Vísir - 24.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 24.10.1970, Blaðsíða 16
Laugárdagur Áttavita- námskeið fyrir rjúpna skyttur Eins og undanfarin ár gengst Hjálparsveit skáta í Reykjavík fyr ir námskeiði í meðferð áttavita og landabréfa fyrir rjúpnaskyttur og aöra ferðamenn. Einnig verða veitt ar leiðbeiningar um fatnað og ferða búnað almennt. Námskeið þetta stendur yfir i tvö kvöld og hefst næstkomandi miðvikudagskvöld. — Kennsla fer fram i birgðahúsi sveit arinnar við Barónsstíg. Nauðsynlegt er, að menn láti skrá sig til þátt- tö-ku og fer skráning fram í Skáta- búðinni við Snorrabraut sími 12045. Þó námskeið þetta sé einkum ætil að rjúpnaskyttum eru al'ljr vel- komnir sem áhuga hafa á að hressa upp á, eða bæta kunnáttu sína í ferðamennsku. Undanfarin ár hafa námskeið þessi verið fjölsótt og er það von Hjálparsveitarinnar að svo verði einnig nú. Það orkar ekki tví mælis, að góð kunnátta í meðferð áttavita og landabréfa, ásamt rétt um ferðabúnaði, geta valdið úrslit um um aifdrif ferðamannsins, ef verðraskipti verða snögglega. • Félagar úr Hjálparsveit skáta eru þama að undirbúa leit. Nú hefur sveitin ákveðið að miðla almenningi af kunnáttu sinni, þannig að síður sé þörf á leit í framtíðinni. KynMsmyndin er talin góS fyrír fuiiorðna íslendinga — en nauðsynleg fyrir U ára Svia „Þessi kvikmynd, sem Hafnarbíó er að taka til sýningar, er að áliti okk- ar í kvikmyndaeftirlit- inu bein fræðslumynd um kynlíf — við gátum ekki merkt að hún væri á nokkurn hátt klám- fengin, en hins vegar á- lítum við að hana beri að banna börnum innan 16 ára aldurs, vegna þess að óharðnaðir ungl- ingar, sem enga fræðslu hafa fengið um kynferð- ismál, eða a. m. k. litla, geta orðið fyrir von- brigðum eða jafnvel á- falli við að horfa á þetta“. Hafnarbíó bauð í gær krvil* myndaeftirliti, blaðaimönnuim og einnig Jónasi Bjam'asyni lækni, að horfa á kvikmyndina „Táknmál ástarinnar", sem bíó- ið hefur nýtlega tekið tit sýning ar. Mynd þessi er sænsk og gerð af sænskum og dönskum fölags fræðingum, læknum og fleiri að- i'lum sem starfa að fraeðslu um kyniliiifið, og var hún gerð fyrir einu ári. Sagði Jónas Bjama- son um myndina, að vissulega væri hún gagnleg kennslumynd, en á það bæri að l'íta, áð hún væri sænsk, og í Svíþjóð njóta skólabörn kennslu í kynferðás- málum og í „Táknmáli ástarinn ar“ væru ekki nægar útskýring ar látnar fýlgja. Myndin er ann ars byggð upp af viðræðum fjögurra aðila. Einn er læknir, bveir félagsifræðingar og fjórði aðitmn kennari, er kennt heifur um kynlífið mörg undanfarin ár. MMM þess sem föl'kið spjal'lar um samlijf karla og kvenna, eru sýndar myndir af kynfærum fólks, samlfiarir, sjálfsftóun og fleira í þeim dúr. Nokkrar út- skýringar eru á hinum ýmsu gerðum getnaðarvamartækja, en það sem unglingum ólhörðnuö um mun efláust finnaist hvað mest ,,spennandi“ við myndina eru eflaust hinar nákvæmlega útskýrðu samfara- og atlotasen ur, sem kvikmyndaeftiri itsfóiki fiannist einum um otf Iharðsoðið. 1 framleiðslulandi myndarinn- ar, Svfþjóð, var myndin bönn- uð bömum innan lil ára. Að ósk yfirstjómar fræðslumála þar i landi var aldurstakmarkið fært niður, enda myndin talin eiga erindi til bama og ungi- inga þar í landi. — GG Flokksráðs- og formannaráð- stefna Sjálfstæðismanna ’ræðu formanns Sjálfstæöisifilokks- irts Jöhanns Hafsteins. forsætisráð herra. Þar næst flytur ræðu for- maður s'kipu'lagsnefndar flokksins, Baldvin Tryggvason, framkvæmda stjóri. Síðan verða almennar umræð ur tii kl. 17. Umræðuhópar starfa frá kl. 17 til 19, en fiundarmenn skipa sér efitir kjördæmum i um- ræöuhópa, sem fjaMa um skipulags- og útbreiðslumál. Á morgun verður ráðstefnunni fram haldiö með almennum um- ræðum. Ráðstefnan verður haldin i Sig túni við Austurvö'M. í DAG og á morgun verður haldin flokksráfts- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins. Til þessa fundar eru boðaðir allir flokks- ráðsmenn og formenn allra Sjálf stæðisfélaga og annarra samtaka flokksins. Ráðstefnan hefst í dag kl. 14 með „Þetta bönnum við innan 16 ára,“ sagði kvikmyndaeftirlitsmaður- inn, Erlendur Vilhjálmsson (til hægri). Við hlið hans situr Jónas Bjarnason Iæknir, og eru þeir ærið spekingslegir yfir „Táknmáli ástarinnar“. // Þreyttir á bænakvakinu, krefjumst samningsréttar — segja forystumenn Bandalags háskólamanna „Það er örþrifaráð, að hver ein- stakur maður gangi úr ríkisþjón ustu. Ekki þannig að skilja að staðið verði fyrir hópuppsögn- um heldur verður hver maður út af fyrir sig að ráða því hvort hann grípur til þess eða ekki, ef öllum öðrum leiðum erlokað,“ sagði Þórir Einarss. form. Banda lags háskólamanna á fundi með fréttamönnum f gær, þar sem Iaunamálaráð félagsins skýrði viðhorf sín til launamála félags- manna. | „Bf til þess kemur að menn gera j þaö, þá höfum viö i huga að stofna vinnumiölun fyrir þá fyrir störf hér eða erlendis“. Það kom fram á fundinum, að há- skólamenn eru orðnir langþreyttir á stefnu launamála sinna hingað til, sem þeir nefna „banakvaks- stefnuna“. í lokaorðum tilkynning- ar, sem var afhent á fundinum, segir: „Krafa BHM er, að rfkis- stjórn og þingflokkamir samþykki lög um samningsrétt til handa BIIM án tafar. Að öðrum kosti 'verði teknir upp samningar um lausráðningu háskólamanna í rfkis- þjónustu". Launamálaráð félagsins lét gera skýrslu um verðmæti ævi'tekna nokkurra félaga sinna miðað við almennan vinnumarkað og ookkra starfshópa innan BSRB. Niðurstöðu tölumar eru reiknaðar í prósent- um af verzlunarmönnum f 6. launa- flokki, sem fá töluna 100.0. Sam- kvæmt því fær bankamaöur í 4. launaflokki töluna 101.0, barna- kennari 98.6, gagnfræðaskólakenn- ari með kennarapróf 100.5, gagn- fræðaskólakennari með B.A.-próf 81.5, kerfisfræðingur 117 3. lög- regluþjónn 109.7, prentari 100.7, verkfræðingur hjá Landsvirkjun og Reykjavíkurborg 101.3, opinber starfsmaður í 21. launaflokki með 6 ára háskólanám 80.4 og opinber starfsmaður i 21. launaflokki meö 5 ára háskólanám 85.4. Samkvæmt þessum útreikningum er til lftils að vera að afla sér menntunar, þegar um launamál ræðir, segja háskólamenn. Það komi einnig fram í drögum að samning- um eftir starfsfnenn Kjararáðs og samninganefndar ríkisins, sem beri þess greinilega vott að fulltrúar BHM komu hvergi nærri gerð þeirra, þvl að hagsmunir háskóla- manna séu þar algjörlega fyrir borð bornir einkum í tveim atriöum. Há- skölamenn eigi að hljóta allt að 10% minni laun en þeim beri á grundvelli starfsmats og launakjara á frjálsum markaði í dag, að hinu leytinu meö þvi að gera starfsald- ur jafngiltían menntun. — SB Lögbrot! „Samkvæmt lögum eiga samn- ingamálip að vera á sáttastigi, en eru bað ekki í reynd“, segja há- skólamenn um samningaviöræður BSRB og samninganefndar rikis- stjórnarinnar og sem svar við fréttatilkynningu frá fjármálaráð- herra. Þeir segja ennfremur að samningatími hafi runnið út I. okt. sl. Því sé þaö tvímælalaus skylda sáttasemjara að reyna sættir, en hann hafi ekki gert neina tilraun til þess. Ekki viiia háskólamenn áfellast sáttasemjara. Segja þeir töfina vera með vilja og vitund BSRB og samninganefndar. — SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.