að ouknum viðskiptum. 1 ÍSUi AuglýsingadeiM Símar: 11660, 15610,15099. Sumarbústaður við vatn óskast til leigu í nokkrar vikur. sendist blaöinu merkt „158“. — Tilboð Dömur athugið! Hárgreiðslustofan Hótel Sögu auglýsir: Eigendaskipti hafa orðið á stofunni. Reynið ný viðskipti. — Opið til kl. 10 á föstudögum. — Hárgreiðslustofan Hótel Sögu. — Margrét Árnadóttir og Gunnlaug Jóhannes dóttir. Utboð — málun Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar Lág- múla 9, Reykjavíks • óskar eftir tilboðum í málun fjölbýlishúsanna Þórufell 2—20 Yrsufell 1—3 og Yrsufell 5—15 Reykjavík. — í húsum þessum eru 180 íbúðir og er ósk- að eftir tilboðum í málun þeirra bæði að utan og innan og skal vinna verkið á tímabilinu 20. ágúst 1970 til 1. júlí 1971. Útboðsgögn erú afhent á skrifstofu vorri Lág- múla 9, gegn 2.000.— kr. skilatryggingu. — Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri mánudaginn 17. ágúst n. k. kl. 16. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar. Stýrimann vantar á 36 tonna bát frá Reykjavík.. Upplýsingar í síma 34349 og 30505. »/í__ FERÐAFÓLK! Bjóðum yður 1. fl. gistingu og greiðasölu •: í vistlegum húsakynnum á ■: sanngjörnu verði. HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI 98-12600 cTVlALLORKA _ CPARADÍS W? c?í föRÐ ív. Land hins eilifa sumars. 'Parádís þeim, sem leita hvíldar dg skemmtunar. Mikil náttúrufegurð, ótakmörkuð sól .. vj- og hvítar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar. italiu og Frakklands. Eigin skrifstófa Sunnu i Palma. með fslenzku starfsfólki. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆTI• 7, SlMAR: 16400 12070 i'i ( ' n V'!: i t j i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.