Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 14

Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 14
14 Visir. Mánudagur 20. ágúst 1973. FOR um FYRIR MFISTARA- BRAGNUM IKFFLA VlK varir, en að visu var uppskeran rýr að þessu sinni. A fyrstu 15. minútum leiksins áttu Vestmannaeyingar i það minnsta tvö hörkuskot sem Þor- steinn Ölafsson varði naumlega. 1 bæði skiptin hefðu sóknarmenn Eyjamanna liklega getað sett punktinn yfir i-ið og skorað ef þeir hefðu fylgt skotun- um eftir, þvi i hvorugt skiptið hélt Þorsteinn knettinum. í leik Keflvikinga gætti þess mjög, að leika átti upp á hina fljótu framherja liðsins Steinar og company. Mikið var um langar spyrnur fram völlinn og minnti leikur liðsins um sumt á leikinn við FH i bikarkeppninni á dögun- um Landsliðsmarkmaðurinn Þor- steinn ólafsson hafði sannarlega nóg að gera i þessum leik og reyndar vörn Keflvikinga öll. Vestmannaeyingarnir voru mun meira i sóknþóttþeim tækist ekki að skora. Þeirra langbeztur var örn óskarsson og var hann jafn- vel bezti maður vallarins. 1 byrjun siðari hálfleiks áttu Keflvikingar allgott tækifæri, þegar Ástráður Gunnarsson hljóp upp kantinn og skaut hörkuskoti, þegar upp að vitateig Vest- mannaeyinga kom. Knötturinn stendi i markið upp við þverslá en Ársæll sló hann afturfyrir. Mark Steinars, sem kom á ell- eftu stundu eins og áður sagði, varð þvi það eina i leiknum og mega Keflvikingar sannarlega vel við una. Eftir gangi leiksins hefði ekki verið ósanngjarnt, að i það minnsta annað stigið, ef ekki bæði, hefðu lent hjá Eyjamönn- um. Enhvaðum það, mörkin ráða i knattspyrnunni og enn bættu Keflvikingar stöðu sina i 1. deild- inni. Þaö var lítill meistara- bragur á leik Keflavíkur- liðsins, þegar það lék við Vestmannaeyinga á Kefla- víkurvellinum á laugar- daginn. Of mikið er sagt, að þeir hafi skorað úreina tækifæri sínu í leiknum, en það mátti sannarlega ekki tæp- ara standa, að annað stigið færi til Vestmannaeying- anna. Mark KefIvíkinganna það eina í leiknum, kom i lok siðari hálf leiksins. Skotið var að marki Vest- mannaeyinga, knötturinn hrökk af Ársæli markverði og Steinar, sem fylgdi skot- inu vel eftir, náði knettin- um og skoraði. Vestmannaeyingar áttu mun meira i þessum siðari leik liðanna i 1. deildarkeppninni. Nær allt spil, sem sást úti á vellinum var frá þeim komið. Að visu gefur það andstæðing- unum alloft tækifæri til að kom- ast i vörn, þegar Eyjamenn leika þvert yfir leikvöllinn milli þriggja eða fjögurra manna. Árangurinn kemur þó fyrr en Þarna eigast þoir við kapparnir örn Óskarsson og Guðni Kjartansson i leik Keflavikur og Vestmannaeyja á iaugardaginn. örn átti mjög góö- an leik, og liöfðu Guðni og félagar i Keflavikurvörninni nóg að gera við að bægja hættunni frá. LANLAUSIR BLIKAR EYGJA ENNÞÁ YONARGLÆTU Mikil synd væri að segja, að lánið hafi leikið við Breiðablik i síðari leik þeirra við Akranes í gær. Kannski var fyrsta mark- ið, sem þeir fengu á sig dæmigert. Friðþjófur Helgason var með knött- inn rétt utan við vítateig Breiðabliks og engin yfir- vofandi hætta virtist á ferðinni. Teitur Þórðarson kemur á móti Friðþjófi og fer knötturinn í Teit, sem leikurað markinu. Þar rek- ast þeir saman Gissur og Teitur með þeim afleiðing- um að Gissur liggur óvígur eftir, en Teitur . spyrnir í mark án þess að Rikharður Jónsson fái aðgert, en hann var kominn í markið. Við athugun kom i ljós, að sprungið hafði fyrir á efri vör á Gissuri markverði og einnig hafði losnað eitthvað af framtönnun- um. Var hann þvi fluttur á Slysa- deildina. Þannig stóðu leikar i hálfleik, Akranes hafði skorað eitt mark en Blikarnir ekkert. Litið bar svo til tiðinda þar til á 20. minútu siðari hálfleiks, að Ólafur Friöriksson átti þrumu- skot af vitateig, sem lá. i neti Skagamanna án þess að nokkur fengi að gert. Fallegt mark hjá Ólafi. Breiðablik átti alltaf mun meira i leiknum en þaö var ekki fyrren á 25.minútu, sem nýliöan- um Herði Harðarsyni tókst að ná forystunni fyrir þá. Hann brauzt upp kantinn hægra megin og skor aði með föstu skoti úr þrongri stöðu i vitateigshorninu. Skömmu siöar fá Skagamenn hornspyrnu. Knötturinn er gefinn inn á vitateiginn og berst hann siðan þar sem þeir eru Jón Gunn- laugsson og Einar Þorleifsson. Sóti Jon auðvitað fast, en Einar varðist, en svo slysalega vildi til, að Einar sendi knöttinn með þrumuskoti i eigið mark. Leikar stóðu þá tvö mörk gegn tveimur og var fariö að liða að leikslokum. Blikarnir voru þó ekki af baki dottnir og þegar fjórar minútur voru eftir fékk Guðmundur Þórðarson knöttinn á vinstri kanti. Hann leikur á Björn Lárus- son, sem kemur aðvifandi fer upp að endamörkum alveg við mark Akranessog gefur knöttinn þaöan út á teiginn. Þar er Ólafur Frið- éiksson kominn og á hann auðvelt með að renna knettinum i net Akurnesinga. Það voru þvi allar horfur á, að loksins ætluðu Blikarnir að fara heim með bæði stigin. Þeim varö þó aldeilis ekki kápan úr þvi klæðinu, þvi rétt fyrir leikslok brýzt Karl Þorðarson i gegn og gerir þriðja mark Akurnesinga i leiknum. Þannig lauk þessum leik Akur- ensinga og Breiðabliks, þrjú mörk gegn þremur. Kópavogslið- ið sótti mun meira allan leikinn og áttu þeir mörg tækifæri, til dæmis skaut Guðmundur Þórðar- son i stöng i fyrri hálfleik. t Akranesliðið vantaði Matthias Hallgrimsson en leikmenn virtust þreyttir, enda eru þeir búnir að leika 5 leiki á 9 dögum Breiðablik á ennþá möguleika á þvi að hanga i deildinni KR er með 7 stig en Breiðablik er með 3 stig og á eftir að leika þrjá leiki, við Vestmannaeyjar, KR og Keflavik. Ljóst er þvi, að róðurinn verður þungur en engin ástæða er fyrir þá að gefast upp fyrr en i fulla hnefana. Akveöiö hefur veriö, aö Johan Gruyff stjarnan í hollenska liöinu Ajax leiki næsta keppnistimabil meö spænska liöinu Barcelona.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.