Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 2
Nægur bjór Charlas Hawkins, 88 ára göml- um manni frá Little Hay, Eng- landi hefur verið lofað að fá ó- keypis allan þfenn bjór sem hann geti drukkið það sem hann á eftir ólifað. Það var kráareigandi sem á þá ágætu krá, Holly Bush Pub sem gaf Ch'arles loforðið, en gamli maðurinn hefur verið reglu legur viðskiptavinur þar í 74 ár og er enn. Charles segist drekka einn og hálfan lítra af bjór í hvert sinn sem hann fer inn á krána, en þaö gerir hann einu sinni á degi hverjum. „Það er ekki bjórinn sem fær hann til hð fara á krána, daglega", segir Martha, 83 ára eiginkona hans, „heldur vínið sem ég brugga hér heima". * Beta verður amma? Það kann að valda einhverju fjaðrafoki, en með svolítilli heppni er ekkert líklegra en Elizabeth Taylor verði bráðum amnfa. Þessar frómu ályktanir eru dregnar af því, að sonur hennar, Michael Wilding, en hann er 18 ára og sonur leikara sem ber sama nafn, kvæntist 1 London um daginn. Kona hans er 19 ára stúlka sem heitir Beth Clutter og er hún dóttir bandarísks haffræðings. „Við Beth hittumst á Hawaii í fyrra“, sagöi Wilding frétth- mönnum, „og urðum strax ást- fangin. Núna erum viö að leita okkur að íbúð í London. Foreldr- ar okkar beggja eru mjög hrifin af þessu". * Hver Ég Jack Anderson, dómari í Vhn- couver, Kanada horfði um dag- inn þungbrýnn á ungling einn er sat gegnt honum í dómssaln- um, en unglingur þessi haföi ver- ið tekinn höndum fyrir aö ræna úr kjörbúð. Jack dómari spurði svo: Hvert er nafn þitt? „Hver ég“, sv'araði unglingur- inn. • „Já, þú“, hvæsti dómarinn, „nafn þitt, ef þú viilddr láta svo lítið“. „Hver ég", svaraöi sá ákærði aftur. „Er það það sem þú heitir", sagði þá dómarinn, „Hver ég?“ „Já“, svafaði. unglingurinn, „ég heiti Hver ég“. Piiturinn skýröi málið síðan fyrir dómaranum. Síðastliðinn 10 ár hafði hann alizt upp meö xnaiánum í noröurhluta Brezku Kólombíu og gáfu þeir honum þetta ágæta nafn, Hver ég. „En skemmtilegt“, sagði dóm- arinn bara. Hver ég er 20 ára að 'aldri og slapp meö minni háttar sekt fyrir kjörbúðarránið. Með vax- myndir yfir Ermarsund Madame Tussaud hefur nú fært út starfsemina og er komin inn á EBE-markaðinn með þvi að setja upp vaxmyndasafn í Amsterdam. Auðvitað hefur sú raunverulega Madame Tussaud verið undir grænni torfu í meira en öld, en nafn hennar lifir samt enn, m. a. fyrir það að þrjú barna-böm hennar eru fyrirferðarmikil í við- skiptalífinu í Bretlandi. Enska fyrirtækið sem ber nafn Tussaud og rekur samnefnt vax- myndasafn sá um stofnun safns- ins í Amsterdam, og á enda helminginn í því fyrirtæki. Þessi útvikkun á starfsemi Tussaud-safnsins mun vera hin fyrsta á þessu sviði, síðhn fjöldi vaxmyndasafna varð gjaldþrota og varð aö loka á 19. öldinni. Þá urðu slík söfn geysivinsæl um eitt skeið, spruttu upp út um alla Evrópu og Band'aríkin, en fljótlega minnkaði áhuginn og þau hrundu niður aftur. Madam Tussaud í London lifði þó þessa kreppu af og einnig Museé Grévin í París. Forstjóri Tussaud-s'afnsins i London og jafnframt safnsins nýja í Amsterdam er ensk-hol- lenskur að ætterni og heitir Ed- uard V. Gatacre og segir hann að hann hafi vhlið' fyrstá útiBúi Tussaud stað í Amsterdam vegna þess „að 17. öldin á svo rík ítök í hugum manna hér í Amsterdam, og einnig vegna þess að börgin er áreiðanlega sú borg í Evrópu sem er mest vakandi og opin fyrir nýjungum". Þegar gengið er inn í hið nýja „Hollenska Madame Taussaud’s", þá er fyrst komið inn í svokallað „Shfn hinna frægu“ og hittir maður þar fyrst fyrir sjálfa Mad- ame Tussaud, en vaxmyndina af henni gerði hún sjálf er hún var 81 árs að aldri árið 1842. Næst frúnni sjálfri kemur svo mynd af John F. Kennedy, fyrrum Bfanda- ríkjaforseta. Sýnir myndin hann 43 ára og er gerð eftir lýsingum starfsmanna í Hvíta húsinu og svo ljósmyndum — segja kunn- ugir að myndin sé góð, en hins vegar komi hinn „hlýi persónu- leiki hans ekki fyllilega fdam". Og þeir eru þama líka Maó for- maður, Jóhannes páfi 23., Gandhi, Castró — myndina af honum gerði sonar-sonársonur frú Tuss- aud með hjálp frá kúbanska sendiráðinu í London, og Winston Churchill er viö hlið Castrós, 82 ára að aldri. Meðal frægra Hollendinga i safninu er Vilhjálmur þögli, lands fáðir Hollendinga. Erasmus frá Rotterdam, heimspekingurinn þekkti, en vaxmyndin af honum er gerð eftir teikningum og beina grind hans sjálfs. Þá er hún þarna sú kynþokkafulla Mata Hari, frægasti kvennjósnhri allra tíma og einnig málarinn, Vincent van Gogh. Þarna er líka Vilhelmína drottn ing, 76 ára gömul — myndin var gerð 1956. Vaxmynd Önnu Frank er á áber'andi stað og mun hún gerð eftir ljósmyndum og lýs- ingum föður hennar, Ottós Frank. ÁSur en safnið í Amsterdam var opnað voru gerðar fjölmargar vaxmyndir af merkum persónum Hollands núlifandi. Og er sfagt að allir þeir sem leitað var til og beðið um leyfi til að gerð yrði vaxmynd eftir, hafi tekið sérlega vel í það. Greinilegt er að viðkom andi frægar persónur hafa mun- að orð George Bernard Shaw em hann sagði er leitað var ti'l hans frá safninu [ London: „Það væri bara einum of snobWað aö neita“. I safni Madame Tussaud í Amsterdam: Vilhjálmur hinn þögli horfir á er landi hans, Karel Appel listmálari, er færður í föt og komið fyrir á stalli. Hugsanir Onassis F'yrst kom fram á sjðnarsvið- ið „lífil" bók sem heitir „Rauða kverið" pg .jnnihélt sú „hugsanir Mao-tse-Tungs“. Og svona upp á grín kom út skömmu seinna, „Litla græna kverið" sem innheldur „hugsanir Daleys borgarstjóra.“ Og enn eru hugsanir eins spek ingsins komnar út í ærið samhn- þjöppuðu formi. Það eru hugsan ir Aristótelesar Onassis. Blað eitt er kemur út mánaðarlega og heit ir „Ótakmörkuð velgengni“, og mun þá átt við velgengni á við Maud Wikström-Adams, heitir hún þessi og er sænsk aö þjóð- erni, en hefur starfað sem fyrir- sæta í Bfandaríkjunum um nokkra hríö. Hún var reynd til að leika aöalkvenhlutverkið á móti Steve McQueen í myndinni „24^ tímar í Le Mans“, en „ég er ekki viss um að ég fái hlutverkið”, segir Maud, ,,ég er nefnilega hærri í loftinu en Steve, og hann leggur nú svo mikið upp úr khrlmennsk unni sinni“ skiptasviðinu, frekar, en öðrum sviðum, birti í októberheftinu glefsur úr hugsunum Onassis: • Hugsið vel um líkhmann ... Ég er enginn grískur guð, en ég eyddi ekki tíma mínum í að gráta að ég liti ekki vel út. • Borðið lítið og drekkið ekki vín og þungmeltan mat þegar verk er að vinna. Bíðiö til kvölds og njótið þá matar með vinum, og aldrei skuluð þið ræða við- skiptamál yfir máltíð. • Stundið líkhmsæfingar.... jóga hjálpar mikið. • Verið sólbrún, jafnvel þó þið þurfið aö nota „háfjallasól“. Að vetrinum er gott að vera sól- brúnn, því að þá halda allir að m*aður hafi veriö á baðströnd — sól er nefnilega peningar. • Búið i fallegu húsi — jafnvel þó þið leigið aðeins eitt herbergi uppi í risi, því þar hittið þiö dag lega rikt fólk. Farið oft á lúxus- kaffihús, jafnvel þó þið þurfið að halda á s'ama glasinu tómu allt kvöldið. • Ef ykkur vantar peninga, fá- ið þá lánaða. Biðjiö aldrei um lítil lán. Verið stórtæk í lánum, en borgið líka reglulega. • Segið ekki öðrum frá vanda- málum ykkar. • Sofið ekki of mikið ... Ef þið sofiö þrem klukkustundum skem ur hverja nótt í eitt ár, merkir þ'að að þér hafið einn og hálfan mánuð til viðbótar við venjuleg an starfstíma. • Eyðið ekki tímanum í að lesa um hluti sem aðrir hafa gert. Með öðrum oröum, kæru vinir, ef þið hafi lesið hingað niður, þá skuluð þið ekki hugsa frekar tun veleengni í viðskiptum! i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.