Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 8
8 Visir. .Mánudagur 20. ágúst 1973. Landsbanki íslands mun á næstunni ráða starfs- fólk í bankastörf, — bæði í aðalbankann og úti- búin í borginni. Hér er um að ræða fjölbreytt framtíðarstörf fyrir áhugasamt starfsfólk: GJALDKERASTÖRF ALMENN AFGREIÐSLA BÓKHALD VÉLRITUN GÖTUN (IBM VÉLAR) MÖTUNEYTI BIFREIÐASTJÓRN Landsbankinn býður starfsfólki sínu góða vinnu- aðstöðu, starfsþjálfun og starfsöryggi. Fjölbreytni í starfi, mötuneyti og góð félagsleg aðstaða eykur gildi starfsins. Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ár. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um störfin veitir starfsmannastjóri. Litir. Hvitir og brúnir Nr. :i5-4(». Fantanir óskast sóttar sem fyrst. PÓSTENDUM SAMDÆGURS. DOMUS MEDICA, 'Egilsgötu 3 pósthóH 5060. Sími 18519. BOÐ OG BÖNN Seint i júlimánuði voru sex manns, konur og karlar allt ,,ungt og menntað” nútima fólk á íslandi spurð. „Hvernig lizt yður á, nú er opinn bar á miðvikudögum?” Þetta virðist nú ósköp þýðingarlitil og hversdagsleg spurning. Og ekki kom það neitt á óvænt, að öllum þessum íslendingum fannst ágætt að hafa bar opinn á miðvikudögum og þá um leið alla daga. Þar kemur glöggt, hver gáfu og greindarþjóð byggir landið 1973. En annað vakti meiri furðu og satt að segja algjöra furðu margra. Allt þetta fólk gaf þá i skyn eða notaði tækifærið til að lýsa þvi yfir, að það væri á móti öllum hoðum og bönnum.Takk. Ekki skal hér rætt það, sem flestum átti að vera kunnugt hjá þjóð, sem telur sig hafa verið kristna i bráðum þúsund ár, að boðorðin tiu, sem flestar „siðmenntaðar” þjóðir, jafnvel þjóðir meö „vinmenningu” eins 02 t.d. Frakkar, álita hornsteina samfélagsins, þessi boðorð eru öll ho ð og bönn. Það er auðvitað alltof gamaldags fyrir ungt fólk að muna eftir svoleiðis hégóma. En við skulum taka það sem nærtækara er. Ef einhver þessara karla eða kvenna, sem kannske eru feöur og mæöur tæki nú upp á þvi einn góðan veðurdag að fara með eitthvert af yngri börnum t.d. tveggja eða þriggja ára i „bæinn” þegar mest væri umferðin. Væri þá ekki tilvalið að leyfa þvi leik á miðri akbraut á Laugavegi eða Miklubraut? Ekki ætti að takmarka frelsi blessaðra litlu barnanna með boðum og bönnum, sem vondir og heimskir menn hefðu búið til. Umferðareglur eru nefnilega bæði boð og bönn. Og þvi hljóta þær að vera forkastanlegar að dómi gáfaðs fólks, sem veit miklu betur. En um afleiðingar skal ekki rætt hér. Eins mætti spyrja, er ekki hrein fjarstæða og takmörkun á frelsi einstaklings og þjóða þetta margrædda fisk- veiðibann og landhelgismál, sem allt er um boð og bönn? Ættum við þetta vitra sjálfglaða islenzka fólk ekki að sleppa öllu sliku og gera öllum frjálst að veiða uppi við landsteina, meðan nokkur fiskur finnst i siónum? Svona mætti áfram halda enda- laust. Frelsi er gott og fegurst gæða, en sé það ekki innan vissra takmarka og eftir þroska þeirra, sem njóta, þá verður það hin versta hefndargjöf. Boð og bönn eru enn nauðsynlegar girðingar um laukagarð hamingjunnar bæði fyrir þig og mig, og svo mun þvi miður lengi verða. —Arelius Nielsson VISI 8-66-11 s*r£ iFA^y- x/UAN r Mi* l A BÁíAU T HUS6AGNAVEKZ1UN GUSMUNDAR GURMUNDSSONAR VIVEX " er stórglæsilegt sófasett VIVEX " fæst með ótal áklæðum Við bjóðum yður að líta ó okkar stórglœsilega húsgagnaúrval Ný sófasett koma í verzlunina daglega Hjó okkur eru 600 fermetrar þaktir húsgögnum ☆ Kynnið yður okkar hagkvœmu greiðsluskilmúla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.