Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 13
V í SIR . Föstudagur 9. október 1970. „Hin erfiðu ár konunnar" goðsögn ein — segja v'isindamenn, sem hafa rannsakað 1500 konur á ýmsum aldri „Tjað hefur veriö viðurkennd staðreynd, að breytingar- aldurinn sé mjög erfitt tímabil fyrir konuna, og ekki sízt fyrir iimhverfi hennar, en það er það ekki lengur“, segir í frétt í danska blaðinu Politiken. Fréttin fjallar um rannsókn, sem hefur farið fram í Sviþjóð í þessu sambandi á stórum hópi kvenna, og niður stöðurnar hafa vakið mikla bthygli. Ein niðurstaðnanna er þessi: „AUt tal um „hin erfiðu ár kon- unnar“ er hreinustu hindur- vitni." í rannsóknarskýrslunni stend ur m. a. „Erfiðleikar konunnar á breytingaraldrinum er goð- sögn. Goðsögn, sem buglýsinga- herferöir lyfjaframleiðenda hafa m. a. rennt stoðum undir. Þess- ar auglýsingaherferðir hafa oft beinzt að „konunni á breytingar aldrinum“ og vbndamálum hennar, hitaköstin, höfuðverk, mislyndi o. s. frv. 1 skýrslunni segir ennfremur að nefnd einkenni hafi komið fram á öllum hópum þeirra kvenna, sem tóku þátt í „rann- sókninni. Og konur á breyting- araldrinum" hafi aðeins verið í einum þessarfa hópa. Vísindamennimir í Gauta- borg rannsökuðu 1500 konur í þrem aldursflokkum. í fyrsta flokknum voru 38 ára gamlar konur, sem hafa reglulegar tíð- ir, í öðrum flokknum konur á aldrinum 46 — 50 árh, sem höfðu hætt að hafa á klæðum fyrir a. m. k. hálfu ári og í þriðja flokknum konur á aldrinum 54—60 ára. Það fannst aðeins eitt ein- kenni, sem beinlínis var hæg: að tengja breytingbraldrinum — sem lýsir sér i þvi, að blóö- ið stfgur til höfuösins. Þetta leyndardómsfulla fyrirbrigðL, sem orsakar hitaköst, roða og svitaköst. Það kom i ljós, a* þrjár af fjórum konum í bre> , ingar'aldursflokknum þekktu tý þessa einkennis en aðeins þriðja hver kona á aldrinum 54—60 ára og sjötta hver kona á 38 ára aldursflokknum. En þetta fyrirbrigði finnst hjá konum á öllum aldri, einnig unglingsstúlkum. Að öðru leyti kom það í Ijós, að hinir venjulegu erfiðleikar „breytingaraldursins" skiptust jafnt niður á alla aldursflokk- ana, sem voru rannsakaöir. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstööu að 15% kvenna fundu fyrir miklum hjartslætti, 20% var kalt á höndunum, 30% þekktu til tíma bundinna svimakasta, 40% höfðu höfuðverk með reglulegu miliibili og 40—45% þekktu til liða- og bakverkja. En þessh sögu höfðu 38 ára gömlu kon- umar að segja ekki síöur en þær, sem voru sextugar og svo hinar í „breytingaraldursflokkn /~|g þannig halda vísindbmenn ^ imir því frarp, að þeir hafi sannað, að „hin erfiðu ár“ kon- unnar séu goðsögn ein. Hins vegar neita þeir því ekki aö breytingaraldurinn hafi mikla breytingu í för með sér fyrir líffærastarfsemi konunnar .Viss varnarkerfi líkamans gegn hjarta- og blóðsjúkdómum hverfa eða það dregur úr þeim. Hjá sumum konum verður vart úrkölkuniar á beinum. Annað vandamál er það, aö slímhimnur þorna t.d. í munni, en einnig í skeiðinni. Á breyt- ingaraldrinum finnast flest til- felli krabba í móöurlífi. Vísindamennirnir halcfa því þó fram, að þessar breytingar séu annars eðlis. Þær hafi eng in tengsl við goðsögnina um „hin erfiðu ár“ konunnar. Og einmitt þessar breytingar verö'a viðfangsefni vísindamannanna í Gautaborg næsta ár. Stöðugt eftirlit er haft með konunum 1500, sem tekið hafa þátt i ifennsókninni. A að rann saka þær fjöröa hvert ár fram vegis. einmitt t.il þess að vísinda mennirnir geti athugað hvemig aldursbreytingin starfar. Banna þvottaefni sem hafa mengunarhættu í för með sér Tpranska stjórnin setti meng- un'arlöggjög í siðustu viku, þar sem m.a. er lagt bann við bví að menga franskar ár. — Fyrsta löggjöfin veitir stjórn- inni heimild til að banna notk- un vissra efn'a, sem hafa hættu á mengun i för með sér. Annað atriði löggjafarinnar nefmr sérstaklega þvotta- og hreinsiefni. Framvegis veröur í FrakkPandi að láta þau berast í vötn og ár nema því aðeins að bakteríur geti broti'ð 80% þeirra niður. Verzlun með gerviþvotta- og hreinsiefni, sem ekki uppfylla þessi skilyrði er bönnuð og verö ur stöðvuð um leið og hún upp- götvast. Iönaöurinn fær ársfrest til áð endurskipuleggja fram- leiðslu sína á öörum efnafræði- legúm hjálparefnum, sem hafa gmenjjunarhættu í för með sér. Fjölskyidan qg t\eimilitf Þvottaefni hafa verið í sviðsljósinu í Frakkiandi. Þau verða framvegis að vera þannig úr garði gerð, að bakteríur geti brotið 80% þeirra niður. Zograffi kom kflukkan fimm og) það voru tveir menn með honum j auk Jensens og Craig. Hann stanz aði eins og venjulega á miðju gólfi í anddyrinu. Tæknifræðing : arair sem sátu i hægindastólun-; um, spruttu á fætur. Craig gekk fram og kynnti þá hvern af öðr- um. Elie gat þó ekki heyrt hvað | sagt var, þar sem hann sat í krók sínum. En þaö var ekki annað að sjá en þeir skiptust á hæverskuorðum. Þegar Zograffi sneri sér eilítið ; til hliðar og Jensen fór að ná í lykilinn, horfðust þeir andartak í augu, hann og Elie og Zograffi hleypti brúnum öldungis eins og daginn áður, virtist allt í einu þurtfa að flýta sér og gekk hröð- um skrefum yfir að lyftudyrun- um. Elie fann , ósjálfrátt að hann hatfði gert mikilvæga uppgötvun, svo mikilvæga að hann gat ekki þegar áttað sig á henni. Og hann var svo furðu lostinn að hann neitaði að leggja trúnað á hana. j Var Zograffi í rauninni hrædd ur við hann? Hann rifjaði upp fyrir sér-hreyf ingar hans og augnatillit eins og hann horfði á hæggenga kvik- mynd, hreyfingar hans, þegar hann gekk ytfir að lyftunni svip- brigðin á yfirandiliti hans, hvemig hann bar til axlirnar. Og svipur- irm var einna helzt manns, sem 'skyndilega kemur auga á grimm an hund oig hraðar sér undan á filótta — manns, sem áður hafði orðið íyrir biíi þ-ess sama hunds. Það var furðulegt. Michol mátti bezt vita að Eiie var meinlaus og huglaus. Hann hafði séð framan í hann eftir að hann hleypti . af skotinu, og hiaut að hafa sann- færzt um aö harm hefði ekki kjark í sér tii að þrýsta aftur á gikkinn, jafnvel þótt hann væri beðinn þess. Michel hatföi á röngu að standa. Elie var ekki annað en akfeitur náungi, sem átti sér engan annan metað í lífinu en að fá að sitja kyrr í sínum krók. Ghavez hafði ekki síður rangt fyrir sér, ef hann ímyndaði sér að Elie vildi þaka honum úr sessi og taka hann sjálfur. Hann hafi ekki löngun tiil að taka sér sæti noikkurs annars manns í heiminum, ekki einu sinni Zograffis. Hann heföi alls ekki haft hugmynd um hvernig hann ætti að haga sér í sessi ann ars manns. Og jafnvel þótt tími Zograffis væri dýrmætur, þá hlaut hann að geta séð af einum fimm mínútum kannski ekki nema þrem ... „Fyrirgefðu mér, Michel. Ég iðr ast sárlega og sjálfur hef ég þjáðst, ekki síður en þú, sennilega meira. Þú þarft ekki að óttast að ég geri það aftur.‘‘ Var það fáranlegt að orða það þannig? Kannski síður en svo fár ánlegt. Michel hlaut að skilja hann. Hann varð að segja honum þetta og 'binda þannig enda á aMa tortryggi hans og ótta, sýna hon um fram á að slíkt væri á mis skilningi byggt. Ef Miohel hefði skilið hann, mundi hann ekki hafa óttazt hann, þá mundi hann ekki hafa lit ið aftur á hann eins og hann hafði gert forðum, þegar hann lá særð ur við girðinguna. Hann hafði ekki minnstu á- stæðu til að óttasit hann. Elie hat- eði hann ekki — öfundaði hann ekki heldur, jafnvel ekki eftir að Ohavez hafði sagt honum frá hinni ótrúlegu heppni hans. Sú heppni var ekki annað en það sem búast mátti við þegar Michel átti hlut aö máli. Lífið var honum tinn leikur eins og áður, nema hvað hann Iék sér nú að námum og framtfð manna, svo þúsund- um skipti. Hann ávann sér fyrirhafnar- laust hyMi allra, sem hann kynnt- ist .í gamila daga, nú ávann hann sér fyrirhafnarlaust traust allra. Það var eins og allir flýttu sér sem mest þeir máttu að verða forystu hans aðnjótandi og þess mundi ekki langt að bíða að þessi borg vaknaði aftur af dvalanum, þegar höfðu nokkrir komið frá New York og fleiri voru á leiðinni í trausti á hina furðulegu heppni hans. Það var þvi furðuleg fjarstæða af hans hálfu að hann skyldi ótt ast Elie. Óttast hann hvers vegna? Að hann mundi gera aðra tilraun tfl að myrða hann, eða hvað? Og gat það verið að hann hefði sent bSlstjóra sinn í þennan leið- artgur heim til hans. í þvi skyni að njösna um hann? Elie hilaut að hafa missýnst. — Það gat ekfei hafa verið ótti í augnatilliti hans. Blie var ekki neitt í Ifkingu við grimman hund. Það hefði þá verið sönnu nær að lfkja honum við áleitna og óþægi- legt fliugugrey. Hann gat vel skilið þótt Miohel gremdist það að sjá þetta rauða og þrútna andlit með útstæðu augunum á bak við afgreiðsluborð ið í hvert skipti sem hann kom inn í anddyrið. Elie gerði sér grein fyrir því, að hann hlaut aö líta út eins og betlari séður úr nokfeurri fjarlægö. Lika að Mich el legði fyrir sjálfan sig þá spum ingu, hweris Elie kynni að vænta sér af honum. Hvort Elie ætilaðist tiil þess aö hann kæmi til hans að fyrra bragði, tilkynnti honum aö hann bæri ekfei lengur neina gremju til hans, að hann hefði fyrirgefið honum fyrir löngu og hefði ánægju atf því að hafa hann í þjönustu sinni? Það sanna var að Michel fyrir leit hann og hafði alltaf fyrirlitið hann. Hafði meira að segja fyrir- l'ítið hann svo mikiö eð hoiui vildi efeki niðudægja sig með þwi að korna fram hefndum viö hann. 'V.. , \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.