Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 24

Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 24
VÍSIR Mánudagur 20. ágúst 1973. Bensín hœkkaði um 2 krónur í mestu rólegheitum: / Tilkynningar til almenn- ings í útvarpsaug- lýsingu og Lögbirtingi Þegar borgarbúar voru aö fylla tankinn hjá sér á laugardag áöur en þeir óku út úr bænum, tóku þeir eftir aö iskyggilega litiö fór á ' tankinn fyrir hundraökallinn. Kont i ljós aö daginn áöur haföi bensiniö hækkaö um 2 krónur litrinn, i 23 krónur. „VIL HELZT HALDA ÁFRAM MEÐ VEGINN TIL AKUREYRAR" — segir Sverrír Runólfsson, sem kýs nyrzta kaflann af þeim þrem sem standa til boða ,,Ég hef ekki ákveðið hvenær ég hef fram- kvæmdir en ég hef litið á aðstæður nú þegar. Ég vil helzt fá alla þrjá kaflana, en ef ég fæ að- eins einn, þá vel ég þann nyrzta af þeim, býzt ég við, það er að segja kaflann á milli Ártúnsár og Tiðar- skarðs”, sagði Sverrir Runólfsson, vegagerð- armaður, þegar við ræddum við hann i morgun. ,,Ég vil þá helzt nyrzta kaflann og siöan vildi ég halda áfram til Akureyrar og leggja 10-15 kilómetra á dag. Hvaö við- kemur frosti, þá er ég viss um, að það mætti finna einstaka daga án frosts.” „Vélin sem nú er komin til landsins, þ.e. hrærivélin, gerir slitlagið og burðarlagið. Ég á ekki von á hinum hluta vélar- innar, þ.e. takkaþjappara og mulningsvél, sem mylur á staðnum, fyrr en meö vorinu, en viö eigum tæki i landinu, sem reyndar eru ekki eins hagkvæm, en mér hefur verið gefiö loforð um að fá aö nota. Reyndar munnlegt loforð.” ,,Nú bið ég eftir verkfræöing- um, en þetta eru ágætiskaflar sem ég fæ aö velja úr. Ég legg bara til, að ég fái að halda áfram til Borgarfjarðar. Helzt vildi ég fá 5 samstæður af vélum sem þessari og þá væri hægt að ljúka við slitlag i öllum þorpum landsins á einu ári. Og kannski nokkrar kilómetra út fyrir þorp- in.” „Vegakerfi landsins er at- vinnuæðar þjóðfélagsins, og viö megum ekki hafa kalkaðar æöar,” sagði Sverrir að lokum. -EA. FLEIRI HÖFÐU STOLIÐ ÚR GÁMINUM - 33 sérríkossor og tolsvert mogn af bílútvarpstœkjum hurfu Nœturfrost við Reykjavík og kartöflu- grösin fallin Þaö leynir sér ekki að nú haustar aö, enda cr þcgar far- iö aö frjósa á nóttunni á ein- staka staö á landinu. í nótt mældist 1 stigs frost á liellu en i fyrrinótt var örlitiö frost hér i Kcykjavik, það fyrsta á haust- inu. Féllu kartöflugriis i ná- grenni borgarinnar, t.d. á llólmi rétt við Geitháls, en þar mældist 2ja stiga frost. Er haustiö óvanalega snemma á fcrðinni i ár. Þrátt fyrir sól og bliðu i gær mældist hitinn hcr i Rcykjavik aöcins um 11 stig, tii borgál'búai lctu þaö ekki á sig fá og nutu sólarinnar I rik- um mæli, enda liklega hver siöastur aö fá lit á andlitiö fyr- ir veturinn. Spáö er hægviöri mcö skúrum hér vestan til á landinu næsta sólarhring, en sóiskini fyrir austan. —ÞS BORG ARST JÓR ASKRIFSTO FU RN AR FLYTJA EKKI AÐ FRÍKIRKJUVEGI 11 — en um það höfðu komið fram tillögur Verður unnt að endurbæta „gömlu húsin” og hefja þau til virðingar? Eitt hið merkasta þeirra er „templarahöllin” svo- nefnda að Frikirkjuvegi 11. Þar cr nú unnið að endurbótum. Ætlunin er, að þar veröi mikii- vægar skrifstofur borgarinnar. Sá möguleiki var ræddur, að borgarstjóri flytti skrifstofur sinar i betta gamla hús. Borgarstjóri sagði i morgun, að nú væri afráöið að flytja skrifstof- urnar ekki. Við athugun heföi komiö fram, að óheppilegt yrði að flytja litinn hluta borgarstjórnar- skrifstofa þangað. Menn vildu ekki slita starfsemina I sundur með þeim hætti. Þar mundu verða áfram skrifstofur Æskuiy ðsráðs. — HH. Tilkynning sem kom um það i útvarpi haföi greinilega farið fram hjá flestum. Blaðið hafði samband við verðlagsstjóra i morgun og sagöi hann, að hækk- unin hefði tekið gildi 17. þ.m. og tilkynning hefði verið birt um hana i Lögbirtingablaðinu og i út- varpinu daginn áður. Sagðist verðlagsstjóri ekki telja þörf á að tilkynna slikar hækkanir i dag- blöðunum, enda hefði það ekki veriö gert undanfarin ár. Sagði hann engin áform á döfinni um breytingar á tilkynningum um siikar hækkanir. Þá sagði verð- lagsstjóri ennfremur að ástæðan fyrir þessari hækkun væru erlendar hækkanir, en húsaolla hækkaði einnig úr 5.30 kr. pr. litra I 5.80. — ÞS. Fyrir árvekni lögreglumanna, komst upp um stórþjófnaö á áfengi og útvörpum um helgina. Lögrcgluþjónar frá miöborgar- stööinni voru á ferö um borgina, þcgar þeir komu auga á stóran amcriskan fólksbil, mjög siginn aö aftan. Vildu þeir kanna hvaö hér væri á seyöi. Þegar lögregl- an nálgaöist, jók billinn feröina, og hófst þá cltingaleikur. Honum lauk á llverfisgötunni, þegar ameriski fólksbíllinn varö fyrir truflun frá öörum bíl. Hemlaöi liann, en rann þá til aö aftan, og komst ekki lengra. Fimm piltar á aldrinum 16 til 18 ára voru i bilnum. Þeir hlupu út úr honum, en þrir þeirra náðust. Hinir tveir náðust þó nokkrú seinna. Tiu kassar af serrii voru i biln- um og nokkurt magn af bilút- varpstækjum. Þetta gerðist um klukkan 4 á aðfaranótt sunnudags. Kom i ljós að þessu hafði verið stolið úr gámi frá Eimskipafélaginu, sem stóð við Faxagarð. Nokkur hluti þýfisins. 33 kassar af sérri hurfu, og ótaliö magn af bilútvarpstækjum ásamt hátölurum. Útvörpin eru af geröinni Hitachi, frá Japan. Ljósm.: Bj. Bj. væri i gáminum að finna, og farið á staðinn. Rannsóknarlögreglan er nú aö leita að þeim sem gætv hafa brot- ið upj) gáminn upphaf lega. Piltarnir sem hándteknir voru, eru flestir úr Kópavogi, og höfðu þeir ekið þýfinu úr fyrri ferðinni þangað. Þannig hagar til með gámana, að hægt er að verjast þjófnuðum úr þeim. Er þeim þá raðað þannig að hurðirnar snúa saman á hverj- um tveim gámum. Það haföi þó ekki veriö gert i þessu tilfelli. Margir tugir gáma standa við Faxagarð á hverjum degi. Er al- gjör tilviljun hvort hægt er að rekast á gám með góssi sem þessu i. Ekki er vitað hvort þjófarnir hafi rekizt á þennan af tilviljun, eða hvort þeir hafi feng- ið einhverja vitneskju um inni- hald hans. Talsverðu magni af bilútvarps- tækjum var stoliö. Eru þau af geröinni „Hitachi”. Serriiö er aft- ur á móti „Dry Sack”. — ÓH. Gáminum var læst með hengi lás, en hann hafði verið brotinn upp. Þegar piltarnir voru yfirheyrð- ir, kom i ljós að þetta var önnur ferð þeirra i gáminn. Hafa sam- tals fundizt 13 kassar sem þeir stálu. Hinsvegar vantar 33 kassa i gáminn, og talsvert magn af út- varpstækjum. Telur rannsóknar- lögreglan að aðrir hafi verið búnir að fjarlægja úr gáminum, áður en piltarnir komust i hann. Hafi þeir þá heyrt um aö eitthvað Gámurinn, sem stoliö var úr, var staösettur á hafnar bakkanum, tii vinstri á myndinni. t morgun var búiö aö tæma hann og fjar lægja. Ljósm.: Bj.Bj. Skildu hestinn eftir í r — eftir að hafa blOOl Sinu ekið hann niður Bill ók á hest i Garöi i fyrri- nótt, og slasaöi hann svo illa, aö aflifa varö hann. Lögreglan i Keflavik fór á staðinn, og telur hún að ekið hafi verið aftan á hestinn. Annar afturfótur hestsins brotnaði fyrir neðan lið, og var brotiö svo mikið að beiniö stóð út úr, og neðri hluti fótsins lá þvert fyrir. Mikið blæddi úr hestinum. Hesturinn virðist hafa kastazt út fyrir veginn við áreksturinn, og reynt að krafla sig upp á veginn. Þarna mátti mérkjá skýr för eftir áreksturinn. Lögreglan telur, aö miðað viö aðstæður hafi það verið fólksbifreið sem ók á hestinn. Taliö er að vinstra frambretti hennar hafi farið á hann. Billinn er enn ekki fundinn, og leitar lögreglan nú að hon- um. — ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.