Vísir - 24.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 24.10.1970, Blaðsíða 9
-álR . Laugardagur 24. oktODer 197«. 9 — Hvernig lflcar yður við sjónvarpsauglýsing- amar? Ármann Jóhannsson, starfsm. hjá Eimskipaféfeginu: — Þær eru yfirleitt ágætar finnst mér og engin, sem ég get ekki fellt mig við. Halldóra Haraldsdóttir, verksm. starfsstúlka: — Þær eru alla vega ekki verri en það, aö ég horfi oftast nær á þær og líkíar bara sæmilega. Jónína Steingrímsdóttir, nemi: — Þær eru misjafnlega eins og gengur. Sumar ágætar aðrar miður góðar og allt að því hvim leiíiar, þá einkum ef þulimir eru eikki góðir. Katrin Freysdóttir, barnfóstra: — Mér finnst fara mjög illa saman, að sýna jöfnum höndum innlendar og erlendar auglýs- ingar. Þó er ég ekki hlynnt þeirri tillögu, sem einhvers stíaö ar kom fram, að banna útlend ar auglýsingar í sjónvarpinu, þær eru nefnilega það góðar ,margar hverj'ar — og oftast betri en þær íslenzku. Það eru þó ágætar auglýsingar gerðar hér líka, eins og t.d. sú frá ADAM. Birgir Gunnarsson, blikksmiður: — Ég sé nú sjónvarpsauglýs- ingar ekki oft, þar sem ég hef ekki sjónvarp sjálfur, en þbð sem ég hef séð af þeim líkar mér bara prýðilega. Hef meira að segja mjög gaman af sumum þeirra. Lífeyririnn nægir til að kaupa eina máltíð á da; Mönnum rann til rifja bréf eins lesenda Vísis á dögunum, sem sagðist vera 75% öryrki og fá mán- aðarlega um kr. 5000 til þess að lifa af, sem hrykki skammt. Svo skammt, að hann liði næringarskort. Af og til hafa menn vaknað til umhugsunar um það, hvort við gleymdum gamalmennum okkar og öryrkjum í leit okkar að betri kjörum eða hvort við höfum gætt þess að hækka styrki þeim til handa til þess að mæta hækkandi verðlagi síðustu ára. Matseld einstaklings nær varla lengra en hella upp á Nes- kaffi, og máltíðir verður hann að kaupa tilbúnar á matsölum. „Örorkulifeyririnn nægir í eina máltíð á dag,“ segir Bjartmar sem er 75% öryrki og hefur enga vinnu fengið við hæfL „Hvað nema greiðslur Trygg- inigarstofnunar rikisins til ör- yrkja miklu orðið á mánuði?“ spurðum við Kjartan Guðnason, deildarstjóra iifeyrisdeildarinn- ar. Hjá honuim fengum við þær upplýsingar, að einstaMingur, sem er 75% öryrki eða meira, fær greiddar kr. 4529 á mánuöi. Eiliiiilfeyririnn er sá saani. Örorku Mfeyririnn hækkaði 1. júlí sl. úr kr. 3774, en fyrir áramótin sl. var hann kr. 3587. Á árinu 1968 var hann kr. 3065 á mániuöi. Hækkun iífeyris á þessu ári nemur því um 26,25%, sem er rúmlega fjórðungur — þ.e.a.s. 942 kr. á mánuði. ÖrorkúMfeyrir hjóna, þar sem bæði konan og maðurinn . eru 75% öryikjar eða meira, nemur í dag kr. 8152 á mánuði, en hann hefur hækkað til jafns við örorkuiliifeyri einstaklingsins. „Em þetta einu greiðslumar, sem öryrid á kost á?“ spurðum við. „Það er heimilt að veita upp- bót þessa iiifeyris, ef sýnt þykir, að bótaþegi komizt ekki af án hækkunar", svaraði Kjartan, deildarstjóri, og hann fræddi okkur á því, að sú uppbót væri metin í hverju tilviki eftir þönf og aðstæðum. Aðeins í fáum til vikum, svo sem þegar um er að ræða kostnað af dvöl gamal- mennis á efliheimili, hækkar þessi uppbót um meira en 100%. I reyndinni nema þessar upp- bótarupphæðir 1000 kr. 1500 kr. o.sirv. allt að kr. 4529. SamtaJs á því 75% öryrid kx>st á kr. 9060 á mámuði, ef sýnt þykir, að hann komist ekki öðmvísi a!f. Sumir öryrkjar njóta aðstoð ar sveitarinnar oig eru á fram- færsilu hennar að nokku leyti Nokkrir búa í húsnæði borgar- innar og greiða mjög væga húsa leigu, eða enga. Og í sumum til- vikum greiðir borgin húsaleigu öryrkja, sem búa í leigufbúðum í einkaeigm. Þeir, sem búa við minni ör- orku en 75% og njóta því ekki örorkulífeyris, eiga kost svokal aðra „heimildabóta“. Til þeirra heyrir örorkustyrkurinn, sem heimilt er aö veita I þeim tilvik um, þar sem örorkan veldur mönnum aukalcostnaði. — Eins og t.d. þegar maður kemst ekki örorku sinnar vegna ti'l vinnu nema í b£l, tiJ þess að standa straum af lyfjakostnaði, tii þess að kosta hús'hjálp, þegar húsmóðirin örorku sinnar vegna þarf slfka við heimilisstörfin o. s.frv. Örorkustyrkurinn er met inn eftir þörfum hverju sinni, og engar ákveðnar upphæðir hægt að nefna til dæmis um hann, vegna þess hve breytileg ur hann er eátir aöstæðum. Makaibætur eru styrkir, sem eiginkonur öryrkja eiga kost á, eirts og í tilvikum, þar sam eig inkonan er bundin heimilinu við hjúkrun maka síns eða umönn un og fær ekki gengið að fullri vinnu. Eins og aðrar heimilda- bætur eru maikabætur metnar eftir aðstæðum, en þær eiga að- eins við eiginkonur öryrkja, en ekki eiginmenn öryrkja. Engar tölur liggja fyrir um, hve mifclar upphæðir hafa ver ið greiddar á þessu ári í örorku lifeyri eða aMiffeyri. Árið 1967 nam greiðsila eJililífeyris sam- taJs fyrir landið allt um 518 miHMnum króna, en elliMfeyris þegár voru þá 14160. í Reykja- vfk einni voru þeir um 6000 og námu lífeyrisgreiðslur til þeirra um 226 miHjónum króna. Ör- orkulífeyrisgreiðslur námu þetita sama ár um 122 milljónum kr., en Mfeyrisþegar voru 3361. í Reykjavfk voru þeir 1470. Menn eru tregir til þess að hleypa biaðamönnum inn á gafll hjá sér og láta þá opinjbera fyr ir fjölda lesenda heimiHsaðsteeð ur hjá sér, svo að upplýsingar um kjör öryrkja eru ekki auð- veldar aðgöngu. Þau eru vafa- laust mjög misjöfn — sennilega eins misjöfn og öryrkjar eru margir, eftir þvf, hverjir eru möguileikar hivers og eins að aíla sér tekna umfrarn örorkuMfeyr inn. Einum manni náöum við taii af, sem býr við 75% öroricu, og ftengum hann til þess að lýsa kjörum sínum. „Bærinn hefur útvegað mér þetta herbergi í Bjamarborg, þar sem ég hef búið sl. þrjú ár“, sagði Bjartmar Magnússon, sem treystir sér til að vinna Plest verk — nema erfiðisvinnu og veric, sem reyna á fætuma. — Hann hefur þó enga vinnu feng ið, sem hentar honum, og hefur ekki aðrar tekjur en Mf- eyrinn sem nemur kr. 4529 á mánuði, og svo framfærslueyri fra bænum. „Siðasta mánuð nam það 4600 kr., sem ég fékk hjá framfærsl- unni, en það var til læknishjálp ar, lyfjakaupa o. fl. slílcra nauð synja. sem gleypti þetta jafnóð- um.“ Bjartmar unir húsnæði sínu vel og bað ofckur fyrir alla muni að geta þess, aö hann væri þakklátur þeirri fyrir- greiðslu, sem hann nyti á fram færsluskrifstofunni. „Maður nýtur þess að þetta er velviljað fóik, og engan veg inn því að kenna, að aðsóknin á skrifstofuna er srvo mikil'l, að stundum þarf maður aö híða lengi eftir afgreiðslu. Eins og í morgun, þegar ég beið frá fel. 11 til kl. 2, en þá biðu lfka svo margir“, sagði Bjartmar. Hafði hann þá engan hádegis- mat borðað? — Nei. Bkki leizt okkur blikuna, þeg ar við spurðum hann, hvemig hann afiaöi sér matar. „Ég get fengið hjá bænum matarmiða, sem ég get framvís að á einni matsölu hér í bæn- um, en hún er svo fjarri heim- ili mfnu, að ég kemst ektki þang að vegna fótanna. Annars stað ar þýðir ekki að framvísa seöi unum. En mér endast aurarnir bezt, ef ég kaupi mér eina heita mál- tíð á dag, en það kostar á ann að bundrað krðnur. En í ann- an tíma malila ég mér úr beil- hveitihrauði, púðursykri, hieftn vaitni og mjólk rétt, sem mér finnst vera ódýrastur, en um leið drjúgur", sagði Bjartmar, brosti að svipnum á okfcur og bætti við: „Það er alls ekfci svo afleitt. Maður verður saddur af því og það er ódýrt, svo að minna gerir til, þótt ekki séu í þvi ölil vitaminefnin." Þótt Bjartmar geri sig ánægð an með þetta fæði, þá mun einhverjum lesendafinnastþetta ful'l tilbreytingarlitið. En ef till- búin máltíð á matisölu kostar um kr. 120 (með mjóik oig súpu), þá þarf ekki mikinn reiknings- haus til þess að finna út, að kr. 4529 endast í 28 máltiíðir á mán- uðd. Það býður satt að segja ekki upp á mikía tilbreytingu — ekki miðað við þá, sem vanir eru tveimur máltíðum á dag. —GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.