Vísir - 30.04.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 30.04.1971, Blaðsíða 16
á Akureyrarpolli Róta upp þorski Trillurnar með allt upp i 2 sml. hver ■ Uppgripaafli er hjá trillubátum á Akureyr- arpolli, þar sem um 20 trillubátar hafa lagt línu úti af Krossanesi. Hver bátur landaði í gær eftir róðurinn frá einni og upp í tvær smálestir af þorski. „Þetta er ágætis fiskur og rígaþorskur innan um, en að- eins 20—50 kg úr tonninu fara í smátt“, sagði f-Iaraldur Skjól- dal, hjá fiskmóttöku kaupfélags ins, þar sem trillurnar hafa iagt upp aflann að mestu. Trillurnar hafa flestar stund- að netaveið; og fengið reytings- afla síðustu vikur frá því um páska en fyrir 4 dögum náðu trillubátar í loðnu inni á firði, og gripu þá margir til þess að leggja línu og beita loðnu. „Það er auðséð á fisknum, að hann hefur lítiö annað æti, og er alveg sjóðvitlaus f Ioðnuna. Það hættu líka allir á netum í gær og byrjuðu meö línuna. — Þeir 'hafa notað hér nælon- línu á einn; rúllu, sem þeir hífa bara inn eftir hendinni, og þeir beita um leið og þeir leggja“, sagði Haraldur. Milli 20 og 30 smálestir af fiski bárust að kaupfélaginu í gær, sem hefur ekki undan að taka á móti öllum fiski af trill- unum. Voru 10 smálestir send- ar í Hraöfrystihús ÚA til verk- unar. Bátarnir leggja línuna svo til uppi við húsagarðaná, úti af Krossanesi og framundan skipa- smíðastöðinni. Einn til tveir menn róa á hverri trillu — oft- ast einn. „En menn búast ekki við að þessi dýrð standi lengur en nokkra daga, þar til loðnan gengur inn og fiskgangan finn ur torfurnar", hélt Haraldur. - GP Erlendir ferSumenn uldrei fleiri en / sumur — mikil aukning i bókunum hjá ferðaskrifstofunum I FerSaskrifstofurnar og minja- gripaverzlanirnar búa sig nú undir að taka á móti fleiri er- lendum ferðamönnum í sumar en nokkru sinni fyrr. „Traffíkin" er samt ekki byrjuð enn og hefur því gærunum, sem skrýddu Hafnarstræti og Austurstrætið sólskinsdagana, fremur verið flaggað fyrir „innfædda“. Haukur Gunnarsson hjá Ramma- gerðinni sagði í viðtali við Vísi að búast mætti við að ferðamennirnir létu sjá sig í minjagripaverzlunun- um um mánaðamótin en þá hæfust tvær ráðstefnur, Eftaráðstefnan og barþjónaráðstefna. „Svo má búast „Lægstu luun verði 20 þús. kr. á múnuði" Víða er komið við í 1. maí á- varpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. Þar eru talin upp þau mál, sem efst eru á baugi f kjarabaráttu launafólks, en helztu kröfur dagsins eru taldar vera þessar: Landgrunnið fyrir íslend- inga, 4 Ostunda vinnuvika, 4ra vikna orlof; Lágmarkslaun 20 þús- und á mánuði; Stórhækkun elli- og örorkubóta, Vísitöluskerðing sé brot á samningum; Afnám vísitölu á fbúðalán; Fullkomið öryggi á vinnustöðum. Fulltrúaráðið skorar ennfremur á launafólk að sameinast til baráttu fyrir þjóðfélagi jafnaðar og rétt- lætis, þjóðfélagi, sem lætur mann- leg sjónarmið vera yfirsterkari öll- um gróðaviðhorfum. — ÞB Forsetinn d förum í heimsókn til Sknndinnvíu • Dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands, ásamt forsetafrú og fylgdarlið; er á förum til Noregs og Svíþióðar f opinbera heimsókn dagana 3. til 8. maí. Komið verður til Fornebuflug- vallar við Osló 3. maí kl. 11.15, en þar mun Ólafur Noregskonung- ur taka á mótj forsetahjónunum. Til Svíþjóðar verður haldið mið- vikudaginn 5. maí, þar sem Gústaf Svíakonungur tekur á móti forseta- hjónunum. Heimsókninni í Svíþjóö lýkur 8. maf, og munu forsetahjónin koma heim til íslands að kvöldi þess davs — ÞB við eyðu eins og alltaf er vor og haust en ráðstefnurnar bjarga þó alltaf“. Rammagerðin er núna að opna nýja minjagripaverzlun, sem verður í nýbyggingu Loftleiða- hótelsins. Lúðvíg Hjálmtýsson forstöðu- maður Ferðamálaráðs var bjart- sýnn á að ferðamannastraumurinn myndi enn aukast. „Það var 20% aukning á síðasta ári og má búast viö að hún verð; ekki minni á ár- inu 1971 og bendir margt til þess að hún veröi meiri“. „Það verða fleiri útlendingar á okkar vegum en nokkru sinni áð- ur“ sagðj Ingólfur Guðbrandsson hjá Útsýn ,,og er nú komið meira af bókunum en voru komnar í júní í fyrra“. Tómas Zoega hjá Ferðaskrifstofu Zoega kvað vera Verulega aukn- ingu á bókunum á ferðum innan- lands „og ekki ólíklegt, að við sé- um tveim mánuðum fyrr í bókun- um en í fyrra og aðalbókunartím- inn er samt eftir". Charlotta Hjaltadóttir hjá Ferða- skrifstofu ríkisins segir að aldrei hafi bókazt eins vel í langferðir og núna, og sé aukningin í þeim 100%. „Ferðamannastraumurinn verður mun meiri en nokkru sinni og aukn ing er kringum 30% miðað við í fyrra“ var svarið hjá Ferðaskrirf- stofu Úlfars Jacobsen. Það fylgdi með að flest kæmi af Þjóðverjum þá Bretum, Frökkum og Banda- ríkjamönnum. Ferðaskrifstofan Úrval býst við 300—400 erlendum ferðamönnum í sumar, en þetta er fyrsta árið, sem hún tekur á móti erlendum ferðamönnum. — SB Baráttu- mál B.S.R.B. 1. maí Margvísleg baráttumál er að finna í 1. ma'i ávarpi frá Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, og er þar m. a. getið um eftirtalin atr- iði: Verðtryggingu launa og fullar verðlagsuppbætur; samningsrétt og verkfallsrétt; að öllum starfsmönn- um verði tryggð aðild að Iffeyris- sjóðum og þar með eftirlaunarétt- ur; að komið verði á starfsmennt- unamámskeiöum; að komið verði á fót hagstofnun launþega; endur- skoðun á skatta- og útsvarsálagn- ingu; að persónufrádráttur verði á- kveöinn í samræmi við verðlagsþró- un. Þessi og reyndar fleiri eru helztu baráttumál B.S.R.B. í 1. maí ávarpinu, og þar er ennfremur lögð áherzla á aukna samstöðu og sam- starf í baráttu launamanna. — ÞB Stúdentafélag Höskólans víll í kröfugöngu nteð verkalýðnum • Stjórn Stúdentafél. Háskóla ís- lands vill nú leggja áherzlu á stuðning sinn við kröfu um kjara- bætur handa hinum lægstlaunuðu, og í fréttatilkynningu, sem Vísi hefur borizt frá SFHÍ er skorað á stúdenta, „að sýna stuðning sinn . , . í verki með Þátttöku í göngu verka- namt v,ð k°rí*ola Pólyfonkórsms lýðsfélaganna 1 maí“. 11 vetur. Gefst borgarbuum i fyrsta Sömuleiöis hefur stjórn SFHÍ (i s,nn tæklffri t,! að hlýða a hrí' huga að taka upp viðræður við! ffldan Póiyfónkórmn á samsöng Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna um, j kors,ns ’ Kristsldrkju n.k. sunnu- að SPH'Í veröi beinn aðili að kröfu-! daS> en har verður tek,zt á v,ð göngu verkalýðsfélaganna 1. maf.! kórverk ekki m,nni manna en — ÞB i tta^dels, Schuberts og Bachs. Kórskóli Pólvfónkórsins var sett- Til eflingar söng- mennt borgarbúa • Það er verulega söngelskur liðsauki, sem Pólýfónkórinn hefur fengið aö hlið sér. Er sá liðsauki skipaður meginhluta þess 150 manna hóps, sem stundaöi ur á laggirnar í vetur til eflingar Pólýfónkómum og tim leið söng- mennt borgarbúa almennt, Starf- aði skólinn í 10 vikur og var kennt eitt kvöld í viku, tvo tfma f senn. Áhugi nemendanna var slíkur, að ákveöiö var að gefa þeim kost á að stunda áfram vikulegar kóræfingar. Eru það um 90 manns, sem sýnt hafa því boði áhuga og eru það einmitt hin sömu og* ' hefja upp raddir sínar með Pólý- j fónkórnum á sunnudaginnu. — ÞJM Ingóll'ur Guðbrandsson söngstjóri býr sig undir að samæfa kórsins undir samsönginn í Kristskirlqu n.k. sunnudag. „Já, við prófuðum að fá lánað- ar 2 geitur úr Sædýrasafninu og lamb líka, og fénaður þessi mætti á 2 æfingar, svona til reynslu. Því miður tókst ekki að aga skepnurnar neitt, þær skildu ekki ténlistina og áttu það til að hægja sér þegar verst gegndi og á versta stað, svo þeir slepptu þessu bara úr sýning- unni,“ sagði Klemens Jónsson, blaðafulltrúi Þjóðleikhússins, í morgun. „Æ, þessi dýr eru allt of erfið og skilja ekki leiklist — hvernig sem á því stendur.“ Og þess vegna frumsýna þeir Zorba í kvöld geitalausan. — Vonandi gengur allt vel fyrir því, og þótt geiturnar hafi kom- ið sér út úr húsi í Þjóðleikhús- inu, þá munu þar enn vera eftir leikarar, sem standa fyrir sínu, þeirra á meðal er þessi litla hnáta, sem átti að passa geitum- ar, en fær nú einhvern annan starfa hjá honum Sullivan Zorbastjóra. — GG Geitur slæmir leikarar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.