Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1K. desember Jólagjafahandbók Vísis 5 Þetta er góð jólagjöf handa börnum yngri en 5 ára. Gallarnir, sem hér um ræðir, fást i Gefjun, Austurstræti 10. Þessi er i rauðum lit, en þeir eru einnig til I bláum og f 4 stærðum. Úlpan kostar 1675 en buxurnar 1.185 kr. Þetta leikfang má einnig kalla þroskaleikfang, en þetta er smiðadót. Skrúfur úr plasti eru settar á borðiö og barn- ið á að finna rétta lykilinn fyrir hverja skrúfu. Leikfangið kostar 196 krónur og það fæst í Liverpool Laugavegi l8a. Það getur oft veriö erfitt aö fá hentuga barnakuldaskó, en hér koma einir, sem barninu mun áreiðanlega Ilka. Þessir fást I skóverzlun Steinars Waage I Domus Medica, Egilsgötu 3. Þeir eru norskir og eru til i brúnum og rauð- um lit. Veröiðer frá 2.123 kr. Fást f númerunum 22-30. Jólagiöfin handa 6 - 12 óra börnum: OG NU HEFST AIVARA IÍFSINS Þau eru kannski ekkert sérstaklega hrifin af þvl að vera að þvo sér einum of oft krakkarnir á þessum aldri. En kannski sápa I fótboltaltki eða sápa I llki Andrésar-andar hjálpuðu til? Þessar sápur fást I Tlbrá, Laugavegi 19. Fót- boltinn kostar 85 krónur, en hin 102 kr. Hér er litiö ferðaútvarpstæki, sem gaman gæti veriö að gefa yngri kynslóðinni, sem hefur orðið gaman af að hlusta á útvarp, t.d. barnatlma eða annað. Þetta fæst I Heimilistæki, Hafnarstræti 3, og kostar 1.825 kr. Það er af gerðinni Philips. Hér er Hklega eitt það bezta til að hjálpa börnunum að festa islandssöguna sér f minni. Það er Söguspil svokall- að, sem fæst I Pennanum Laugavegi 178. Þetta er tslands- sagan eins og hún leggur sig, og þegar börnin spila, fara þau i gegnum svarta-dauða og ýmis önnur tfmabil. Spilið kostar 785 kr. og svipar kannski aö mörgu leyti til Matador spilsins. Nú getur barniö hvilt sig frá teiknimyndum kvikmynda- húsanna. Ilér er kvikmyndavél, sein ineð fylgja kasettur. A hverri kasettu er teiknimynd sem er álika löng og teiknimynd I bió. Barnið snýr svcif á vélinni og þá hreyfist ntyndin nákvæntlega eins og i raunvcruleikanum. Myndin er i litum og til eru 5 gerðir af kvikmyndum. Fæst I leik- fangavcr Klapparstig 40 og kostar 995. Ein kasetta kostar 495 kr. Börn hafa mjög gaman af þvi að grúska i ýmsum hlut- um og rannsaka. Hér er þá eitt gott tæki til þess, það er smásjá. Þessi kostar 1.490 krónur og er með Ijósum. Hún fæst I Sportval Laugavegi 116. FRAMHALD A NÆSTU SÍÐU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.