Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 1
63. árg. Mánudagur 20. ágúst 1973 189. tbl. FLEIRI HÖFÐU ÚR GÁMINUM STOLIÐ — sjá baksíðu SVERRIR VILL HELZT EKKI DREPA Á VÉLINNI! Sverrir vegagerðarmaöur Runólfsson getur Ilklega selt aðgang að vegageröartil- raun sinni á Kjalarnesi, þeg- ar hún hefst. Svo mikili er spenningurinn fyrir þvi hvernig til tekst. Sjálfur viil hann helzt taka nyrzta kaflann, sem honum var boðinn, — og haida siðan áfram allt norður til Akur- eyrar. — Baksíðan. ■>- Kerfisblaðið og útvarpið iátið nœgja Blaðið „þeirra I kerfinu” er Lögbirtingablaðið. Þar eiga nýjustu fréttir af ýmsu að birtast. T.d. þegar bensin hækkar um 2 krónur, skattur upp á 4-10 þúsund krónur á hvern bileiganda er ákveð- inn, þá er bara auglýst i kerfisblaðinu og tilkynning sett I „grautinn” hjá útvarp- inu. — Sjá baksiðu. Samkoman fyrirtak; — og gestirnir fá fyrstu einkunn! „Útihljómleikar af þessu tagi ættu að vera hverja ein- ustu góðviðrishelgi”, varð einum samkomugesta i Laugardalsgarði að oröi i gærdag. Þar fór fram vel heppnuð samkoma, messa, popptónleikar og þjóðdans- ar. Allir undu vel við þessa nýbreytni I góðviðrinu. Og ekki bara það. Samkomu- gestir fá fyrstu einkunn blaðamanns okkar, sem fylgdist með, fyrir ágæta umgengni um garðinn. — Sjá bls. 3. Hvað er hœgt að gera við rabarbarann? — sjá INN-síðu á bls. 7 ☆ ÞÆR SÆNSKU ÞYKJA GÓÐAR EN FULLDÝRAR - bls. 3 SKILA FJÖRUNNI HREINSAÐRI í DAG — fugladauði lítill við Skúlagötuna, en rottudauðinn þeim mun meiri Erfiðu og sóðalegu verki að Ijúka: Olfunni mokað upp I tunnur. Óþrifalegt og í alla staði andstyggilegt verkefni, sem starfsmenn BP fengu um helgina. Ahorfendur voru fjölmargir og stóðu á bakkanum fyrir ofan. (Ljósm. VIsis BB). ,,Ekki höfum við fundið meira en fjóra eða fimm dauða fugla i oliunni kringum Klöpp enn sem komið er, Hins vegar höfum við fundið talsvert meira af dauðri rottu,” sagði Svan Frið- geirsson stöðvarstjóri hjá BP i viðtali við Visi. Upplýsti hann, að hin erfiða oliuhreinsun hafi gengið nokkuð vel og yrði væntanlega lokið i dag. „Það hafa verið i kringum 250 þúsund litrar af vegaoliu, sem runnu út er ventillinn sprakk sl. laugardag. Aðeins 5 til 10 þúsund litrar af þvi magni runnu i sjóinn, útskýrði hann. „Sú olia, sem náði að renna i sjóinn þrátt fyrir varnargarðinn, fór i gegnum frárennslisop sem stóð opið,” hélt Svan áfram. Hann upplýsti aö sá leki, sem hér átti sér stað, stæði ekki i neinum tengslum við þann leka, sem vakti hvaö mesta athygli fyrr á þessu sumri. Óhappið væri nú af allt öörum ástæðum. „Við verðum að viðurkenna, að geymarnir á Klöpp eru komnir all verulega til ára sinna, en þeir eru þó i nokkuð þokkalegu ástandi, þrátt fyrir aldurinn, enda mikið þykkara i þeim, en nýrri tönk- um,” sagði Svan. Hann benti á, að smátt og smátt hafi BP verið að hætta notkun geymanna á Klöpp. Það væri að- eins vegaolia, sem þar væri á geymunum núna. „Þaö er senni- lega stór spurning, hverjum beri að reisa nýja geyma fyrir vega- oliu þegar til kemur,” sagði Svan, en vegaolia er notuð til oliu- malarlagningar. 15 til 20 manns hafa unnið við að moka oliunni i tunnur, en það verk er helzt ekki hægt að vinna nema á flóði og fyrst eftir að fell- ur út. Þegar þvi er lokið.verður notaður háþrýstiútbúnaður til að hreinsa fjöruna með eyðiefnum. Að sögn Svans, hefur olian litið runnið til sjávar. Sú brák, sem sjá mætti væri afar þunn. -ÞJM. STOÐVAST VEGALAGNINGIN? Verður hœgt að nota geymana við Klöpp úfram? Skip vœntanlegt með nýjan olíufarm eftir 3 vikur — rannsókn hafin ó geymunum Þegar er hafin könnun á þvi hvort unnt verður að haida áfram að geyma svartoliu i geymunum við Klöpp, en eftir 3 vikur er væntanlegt skip til landsins með svartoliu, sem nota á i oliumöl til vegalagningar. Er mikið i húfi að unnt verði að koma olíunni i geyma strax og skipiö kemur til Iandsins, þvi ella mun vegalagn- ing, t.d. við Grindavik, Sandgeröi og i Kollafjarðarkleifum að öllum likindum stöðvast. Ólafur G. Einarsson hjá Oliu- möl h.f., sem er kaupandi að svartoliunni sem fór i sjóinn, sagði blaðinu i morgun að þessi 7- 8 tonn sem þarna fóru forgörðum hefðu engin úrslitaáhrif á vega- lagninguna, en ef ekki reyndist unnt að nota þessa geyrna áfram, gæti ástandið orðið alvarlegt. Siglingamálastofnun rikisins mun þegar i stað láta gera könn- un á geymunum við Klöpp og sagði Stefán Bjarnason tækni- fræðingur blaðinu að gert væri ráð fyrir að könnunin tæki 4 til 5 daga. Sagði Stefán að þetta væri erfitt verk, en reynt yrði að flýta þvi eftir föngum, þar sem hugs- anlegum viðgerðum á geymunum yrði að ljúka innan þriggja vikna, áður en skipið kemur meö nýjan farm af oliu. „Við vonumst til þess að unnt verði að gera við geymana og nota þá áfram, þar sem engir aðrir geymar eru til hér i ná- grenninu. I Þorlákshöfn er einn geymir, sem tekur næstum jafn- mikið og þessir báðir til samans, en það er mjög óhagkvæmt að þurfa að aka oliunni svo langt burtu frá borginni. En það er þó bót i máli að hafa hann upp á að hlaupa ef allt annað bregzt”, sagði Stefán. Verður byrjað þeg- ar i dag að kanna geymana á Klöpp með fyrirhugaðar viðgerð- ir I huga. —ÞS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.