Vísir - 21.10.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 21.10.1974, Blaðsíða 9
Happa- Það voru margir, sem horfðu á leik FH og SAAB á laugardaginn, sem tóku eftir þvi, að Geir Hallstcinsson var ekki i sömu FH-peysunni og hann var vanur að leika i — eða peysu með númer 10 á bakinu. Þar sem Geir, eins og margir aðrir iþróttamenn, er hjátrúafullur — eitt dæmi um það er að hann hefur alltaf leikið i peysu númer 10 hjá FH og landsliðinu lék okkur forvitni á að vita,. hvað hefði gerzt. Geir sagði okkur, að þetta hafi ekki verið með vilja gert. Gamla peysan sin fyndist hvergi, sama hvar væri leitað. Hann hefði þvi orðið að fara i peysu númer 2, en það væri gamla númerið hans Birgis Björnssonar, sem hann hefði notað i öllum sinum leikjum með FH. Væri ágætt að vera i henni, en þó vildi hann fá sina gömlu peysu aftur, ef hún fyndist þá nokkurn timann. —klp Moskva? Á þingi alþjóða-olympíu- nefndarinnar, sem hefst i Vinarborg i dag verður úr þvi skoriði' hvort Olympiu- leikarnir 1980 verða i Moskvu eða Los Angeles. Allt bendir til Moskvu — full- trúar Evrópu, Afriku og Suð- ur-Ameriku hafa lýst yfir stuðningi við Moskvuborg. Fulltrúar 131 lands sækja þingið. Eitt af aðalmálunum verður að létta mjög á regl- um i sambandi við áhuga- menn — fclla niður þá grein, að iþróttamenn, sem tekið hafa þátt I keppni með at- vinnumönnum, megi ekki taka þátt i Olympíuleikum. ALLAR STÆRÐIR VERÐ FRÁ KR. 1.748,- PÓSTSENDUM Sportvöruverzlun Ingólfa OgkartHonar 44 - 84»i II7H - EUytWft Landsliðið stóðst ekki lokaprófið! — Tapaði fyrir pressuliði i Laugardalshöllinni í gœrkvöldi tslenzka landsliðið i handbolta, sem heldur til Sviss i keppnisför eftir nokkra daga, stóðst ekki lokaprófið i gærkvöldi — féll fyrir pressuliði. Að visu með minnsta mun 22-21. Þó vantaði þá leik- menn, sem mestu var búizt við af i pressuliðinu. Geir Hallsteinsson, Björgvin Björgvinsson og Gunn- steinn Skúlason. Þegar á það er litið verður fall landsliðsins meira. En vonandi sannast hið fornkveðna. Fall er fararheill, þó svo greinilega hafi komið fram i lciknum i gærkvöldi, að sú gagnrýni, sem komið hefur fram á landsliðsval Birgis Björnsson- ar, hefur við rök að styðjast. Það ■ er auðveldlega hægt að skipa landsliðið betur en nú er — sumir hinna yngri manna eru enn ekki komnir svo langt að hafa getu til að leika i landsliði. A það bættist, að nokkrir hinna leik- reyndu manna liðsins brugðust .1 gærkvöldi. Engir þó meir en markverðirnir — Hjalti, Birgir Finnbogason og Guðjón Erlends- son voru beinlinis lélegir. Kannski skiljanlegt með FH-ing- ana eftir átökin við Saab deginum áður — en það er lika eina afsök- unin, sem landsliðið hefur. Mark- varzla pressuliðsins, þar sem Ólafur Benediktsson átti stór- góðan leik, svo og Gunnar Einarsson, Haukum, var i allt öðrum gæðaflokki og lagði grunn- inn að sigri pressunnar. En nokkrir aðrir leikmenn pressuliðsins eiga þó mikið hrós skilið. Ungi, örvhenti Vikingur- inn, Stefán Halldórsson, ,,sló i gegn” —var maðurinn bak við spil pressunnar ásamt Hilmari Björnssyni, dreif upp hraðann og skoraði falleg mörk, auk þess sem hann lék samherja sina hvað eftir annað fria og þeiiskoruðu. Já, gamli landsliðsþjálfarinn Hilmar kann sitt fag! — en skotin hefðu mátt vera betri. Þar bætti Brynjólfur Markússon um — skoraði flest mörk allra, þó svo hann væri þungur i spilinu. „Gömlu landsliðsjaxlarnir” Stefán Gunnarsson og Stefán Jónsson stóðu að venju fyrir sinu — og Gróttumaðurinn Árni Indriðason var góður i vörn og skoraði fallega af linu. Þó mikill fjöldi áhorfenda hafi orðið fyrir vonbrigðum með landslið Birgis sýndu þó sumir leikmenn þess allgóðan leik — ** • einkum Viðar Simonarson i fyrri hálfleik, siðan ólafur Einarsson og Pálmi Pálmason. 1 sambandi við Pálma er rétt að biðjast af- sökunar á meinlegri prentvillu, sem varð hér i blaðinu eftir leik Fram og Hellas. Þar féll niður kafli og nafn eins leikmanns Fram, sem er i heldur litilli æfingu, en prentvillupúkinn kom i þess stað æfingaleysinu á Pálma. Það hefur okkur aldrei dottið i hug i sambandi við hann — þó á stundum hafi okkur fundizt, að Pálmi gæti beitt sér betur. Það gerði hann i gærkvöldi og skoraði falleg mörk — og getur, ef rétt er á málum haldið, orðið einn af máttarstólpum islenzka lands- liðsins. En þetta var nú úr vegi. Leikur- inn i gærkvöldi var lengstum mjög jafn. Landsliðið hafði ivið betur i fyrri hálfleiknum, þegar Viðar sendi knöttinn fimm sinn- um i mark pressunnar, og það lagði grunn að tveggja marka forustu i hléi, 12-10 fyrir landslið- ið. Eftir 11 min. i s.h. var staðan orðin 18-14 fyrir landsliðið, en þá tók pressan heldur betur sprett. Jafnaði i 18-18. Eftir það var baráttan i algleymingi — en pressan hafði betur. Misnotaði þó viti rétt fyrir lokin (Hilmar). Mörk pressuliðsins skoruðu Brynjólfur 7, Stefán Halldórsson 4, Stefán Gunnarsson 2, Stefán Jónsson 2, Hilmar 2. Hörður Sig- marsson 2, Árni Indriðason 2, og Agúst Svavarsson 1. Fyrir lands- liðið skoruðu Viðar 6, Pálmi 6 (1 víti), Ólafur Einarsson 5, Einar Magnússon, Ólafur H. Jónsson, Pétur Jóhannesson og Bjarni Guðmundsson eitt hver. Leikinn dæmdu Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson. — hsim. Hilmar fyrrum landsliðsþjálfari Björnsson skorar hjá landsliðinu — en hvar er landsliðsvörnin?? — Ljósmynd Bjarnleifur. Evrópumeistararnir að nó sér ó strik! Evrópumeistarar Bayern Munchen unnu sigur á efsta liðinu i 1. deildinni þýzku á laugardag, 2-1 gegn Eintracht Frankfurt I Munchen. Við það galopnaðist dcildin. Köln vann Schalke 4-2, Hamborg van Wuppertaler 4-1, og Offenbach vann Borussia Mönchengladbach 4-3. 1 Belgiu var leikið i gær i 1. deild. Standard Liege, liðið, sem Ásgeir Sigurvinsson, leikur með vann Lokeren 3-1, en Anderlecht náði ekki nema jafntefli. Bering- en 1 — Anderlecht 1. Stórliðin i Hollandi sigruðu t.d. Graafschap 1 — Fejenoord 6. Eindhoven og Ajax hafa 14 stig — Fejenoord 12, eftir sjö umferðir. 1 Austur-Þýzkalandi vann Magdeburg á heimavelli 3-1 gegn Vorwaerts Stralsund. Dynamo Berlin vann Leipzig 3-1, en Vor- waerts Frankfurt tapaði á heima- velli fyrir Dynamo Dresden 2-3. PUMA handboltaskór og körfuboltaskór alltaf! Það ver ekki á milli mála — þeir eru ósigrandi! Fyrir leik landsliðsins og pressuliðsins I Laugardalshöll léku iþrótta- fréttamenn við stjórn HSÍ, sem styrkti lið sitt á ýmsan hátt. Lét m.a. Kalla Jó. leika í marki. Það hafði ekkert að segja —ómar og allir hinir fréttamennirnir unnu stórsigur 6-5. Þeir skoruðu nær allir nema Bjössi Blöndal, sem þó hefði getað tvöfaldað markatölu fréttamannanna ef þurft hefði með. En þess þurfti ekki. Lands- liðsein valdurinn Birgir var drýgstur stjórnarmanna — enda voru gárungarnir að tala um það eftir á, að þar hefði hann eytt allri sinni orku. Ekkert átt eftir handa lansdsliðinu i siðari leiknum. Þá var Stefán Ágústsson eins og Gróttuviti — lýsti upp stjórnarliðið og skoraði fallega úr hornunum. Ómar Ragnarsson að detta — og það var ráðið. Knötturinn hafnaði I markistjórnar HSt.Jón Erlendsson horfir furðu lostinn á tækni Ómars. Ljósmynd Bjarnleifur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.