Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 8
3 V I S I R . Fimmtudaginn 6. ágúst 1970. Otgefanls- Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson IJitstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjór.i: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands I taúsasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda ht. ~ «■■■■■ i ..... iiimi—ii m—i—■—i— Mesta verðbólgan ísland átti Evrópumet í verðbólgu síðastliðið ár. Sam- kvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nam verð- bólgan hér á landi tólf af hundraði á árinu. í Evrópu kom Noregur næst á eftir með tíu prósent verð- bólgu. Verðbólgan á íslandi er í meginatriðum afleiðing gengisfellingarinnar haustið 1968. Við lækkun gengis krónunnar var þá einungis verið að viðurkenna stað- reynd, sem ekki varð umflúin. Þjóðin lifði um efni fram miðað við þau áföll, sem efnahagur hennar beið við verðlækkanir á útfluttum vörum og fiskleysi. Þess vegna var alls ekki unnt að halda gengi krón- unnar eins háu og það hafði verið áður. Gengislækkunin færði íslenzku þjóðarbúi mikinn ávinning. Allir vita, að með henni var lagður grund- völlur að bættum hag. Sá endurbati hefur síðan kom- ið skýrt fram í gjaldeyriseign og kjarabótunum í vor. Þessi endurbati hefði aldrei náðst án gengisfellingar- innar. Það þurfti að fórna miklu um sinn til að upp- skera n'kulega síðar. Með gengislækkuninni fylgdu miklar verðhækkan- ir á innfluttum vörum. Hver fjölskylda í landinu þekkir þá sögu, og talan tólf prósent' kemur engum á óvart. Hins vegar er fráleitt að áfellast ríkisstjórnina fyrir hina miklu verðbólgu. Verðbólgan var fylgi- kvilli jákvæðra aðgerða. ísland er vissulega ofarlega á blaði um verðbólgu síðasta ár. Óvíða í heiminum hefur slík verðbólga orðið. Að vísu þekkja lönd eins og Suður-Víetnam, sem er í styrjöld, miklu meiri verðbólgu. Enn fremur hin „klassísku“ verðbólguríki í Suður-Ameríku, Chile, Brasilía og Uruguay. Þessi Suður-Ameríkuríki eiga við látlausa efnahagserfiðleika að stríða. Þar verða oft margar gengisfellingar á fáum mánuðum. Með þessum samanburði sést hins vegar eins greinilega og verða má, hversu mikil áföll íslenzka þjóðarbúsins voru. Við höfum áður þekkt mikla verð- bólgu, en á síðasta ári var orsök hennar ekki kaup- skrúfa eða ágóðamyndun með uppsprengdu verðlagi. Orsökin var rýrari hagur þjóðarinnar í heild vegna aflaleysis og verðfalls á heimsmarkaði. Það hefur verið viðurkennt í vor, að þjóðarbúið hefur rétt úr kútnum. Gjaldeyriseignin nálgast það, sem mest var í „góðærinu". Launþegar hafa fengið verulegar kauphækkanir. Þessar kauphækkanir hafa fengizt vegna bætts hags þjóðarbúsins út á við, á sama hátt og kjararýrnunin eftir haustið 1968 varð vegna rýrari hags þess út á við. En þessar tölur eru viðvörun. Nú veltur á, að eyða ekki því, sem unnizt hefur. Við megum ekki gera hærri kröfur um lífskjör en atvinnuvegir og þjóðarbú fá risið undir. Slíkt leiðir til verðbólgu. Sé fyllsta hófs hing vegar gætt, eiga allir þegnar að geta notið góðs af endurbatanum. Við megum ekki una því, að ís- land verði áfram efst á blaði um verðbólguþróun. Því meti ættum við að hafna. ( l ( ( ) ) ) ) ) ) v i „Ríkissósíalisminn44 í Burma í vanda staddur Burmamenn kalla sig gjarna „sósíalista". — Þannig er Burmamaður- inn U Thant, fram- kvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, „sósíal- isti“. Ne Win forsætis- ráðherra er sósíalisti og kallar stjóm sína „ríkis- sósíalisma“, en sumir kalla hana fasisma. Nú hefur gamall leiðtogi Burma, sósíalistinn U Nu, sagt ríkisstjóminni stríð á hendur. Hann hyggst sameinahinamis litu flokka skæruliða, sem berjast gegn'ríkis- sósíalisma Ne Wins. Talinn hafa heila- skemmdir U Nu er guðrækinn meinlæta maðu og hefur alltaf verið tal- inn „friðarsinni". Hann komst með brögðum úr eins konar stofufangeisi Burmastjórnar í fyrra. Fékk hann yfirliðaköst, hvert af öðru, og pótti líklegt að hann þjáðist af heilaskemmd- um. U Nu fór til Thailands, og bólar lítið á heilaskemmdum hans upp frá því. Hann býr í auðmannahverfi f Bangkok inn an um Ameríkumenn. Paðan hef ur hann nú sent stríðsvfirlýs- ingu sina. U Nu var forsætisráðherra Burma frá 1948 til 1962. Eftir maður hans herforinginn Ne Win hefur síðan komið á ein- ræði. Jafnframt hefur Ne Win framfylgt kenningum sfnum f efnahagsmálum. Verzlunin var þjóðnýtt. Pessi þjóðnýting hefur ekki borið arð. Otflutningur hrís grjóna hefur minnkað síðan 1962 úr 1,8 milljónum tonna f hálfa milljón tonna á ári. Verð bólga hefur skert kjör verka- manna f höfuðborginni Ran- goon. Launum þeirra hefur ver ið haldið niðri, en verð hækk-. að. Vöruskortur er mikill. Segja fátt um Indókína Engin veruleg breyting hefur orðið á utanríkisstefnu Burma eftir valdatöku Ne Wins. Enn sem fyrr fylgir landið hlutleys- isstefnu í deilum stórvelda. Þeir segja sem minnst um stríð ið í Indókína, sem þó er aðeins steinsnar frá bæjardyrunum. Þessa stefnu telja ráðandi menn f Rangoon sem áður affarasæl- asta fyrir hið vanmegnuga rfki sitt. Hins vegar kann Burma áður en varir að verða vettvang ur mikilvægarj átaka en þeirra, sem hrjáð hafa landið um ára- tugaskeið. í Burma er slíkur urmull upp reisnarflokka, að varla verður tölu á komið. Kínverjar styðja uppreisnarmenn Shana og Kachína f norðurhéruðunum og hyggjast nota þá sem stökkpall til suðurhlutans. Þar eru bæki stöövar Naw Sengs hershöfð- ingja, sem lærður er á skóla f Peking. Karenar hafa gert upp- reisn í austurhéruöunum og reyndar hafa þeir aldrei setið á friðarstóli f lýðveldinu Burma. Ne Win forsætisráðherra her foringja. IIBIIIBlllEE m ii iiiiBaiaBiiB Umsjón: Haukur Helgason U Nu — gamall friðarsinni birtir stríðsyfirlýsingu. Hinn óháði her Karena er öflug ur, og stjómarherinn hefur ekki getaö bugað hann í áratuga stríði. „Vinn jafnvel með djöflinum“ Þegar gamli leiötoginn U Nu boðaði „frelsisher" í Burma til að. steypa ríkistjórn Ne Wins, sagðist hann mundu „vinna jafnvel með djöflinum sjálfum" til þess. Karenar og Monar hafa síðan mvndað sameinaða fylk- ingu gegn stjórnarhernum og segjast hlýða boöi U Nus. Mik- ill fjöldi uppreisnarflokkanna berst fyrir aðskílnaði við lýð- veldið, en U Nu vill halda því sameinuðu. Honum mun þvf reynast óhægt um vik að gerast sameiningartákn hinna sundur- leitu hópa. Hins vegar munu margir fylgia honum að málum, sem telja stjórn herforingja i Rangoon hafa unnið sér til ó- helgi. 'Jafnframt leitar U Nu stuðn ings erlendis. Hann hefur í því skyni rætt við ráðherra f Thai- landi. Hann vantar fé. Hermenn yfirstétt Sjálfur átti U Nu á stjómar- ámm sínum f höggi við ógrynni skæruliða, meðal annars Kar- ena, sem nú segjast fylgja hon- um. Á átta ára valdaskeiði her- foringja hafa hermenn verið yf- irstétt í Burma. Þetta hefur ver ið hagnýt aðferð til að halda þeim hollum stjóminni. Það er ósýnt, hversu öflugur Ne Win er, þegar á hólminn kemur. U Nu fylgir þingræði og lýðræði, enda var í hans tíð kosið til þings og margir stjórnmáláflokk ar um hituna. Það er hins vegar óvíst, að hermenn séu áhuga- samir um þingræöi, og eins og oft gerist, em margir þeirrar skoðunar, að lýðræðið mundi leiða til öngþveitis. Ne Win fjöl yrti einnig um stjómmálaspill- ingu og öngþveiti, er hann tók völdin árið 1962. Herinn mun, ráða úrslitum í baráttunni nú. ■ Rök einræðis Þannig byggist stjóm herfor- ingja á sðmu rakum og hvar- vetna annars staðar, hvort sem • er í Indónesíu eða Grikklandi,; Brasilíu eöa Spáni. Rökin fyrir einræði em iafnan þau, að lýð- ræðið mundi leiða til öngþveit- ' is. Vissulega var mikill glund- | roði f Burma á áram þingræðis- * ins. en sá glundroði er sízt minn; nú. „Ríkissósfalisminn" f Burma er ekki kommúnismi. Hann er burmanskt fvrirbæri eingöngu. Hann byggist hins vegar eins og kommúnisminn á einræði rg römmu ríkisvaldi. Gamli meinlætamaðurinn U • Nu hyggst nú sameina alla þá, sem andvígir eru þessu kerfi. Enginn getur fullyrt, til hvers stríðsyfirlýsing hans mun leiöa. U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. — Burmamenn kalla sig gjarnan sósíalista.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.