Vísir - 21.10.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 21.10.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Mánudagur 21. október 1974. vfentsm: HvaO hefuröu vakaö lengst i einni lotu? Róbert Brink, verkstjóri: — Sólarhring, bara viö að skemmta mér. Ég fór aö vinna klukkan sjö og eftir vinnu um kvöldiö skemmti ég mér fram á næsta morgun. Þá svaf ég i klukkutima og hélt svo i vinnuna á ný. Agúst Atiason: — Ekki nema eitt- hvaö sólarhring. Þaö er nú litiö merkilegt. Ég var á feröalagi i bil frá Bandarikjunum til Kanada. Viö lögðum af stað klukkan 4 um miðjan dag og komum á áfanga- stað 31 tima seinna eða klukkan 11 næsta kvöld. Jú, maður var orðinn anzi slæptur. Jörundur Guömundsson, sölu- stjóri: — 1 sumar, þegar ég var með hópi skemmtikrafta úti á landi. Þá var mikið vakað. Við vöknuðum t.d. snemma á sunnu- dagsmorgni i Mývatnsveit og keyrðum yfir til Raufarhafnar. Þar skemmtum við á sunnudags- kvöld, héldum eftir skemmtunina til Akureyrar um nóttina og náðum þar flugvél til Reykja- vikur næsta morgun. Jón R. Sigmundsson, tækninemi: — Það var einn og hálfur sólar- hringur. Við vorum að fara með skúra inn á Sigöldu. Jú, maður var orðinn heldur slappur. ólafur Jónsson, kokkur: — 1 einn og hálfan sólarhring. Þá var ég á sjónum og við vorum aö kassa sild. Aður en ég fór að sofa næsta dag hitaði ég hádegisverð. Maður var ekkert oröinn sérstaklega óhress. Guömundur Agústsson, tækni- fræöingur: —-Ég var aö vinna við aö setja upp birgöastöövar fyrir Oliufélagiö úti á landi i mörg ár. Þá ferðaðist maður mikið um og vann oft langt fram á nætur. Rithöfundar eiga ekki samleið með útgefendum — varðandi baráttu þeirra fyrir eftirgjöf á söluskatti, segir stjórn Félags íslenzkra rithöfunda íslenzkir rithöfundar telja sig enga samleið eiga með útgefendum i baráttu þeirra fyrir eft- irgjöf á söluskatti. Þeir telja, að bókaútgefendur beri yfirleitt ekki með sér, að þeir reki fjár- vana fyrirtæki. Stjórn Félags islenzkra rit- höfunda bendir á, að rithöfund- ar hafi ekki orðið varir við telj- andi hækkun ritlauna, þrátt fyrir hækkað bókaverð, og telur að fjármunir bókaútgáfunnar I landinu renni til einhverra ann- arra fremur en rithöfunda. Þá telur hún, að endurskoða verði nú þegar greiðslur fyrir út- lán bóka af söfnum. Nú eru greiddar þrjár krónur þrjátiu og einn eyrir fyrir hvert eintak bók- ar á safni, án tillits til þess, hvort bókin er lánuð og lesin eða ekki. Krefjast rithöfundar, að hafnar verði greiðslur fyrir útlán i stað eintakafjölda, og verði gjald það, sem riki og byggðir greiði, 50 krónur á hvert lánað eintak. Aldrei komi til greina, að lesandinn verði látinn greiða út- lánsgjald, segja rithöfundar. Bent er á, að siðan starfslauna- kerfið var tekið upp i tengslum við úthlutun listamannalauna, hafi það gefið góða raun og leitt til þess, að skrifaðar hafi verið bækur og önnur listaverk unnin, sem enginn vildi án vera. Þeir telja af fenginni reynslu, að aukin starfslaun myndu auka listræn afköst að sama skapi. Siðast segir: „Þótt ekki sé mik- ils að vænta frá bókaútgefendum i hagsmunamálum rithöfunda, gerir stjórn félagsins þá kröfu, að gerður verði rammasamningur við útgefendur, sem tryggði, að ritlaun fari aldrei niður fyrir ákveðið lágmark.” —SH SVR á 5 mín. í stað 15 niður Laugaveginn Blaðið hafði samband viö Eirlk Asgeirsson, forstjóra Strætisvagna Reykjavikur, og spuröi hvaöa áhrif Laugavegs breytingin hefði þegar haft á akstur strætisvagnanna. „Utanáliggjandi bilar hafa þegar horfið, en þeir ollu okkur oft á tiðum vandræðum. Þetta voru bílar, sem lögðu utan á röðina,sem lá við stöðumælana. Hugmyndin er ekki sú, að SVR fái merkta akbraut eins og i Bankastrætinu, heldur verði Laugavegurinn tvær akreinar, sem öllum er heimilt að aka um. Á hægri akreininni, verður bllum og strætisvögnum aftur á móti heimilt að taka og skila af sér farþegum. Sllkar aðgerðir koma heim og saman við það, sem ofan á hefur orðið I öðrum löndum og fólk hreinlega verður að sætta sig við. Við erum þó að þyi leýti öðru vlsi, að við leyfum áfram umferð einkablla um pessa verzlunargötu, en ekki aðéins strætisvagna eins og viðast tiðkast. Með þessum aðgerðum núna vonast SVR, að I stað 15 mlnútna, sem það hefur stundum tekið að aka niður Laugaveginn, haldi þeir áætlun, sem er 5 mlnútur, þessa leið”. sagði Eirikur. —JB LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Afturhaldsöflin í útvarpinu ganga af poppinu dauðu" „Poppari” hringdi, æstur i skapi: „Enn einu sinni eru afturhalds- öflin i útvarpinu að reyna að ganga af poppi og léttri músik dauðri i útvarpinu. Ég var að hlusta á þáttinn hans Arnar Petersen „Tiu á toppnum” i gær , þegar örn tilkynnti, að þátturinn ætti að færast enn einu sinni. Að sögn hans, þá á þátturinn að vera kl. hálfellefu á föstudagskvöldum. Og þátturinn „Afangar”, sem oft flytur frá- bæra músik, á vist að hætta al- veg. Hvers konar tilræði eru þetta eiginlega við poppunnendur? Það var nógu slæmt, þegar „TIu á toppnum” var færður af laugardögum yfir á sunnudag, þótt það eigi ekki að flytja hann á þennan tima. Hvaða ástæða ætli liggi að baki þvi að færa þáttinn svona til. Heldur útvarpsráö, að poopunn- endum sé botur sm.it með þvi að færa þáttinn svona? Ég spái þvi, að þátttaka I at- kvæðagreiðslum um vinsælustu lögin eigi eftir að detta alveg niður við þessa breytingu. Það er staðreynd, að fólk á aldrinum 10 til 25 ára hlustar mest á þennan þátt. En það er svo margt, sem glepur, sjónvarp, bióhús, skólaböll o.fl. Og svo er fri hjá flestum á laugardögum, þannig að menn fara frekar út á föstudagsk völdum. Og hvernig ætli foreldrum liki, að börn þeirra á aldrinum 8 til 12 ára séu að hlusta á útvarpið fram til klukkan hálf tólf á kvöldin? Það á ekki að leyfa útvarpinu að niðast svona á okkur poppunn- endum. Ég er hræddur um, að út- varpið sé búið að gleyma, fyrir hvern það starfar. Ef svo er, þá vil ég rifja það upp, að útvarpið er i þágu hlustenda, en ekki útvarps- ráðs eða dyntóttra starfsmanna þess. Ég skora á alla, sem eru á móti þessari ráðstöfun, að senda áskorun til útvarpsins með bréfunum, sem þeir senda næst til þáttarins „Tiu á toppnum”. Og ég skora á örn Petersen að taka þessar áskoranir til hliðar og sýna þær þeim, sem ábyrgð bera á dagskrárbreytingunni”. GAMLI BJÖRGUNARBÁTURINN VERÐUR VARÐVEITTUR Björgunarbáturinn „Þorstéimi'* reyndur i fyrsta sjdpti áður en hánn er sendur til Sandgerðis. Jón Snæland i Keflavik hringdi: „Þegar ég ek til Sandgerðis, hef ég tekið eftir bát, sem stendur uppi á landi i Hvalsnes- hverfi. Ég þykist þarna þekkja gamla björgunarbátinn, sem Slysavarnafélagiö notaði úti á Granda, þegar þar var björgunarstöð/ Mig langar til að vita, hvort ekki eigi að varðveita þennan björgunarbát á einhvern hátt. Hann er nokkuö gamall, aö þvi er ég bezt veit, og var sér- byggður fyrir þetta hlutverk. Mér þætti sárt, ef hann á að grotna niöur þarna”. Við spurðum Hannes Hafstein framkvæmdastjóra Siysavarnafélagsins, hvort hann kannaðist við bátinn. Jú, það stendur heima, þetta er björgunarbáturinn, sem Sandgerðingar fengu árið 1929 og var siðar fluttur til Reykja- víkur. En ég get glatt Jón með þvf, að björgunars veit Slysavarnafélagsins i Sandgerði hefur bátinn i sinni umsjá. Ætlunin er, að siðar meir verði hann varðveittur I nýrri björgunarstöð, sem féiagið er að reisa I Sandgerði. Báturinn var smiðaður i Eng- landi, sérstaklega ætlaður til björgunarstarfa. Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri og kona hans gáfu Slysavarnafélaginu bátinn. Báturinn var nefndur Þorsteinn og afhentur Sandgerðingum 1929 i tilefni af vigslu fyrstu björgunar- stöðvarinnar þar. t Sandgeröi var báturinn I mörg ár, en kom siðan til Reykjavikur. Iiann var notaður i björgunar stöðinni I örfirisey, og þá var sett véi I hann, en þetta var áður seglbátur. Báturinn var nokkur ár i örfirisey, en lá siðan I hirðuleysi inni I Skerjafirði. Nú er hann sem sagt kominn aftur á heimaslóðir.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.