Vísir - 10.06.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 10.06.1974, Blaðsíða 12
„Parið" fró rannsóknar- lögrcglunni sigraði! Þeir Ragnar Vignir og Aðalstcinn Guðlaugsson sigruðu I Slazenger golf- kcppninni hjá GR, sem fram fór um síðustu helgi. Var þaö opin keppni og var ieikinn skozkur fjórleikur — tveir og tveir saman og slógu þeir annað hvert högg til skiptis. Þeir Ragnar og Aöal- steinn, sem báðir eru starfs- menn Rannsóknarlögregl- unnar, höfðu aö sögn annarra keppenda „rann- sakað völlinn gaumgæfi- lega” fyrir keppnina og fóru þvi með sigur af hóimi. Þeir léku 36 holur á 146 höggum nettó, eða höggi bet- ur cn næsta „par”, sem voru meistaraflokksmennirnir Ómar Kristjánsson og Óskar Sæmundsson. t þriðja sæti kom svo ólafur Agúst Þor- steinsson og Guðjón Einars- son á 150 höggum. Allir fengu þessir menn mjög vönduð og glæsiieg verölaun frá Slazengerum- boðinu hér á landi. Voru t.d. fyrstu verðlaunin tvær golf- kerrur, og önnur verðiaunin golfkyifur.... að sjálfsögðu allt frá Slazenger. -klp- Hlaupaskór, lang- stökksskór, þri- stökksskór, kúlu- varpsskór, kringlu- kastsskór, hástökks- skór. Verð frá kr. 1940 - 5500. PUMA — ÆFINGAGALLAR Verð frá kr. 3000 - 5400 Póstsendum. Sportvöruverzlun Ingólfs (jQkarssonar Klappanlig 44 — Slml 11783 — Ríykjavft Bjarni Stefánsson KR kemur fyrstur I mark I 200 metra hlaupinu á E.Ó.P. mótinu á föstudagskvöldiö. Vilmundur Vilhjálmsson, lengst til hægri, nær öðru sætinu rétt á undan hinum efnilega spretthlaupara Sigurði Sigurðssyni, Armanni, sem þarna setti nýtt og glæsilegt sveinamet. Ljósmynd Bjarnleifur. Allir skoruðu nemo mark- vörðurinn og bakverðirnir! — er Breiðablik sigraði ísafjörð í 2. deild 9:0 Þaö var heldur betur stuö á Breiðabliksmönnum í leiknum við Isfirðinga í Kópavogi á laugardaginn. Þeir léku Vestfirðingana svo grátt, að jafnvel hörð- ustu stuðningsmenn Breiðabliks voru farnir að halda með þeim í lokin og er þá mikið að ske í Kópa- vogi. Það var ekki útlit fyrir að neitt sérstakt ætti eftir að koma fyrir i leiknum, þegar nokkuð var liðið á hann. Menn bjuggust við þessu venjulega 2. deildarþófi — litið af mörkum en mikið af spörkum. Kópavogsbúarnir skoruðu þó tvö mörk I fyrri hálfleik. En ekki var fjarri lagi að ísfirðingar hefðu einnig átt skilið að hafa skorað mörk — a.m.k. eitt, eftir fast og mikið skot sem small i stöngina og langt út á völl. En i siðari hálfleik fóru hlutirn- ir að gerast. Hvað eftir annað brunuðu Kópavogsbúarnir upp og sendu knöttinn i netið hjá Is- firðingunum. Áður en leiknum var lokiö höfðu þeir skorað 7 mörk og með mörkunum 2 I fyrri hálfleik höfðu þeir skorað i allt 9 mörk gegn engu. Það voru allir leikmenn Breiða- bliks sem skoruðu i þessum leik nema markvörðurinn og bak- verðirnir. Hinrik Þórhallsson var markahæstur með 2 mörk. Hinir skoruðu allir 1 mark hver og voru það þessir: Guðmundur Þórðarson, Magnús Steinþórsson, Einar Þórhallsson, Gunnar Þórarinsson, Gisli Sigurðsson, Ólafur Friðriksson og Hörður Harðarson. , , —klp— Lítill strákur úr Kópa- vogi dró að sér athygli — á afmœlissundmótinu í Laugardalslauginni Fimmtán ára strákur úr Kópavogi/ Steingrimur Davíðsson, vakti mikla at- hygli á afmælissundmóti KR og Ármanns i Laugar- dalslauginni á föstudags- kvöld — hálfpartinn stal senunni frá sænska sund- fólkinu, sem keppti á mótinu. Það var í 200 metra bringusundi og Steingrímur synti þar á 2:44.5 min., sem er mjög góður tími hjá svo ungum dreng. Það er vel innan við lágmarksaf rekið, sem krafizt er fyrir þátttöku á Norðurlandamóti unglinga, sem haldið verður í Karlsstad i Svíþjóð 5.-7. júlí. Lág- markið er 2:47.0 mín. Þessi timi Steingrims er svipaður og Elias Guðmundsson náði á siðasta Noröurlandamóti unglinga, en hann náði þar þriðja sæti — og kunnáttumenn eru á þvi, að Steingrimur geti bætt árangur sinn enn mjög næstu vikurnar. Þetta er bezti timi hans i 50 metra laug — en i 25 metra laug I vetur synti hann 200 m bringusundið á 2:40.2 min. — eða svipuðum tima og kappinn kunni, Sigurður Jónsson Þingeyingur náði bezt — en Sigurður var sem kunnugt er Norðurlandameistari á þessari vegalengd. Tveir aðrir ungir strákar vöktu lika athygli á mótinu. Daði Kristjánsson úr Kópavogi, sem er fimmtán ára, bætti sig vel i 400 m skriðsundi — synti á 4:46.0 min. og ætti að geta náð lágmarkinu á unglingamótiö, sem er 4:45.0 min. Á þessari vegalengd bætti Ar- menningurinn Brynjólfur Björns- son, sem er fjórtán ára, sveina- met Daöa — synti á 4:47.1 min. Hann á þvl heldur ekki langt i lág- markið' á vegalengdinni. Mesta athygli sænska sund- fólksins vakti hinn fjölhæfi sund- maður Risto Kaipainen, sem tók næstum þátt i hverri keppnis- grein. Hann náði ágætum tima i lOOmetra flugsundi 1:01.8 min. og var þá nýbúinn aö synda 400 metra skriðsund á 4:27.0 min. Þá náði sænska stúlkan Diana Ohls- son ágætum tima i 100 metra skriðsundi — synti á 1:01.9 min. og er það sennilega bezti timi, sem kona hefur náð á þessari vegalengd i Laugardalslaúginni. Árangur okkar bezta sundfólks var heldur rýr á mótinu. Þeir Sigurður Ólafsson, Ægi, og Guð- mundur Ólafsson, Hafnarfirði, voru nýkomnir frá Sviþjóð og virkuöu heldur þungir á mótinu, Sigurður synti 100 metra skrið- sund á 59.2 sek. og var þvi tals- vert frá sinu bezta. NAUTASKROKKAR Kr. kg Innifalið i verði: 370 - Útbeining. Merking. Pökkun. Kæling. KJÖTMIDSTÖÐIN Lakjarvtri, Laugalak 2, aimi 35020 PASSAfViTNDIR 'iáUóúnm éo Ö min-t ■c ökcoskúiteini ~ na/'rbsÁ&MeinL — sfeóúoskJ/iéainL o./i. MAK)RVi:R/1,1 NI\ 22718 LAUCAVEGI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.