Vísir - 30.04.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 30.04.1971, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Föstudagur 30. apríl 1971 VÍSIR OtgefandS: Keykjaprenr ní. Kramkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjölfsson Ritstjóri: Jönas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrai: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjóri: Laugavegi 178. Slmi 11660 (T5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 12.00 elntakið Prentsmiflia Vlsis — Edda hf. Nýjar hugsanir á morgun Verkalýðsfélögin hafa ástæðu til að fagna tvíþætt- um framförum á hátíðisdegi sínum á morgun. Hvort tveggja er úr sögunni lífskjaraskerðingin og atvinnu- leysið, sem fylgdu erfiðleikaárunum 1968 og 1969. Hlutfallstölur atvinnuleysisskráningar eru nú lægri en í nokkru nálægu landi, og raunverulega ríkir mik- ill skortur á vinnuafli. Jafnframt hafa lífskjör lág- launafólks aftur komizt upp í og upp fyrir fyrra há- mark, sem var árin 1966 og 1967, enda hefur geta efnahagslífsins aukizt í sama mæli. Á þessum tímamótum er verkalýðshreyfingunni nokkur vandi á höndum. Hinar hefðbundnu leiðir í kjaramálum hafa sætt vaxandi gagnrýni á undan- förnum árum, og samtök launþega og vinnuveitenda hafa verið helztu skotspænir þeirrar gagnrýni. Það er því án efa tímabært fyrir forustumenn og aðra áhugamenn í verkalýðshreyfingunni að hugsa um það á hátíðardeginum, hvaða aðferðir í kjaramálunum muni í bráð og lengd leiða til beztra lífskjara. Vísir hefur margsinnis bent á ýmis atriði, sem gætu gert kjarabaráttuna skynsamari og árangursríkari. Ein er sú, að verkalýðshreyfingin hafi sem heild sam- starf við samtök vinnuveitenda um gerð starfsmats á grundvelli þeirrar vinnu, sem unnin hefur verið á þessu sviði af hálfu ríkisstarfsmanna og fjármála- ráðuneytisins. Slíkt starfsmat verður að sjálfsögðu ekki fullkomið í fyrstu umferð, en ætti fljótlega að geta gert hina raunverulegu samninga um almennar launahækkanir miklu einfaldari. Annað atriði er, að samtök launþega og vinnuveit- enda efli með sér samstarf í rannsóknum á kjörum, efli t. d. starf Kjararannsóknanefndar eða komi sér upp sameiginlegri hagstofnun. Slíkt samstarf hlýtur að draga úr rifrildi um, hverjar séu hinar tölulegu staðreyndir, sem byggja beri kjarasamninga á, og ein- falda þar með gerð samninganna sjálfra. Ekki væri síður mikilvægt, ef aukið samstarf á þessu sviði leiddi til samræmingar á hagvexti þjóðarbúsins og árleg- um kjarabótum, svo að loks verði höggvið á rætur verðbólgumeinsins. Þriðja atriðið er, að þessi samtök vinnumaricaðs- ins komi á fót samstarfi um leit að leiðum til að stækka þá köku, sem þessir aðilar hafa til skiptanna. Ef tveimur aðilum, sem skipta köku miHi sín, þykir báðum sinn hlutur of lítill, getur verið einfaldast að fá stærri köku til að skipta. Það vantar semsagt sam- starf um leiðir til að auka framleiðnina og hagvöxt- inn í efnahagslífinu. Það vantar meira að segja skiln- ing á því, að lífskjörin byggjast á framleiðni, en ekki á krónuhækkunum og prósentuhækkunum, sem verð- bólgan eyðir síðan. Hvenær kemur að því, aö hinir ábyrgu fari af al- vöru að hugsa um einhverjar af þeim nýju leiðum, sem fólk vill að þeir reyni í kjaramálunum? Er ekki tilvalið að byrja að hugsa á morgun? Sjú En-læ beitir sér fyrir breyttri utanríkisstefnu og losar Kína úr sjálfskaparviti. hrærivél, og verður þar að auki oröin 800 milljónir á morgun. Hvílíkur market! Og ibbéemm tækin eru byrjuð að súrra og reikna út gróðann af væntan- legum viðskiptum viö rautt vináttu-Kína. Og strax er iariC að tala um, að nú munj ekki líða á löngu. áður en Bandarík- in „viðurkenni“ Peking-stjórn- ina. Hókus-Pókus-Ping-Pong og Kínverjar fá hátíðlega upptöku f Sameinuðu þjóðirnar. PING-PONG A lk í einu eru kínverskir kommúnistar orðnir fínir menn og famir að koma fram eins og siðaðir menn í sam- skiptum við aðrar þjóðir. í stað þess að loka sig inni í hroka og stórmennskuæði koma þeir nú fram með blíðlegt bros og vinar- hót á vörum. í stað þess að kynda stöðugt undir illindum og ólgu með undirróðri og stuön ingi við byltingaröfl \ öðrum löndum, gerast þeir allt í einu svo einstaklega ábyrgir og upp- byggilegir. Það er jafnvel haft á orði, að þeir séu að stein- hætta vopnasmygli og skæru- liðakennslu fyrir byltingar- hreyfingar Suður-Ameríku og séu Guevara-sinnar í þeirri álfu mjög sárir yfir því, að Kínverjar sem þeir treystu á. sér til halds séu aö svíkja þá. Byltingarmenn fáj ekki lengur stuðning frá Peking. Þá hafa menn veitt þvi athygli, að þeg- ar róttæk vinstri-öfl í Austur- Pakistan gera mjög svo eðlilega byltingu gegn spiiltum stjórn- arháttum hershöfðingja í Vestur Pakistan, þá bregður svo undar- lega viö, að Peking-stjómin er eina stjórnin í heiminum, sem tekur þá ,.ábyrgu?“ afstöðu að lýsa yfir fullkomnum og ó- skoruðum stuðningi við pak- istönsku herforingjakiíkuna í Karaohi. Er óþarft að lýsa því, hvernig hinum róttæku svoköil- uðu maóistisku flokkum í Ind- landi hefur orðið við þetta. Þeir liggja nú sem I sárum. Og þegar samskyns róttæk öfl gera tilraun til byltingar á eynni Ceylon, þá er sagt að afskorið sé fyrir alla aðstoð þeim til handa frá Kína, því að Peking- stjórnin hefur tekið upp ábyrga friðar og samkomulagsstefnu. En mestum tíðindum þykir þó sæta skyndileg gerbreytt stefna þeirra gagnvart Banda- ríkjunum. Hugsið ykkur þau furðutíðindi, að kínverskir kommúnistar skuli nú rétta fram hönd sátta og allt að þvi vin- áttu mót; „fjöldamorðingjun- um í Víetnam“, „heimsvalda- glæpamönnunum í Pentagon". Þessj tíðindi hljóta að koma eins og reiðarslag yfir róttæka vinstrisinnaða menn um heim allan. Það eru eiginlega varla Iiðnir nema fáeinir dagar, síðan Bandartkjamenn stóðu fyrir „gfeepsamlegri innrás" i „hið sjálfstæða" rtki Laos. 1 nokkra daga þaut í nösum I Peking, fréttir bárust af milljónahópum manna, sem hafi verið smalað saman til að mótmæla þessu fólskuæði Bandaríkjamanna, að ráðast á saklausa smáþjóð eins og Laosbúa. f nokkra daga skulfu menn á beinunum, hvaða afleiðingar Laos„innrásin" kynni að hafa. Var ekki að hefj- ast hin skelfiiega „útbreiðsla" styrjaldarinnar. Fréttir bárust um það, að Kínverjar væru að hefja stórfellda herflutninga suður tii Víetnam. Mótmælaað- gerðir hófust jafnvel í Banda- rikjunum, Nixon væri í full- komnu brjálæði að „útbreiða“ Víetnamstyrjöldina. Hann stefndi beina leið út í blóðuga styrjöld við Kína, s’íðan heims- stríð. Hin róttæku vinstri-öfl um allan heim fordæmdu þessi glæpaverk Nixons. Það var efnt tii mótmæla jafnvel á Norður- löndum vegna Laos-innrásar- innar, sem myndi leiða til heimsstyrjaldar. En hvílík vandræði, varia lfða nema nokkrir dagar, ja segjum nokkr- ar vikur, þá er þaö bara Ping- Pong og forystumenn kommún- ista-Kfna byrja að breima eins og kettir í ástanhug móti Nix- on, þessum voðalega stríðsút- breiðslumanni. — Æ, ég hef þvf miður aldrei komizt til Bandarikjanna, segir Sjú En- læ forsætisráðherra Peking- stjórnarinnar með dreymandi augum og vestur í Bandaríkjun- um svarar Nixon forseti: „Ég hefði óblandna ánægju af því að heimsækja kommúnista- Kina". Ó, amore. TTvernig eiga menn nú að skilja þetta, hvað á það fólk víða um lönd að halda, sem ekk; alls fyrir löngu hróp- aöi mótmæli og fordæmingar yfir stríðsglæpamanninum Nix- on? Hvað ef nú úr því yrði, að hann skryppi yfir Kyrrabafið með dýrðlegt göfugmannsbros á vör og við fengjum að sjá hann á sjónvarpsskerminum, þar sem hann faðmar formann Maó að sér, og það kannski meðan er.n er barizt um Mæ Læ 1 Víetnam? Bandaríkjamenn hafa líka ver- ið fljótir til strax og þeir eygðu fyrstu broskiprumar í munn- viki Sjú En-læs. Skyndilega er eins og skriða fari af stað. Nú er ekkert lengur í vegi fyrir að menn geti fengið vegabréfsárit- un til Kína og leyfi er gefið til viðskipta við Kína. Allt f einu vakna vonir bandarískra bissnessmanna um viðskipta- gróða við Kína. Þeir hafa gefizt upp eins og aum- ingjar í kreppuástandi að smíöa hljóðfrænu-flugvél, en nú vakna nýjar vonir. Það verður hægt að græöa á Kina, hugsið ykkur bara hvað er hægt að selja mik- ið af fsskápum og hrærivélum til 700 milljóna þjóðar, sem á varla einn einasta ísskáp eða hvað hafi eiginlega gerzt, og blöð og fréttastofnanir byrja að analísera og rannsaka það sem á undan er gengið. Hvemig stóð á áralöngum fjandskap kín- verskra kommúnista og Banda- ri'kjamanna og hvað veldur því, að þessi óvinátta virðist nú ætla að gufa jafnsnögglega upp og næturdöggin í morgunsólinni? Af skiljanlegrl kurteisi, þegar von er ánægjulegra funda, er nú mjög á því klifað, að sjaldan sé einn valdur, þegar tveir deila. Nú er það rakið, hvemig Banda- ríkjamenn hafi engu síður en Kínverjar stöðugt klifað á hatri og sýnt óteljandi merki fjand- skapar. Að vissu leyti er þetta rétt, því að Peking-stjómin og Bandarfkjamenn hafa staðið andspænis hvor öðrum sem féndur og auðvitað hefur verið skipzt á skeytum á báða vegu. Á þessum tíma hefur beinlínis skollið í opna styrjöld milli þeirra, þegar Kínverjar gripu f taumana, er Bandaríkjamenn voru að yfiibuga Norður-Kóreu- menn 1 styrjöldinni á þeim skaga. Þá þusti milljónaher Kfnverja suður yfir Jalú-fljót og harðvitugar omstur urðu milli kínverskra og bandarískra herja á kóreskri grund. 1 þeirri styrjöld hefur í rauninni aldrei verið saminn neinn friður. Það má að vísu benda á það, að sterk öfl í Bandaríkjunum hafi frá upphaf; verið mjög fjandsamleg kinverskum komm- únistum, allt frá þvf þeir tóku völdin í Kína. Mikið af þeirri andúö stafar frá hinum gömlu kristniboðssamtökum, sem fannst kommúnistamir taka mikinn spón úr aski sfnum, þegar allir kristniboðar vora gerðir landrækir frá KVna og kristin trú ofsótt eða bönnuð. En þrátt fyrir allt virðist mér, að þetta hafi ekkj verið aðal- atriðið, heldur einfaldlega hitt, að kínverskir kommúnistar dæmdu sjálfa sig úr leik með framkomu sinni á alþjóðavett- vangi. Þeir hafa allt frá þvi þeir komust til valda haldið uppi óslitinni einangrunar og hroka- pólitík I utanrfkismálum. Þó þeir séu frumstæðir og van- þróaðir tæknilega og því lítils megnugir hafa þeir alla tfö veriö í vfgbúnaðarkapphlaupi og viðhaldið margfalt meiri her- styrk en efnahagur þeirra þolir, og það er alþekkt, að hvar sem þeir hafa tekið upp stjómmála- samband við ný ríki Afrfku og Asfu og lönd Suður-Ameriku hafa þeir farið fram með sam- særis og undirróðursstefnu. Með þeirri stefnu lá um tlma við borð, að þeir legðu Indó- nesíu undir sig, en almenningur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.