Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 3
VÍSIR . Föstudagur 9. október 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND ,S0LZHENITS YN HARDARI AF SÉR CN PASTCRNAK" Umsjón: Haukur Helgason. — segja vinir Nóbelsskáldsins — ekki eins auðvelt að þvinga hann til að hafna verðlaununum „Dagur í ævi Alexander Solzhenitsyns“. — Hinn bannfærði rússneski rit- höfundur, er í gær fékk bókmenntaverðlaun Nób- els, kaus að halda daginn hátíðlegan með því að varpa sér með auknum krafti út í vinnuna við næstu bók sína, „Ágúst“. Verkið fjallar um tímabil- ið rétt fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldar. Vitaö er, að ákvöröun sænsku akademíunnar að veita hinum 51s árs Solzhenitsyn Nóbelsverðlaun mun valda miklum styrr með bók stafstrúarmanna í Sovétrfkjunum. Það sama varð uppi á teningnum, þegar hinri bannfærði Pastemak fékk verðlaunin á sínum fcíma. Sol- zhenitsvn hefur verið umdeildur í heimalandi sínu, síðan bók hans „Dagur í ævi Ivan Denisovitsj" kom út með leyfi Krustjevs. Meðal bókmenntamanna í Sovét ríkjunum og utan er Sölzhenitsyn óumdeildur sem sá rithöfundur, er (flMWBmMmpijafc wm Ævilangt fangelsi fyrir að myrða frú McKay Tveir bræður hafa nú hlotið | ævilangt fangelsi fyrir morðiö á frú McKay, eiginkonu brezks blaðstjóra, sem mikið var í frétt I um á sinum tíma. Morðiö var ! £ framið af misgáningi. Héldu | morðingjamir, að þeir hefðu j numiö brott eiginkonu blaða-' kóngsins Rupert Murdochs, en I höföu í misgripum tekið konu samstarfsmanns hans Alick Mc Kays. Lík konunnar fannst aldrei. Reiknað er með, að bræðumii muni ekki sitja í fangelsi lengur en 9—10 ár, ef þeír hegða sér veL Þeir hafa verið mjög iðr- unarfullir við réttarhöldin. varðveitt hefur hefðbundna skáld- sagnagerð. Solzhenitsyn var glaður, er hann fékk tilkynningu um, að hann hefði fengið Nóbelsverðlaun. I fyrstu vildi hann ekki trúa, að þetta væri satt. Þegar honum varð það ljóst, segja vinir hans, aö hann hafi tek- ið til óspilltra málanna við næstu bók sína. Verðlaunaveitingin var þó háfcíðleg haldin á rússneska vísu fram eftir kvöldi í húsi því, er rit- höfundurinn býr í með vinum sín um. Það er hinn heimsfrægi tón- snillingur Rostropovitsj, sem á hús- ið. Hann flýtti sér til Moskvu, þeg- ar honurr. bámst tíðindin. Eiginkona Solzhenitsyns Natalía tók þátt í gleðinni í vinahópi. Hún sagðist vona, að henni gæfist tæki- færi til að fara með manni sínum til Stokkhólms til að veita verð- laununum viðtöku. Nóbeisskáldið sjálft drakk aðeins eitt vínglas, og vinir hans skáluðu við hann og óskuöu honum heil'la með þá viður- kenningu, sem þeir höfðu lengi ósk að honum. „Hann hefur búizt við verðlaun unum i þrjú ár, og hann vissi, að hann mundi að lokum hljóta þau“, er haft eftir einum vina skáldsins. „Við bjuggumst öll við þessu, og það hetfðu orðið okkur vonbrigði, ef hann hefði ekki fengið þau. — Solzhenitsyn. Þebta er ekki aðeins heiður fyrir Alexander Solzhenitsyn. Þetta er viðurkenning hinis bezta og dýpsta í rússneskri bókmenntahefð. Við urkenning á heiðarleika og mann- úð. — Með þessum verðlaunum hef ur sænska akademían ekki aðeins heiðrað Solzhenitsyn, heldur þann skáldskap, er yfirvöld Sovétríkj- anna hafa fordæmt. Heiðurinn er einnig skáldum eins og Madekstam Ana Akhmatova, Mikhail Bilgakov og fjölmargra annarra s'Mkra. sem yifirvöld líba óhýru auga“. Þetta sagði vinur Solzhenitsyns. Boris Pasternak hafnaði Nóbels- verðlaunum árið 1958 eftir að yfir völd í Sovétrfkjunum höfðu beitt hann þvingunum. Vinir Solzhenits yns sögja, að hann sé harðari í horn að taka en Pastemak var, og ekki verði auðvelt að þvinga hann ti'l að hafna verðlaununum. MflK _____________________.. _________ .„. ..__________________________.. Rússneska skáldið Boris Pastemak var árið 1958 þvingað til að hafna Nóbelsverðiaunum sænsku akademíunnar. Myndin sýnir Pastemak heitinn með ástkonu sinni Olgu Ivinskayu og dóttur hennar, Irinu. Anna Murdoch. Muriel McKay. Hjóna- skilnaður væntan- lega leyfð- ur á Italíu Alda langri baráttu fyrir því, að hjónaskilnaður verði leyfður á Ítalíu, virtist vera að ljúka í gærkvöldi, þegar öldungadeild ítalska þingsins samþykkti mik- ilvæg atriði i hinu umdeilda frumvarpi. Fortuna þingmaður sósíalista, sem verið hefur aðalhvatamaður breytinganna, sagði eftir fundinn. að möguleikar væru miklir á að :! þingið samþykkti frumvarpið í dag. Málamiðlun hafði náðst mi'Mi stuðningsmanna og andstæðinga frumvarpsins. Öldungadeildin sam- þykkti síðan með handauppréttingu þann lið þess, sem fjallar um ýmsar lögmætar ástæður til þess að fólk sæki um skilnað. Verður sex eða 7 ára skilnaður að borði og sæng nauðsynlegur, áður en lögskilnað- ur er leyfður. Minni ólga var í öldungadeildinni í gær en áður hafur verið í um- ræðum um þetta mikla hitamál. — Stóðu umræður degi skemur en bú izt hafði verið við. Bók de Gaulle slær öll met 175 þúsund einstök seldust af síðasta bindi endurminninga de Gaulles hershöfðingja á tveimur dögum eftir að bókin kom út. Þetta er met í sölu bókar f Frakklandi. Sala bókarinnar byrjaði á mið vikudag, og höfðu selzt 125 þús- und eintök, áður en verzlunum var lokað þá um kvöldiö. De Gaulle fjallar þar um fyrstu ár sín sem forseti fimmta lýðveld- isins. frá 1958—1962. Fimmtíu þúsund eintök gengu út til viðbótar í gær. Útgefendur héldu útgáfudeg- inum leyndum, þar til hún kom á markaðinn á miðvikudags- morgun. Meðal efnis má nefna valdatöku hershöfðingjans í maí 1958, og atburðina er Alsír varð sjálfstætt riki. Einnig segir frá fundum de Gaufle og þeirra Eis- enhowers og Kennedys og Har- old MacMillan forsætisráðherra Breta og Nikita Krustjev. De Gaúlle ritaði verk þetta á sveitasetri sínu í Colombey-Les Deux-Églises í Austur-Frakk- landi, en þar hefur hann búið, síðan hann sagði af sér forseta- embætti í apríl í fvrra. Iðnaðarhúsnæði Óskum eftir ca 100 ferm. húsnæði undir tré- smíði. — Uppl. í símum 84293 — 10014 og 84710. Óska eftir að kaupa sjoppu eða söluturn. — Tilboð er greini verö, kjör og stað óskast sent blaðinu fyrir þriðjudagskvöld merkt „Sjoppa—65“. / RAFKERFIÐ Segulrofar, bendixar, kúplingar, hjálparspólur o.fl. í BOSCH BNG. Startara, startanker 1,8—12 v í Mercedes D. Straumlokar (cutout) í Benz'— Taunus —Opel, 12 og 24 v. Dínamó og startarakol. Raf, Skúlatúni 4. — Sími 23621.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.