Vísir - 21.10.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 21.10.1974, Blaðsíða 12
Vlsir. Mánudagur 21. október 1974. West Ham — af botni í miðja deild á mánuði Bikarmeistarar Liverpool hafa skipað sér i efsta sætið i 1. deildinni ensku og það verður erfitt að koma þeim af toppnum. Liðið leikur skinandi knatt- spyrnu og hefur þá heppni til að bera, sem hverju meistaraliði er nauðsynlegt. Það var heppni, að Liverpool hlaut bæði stigin gegn vesturbæjarliði Lund- únaborgar, Queens Park Rangers, á laugardaginn, en þó alls ekki óverðskuldað. Frábær frammistaða enska landsliðsmark- va rða r i ns, Ray Clemence, kom i veg fyrir mörk Lundúna- liðsins. Hinir stórhættulegu framlinu- menn QPR, Stan Bowles, Dave Thomas og Don Givens, léku vörn Liverpool oft grátt — en sl&asta hlekkinn réðu þeir ekki við, Clemence, og undraverð markvarzla hans hindraði þá Bowles og Givens i að skora. Háskólastúdentinn, Brian Hall, var nú aftur valinn i lið Liver- pool og þakkaði fyrir traustið með marki á sjöundu minútu — eftir fallegan samleik þeirra Steve Boersma og Kevin Keegan. I lokin lagði Liverpool mesta áherzlu á vörnina — Ray Kennedy var tekinn út af og Peter Cormack settur inn á i staðinn. Liverpool hefur nú 19 stig eins og Manch. City, en stendur mun betur að vigi að þvi leyti, að liðið hefur leikið einum leik minna en Manchesterliðið — og-tveimur leikjum minna á heimavelli. Markahlutfallið er auk þess miklum mun betra. 33.543 áhorfendur, mesti áhorf- endafjöldinn hjá West Ham á leiktimabilinu, héldu niðri I sér andanum I lokin, þegar Ipswich gerði örvæntingarfullar tilraunir til að jafna. Það tókst ekki — en litlu munaði. Talbot átti skot i þverslá, og Trevor Brooking, miðherji West Ham, af öllum mönnum, bjargaði sið- an á eigin marklinu. En sigur- ganga West Ham heldur áfram. Liðið, sem fyrir rúmum mánuði var I neðsta sæti 1. deildar, hef- ur hlotið 11 stig úr siðustu sjö leikjunum og er komið i tiunda- sæti. En það er nú vist kominn timi til að lita á úrslitin á laugardag. 1. deild. Birmingham-Newcastle 3-0 Carlisle-Derby 3-0 Everton-Chelsea 1-1 Leeds-Wolves 2-0 Leicester-Sheff. Utd. 3-0 Manch.City-Luton 1-0 Middlesbro-Coventry 4-4 QPR-Liverpool 0-1 Stoke-Burnley 2-0 Tottenham-Arsenal 2-0 West Ham-Ipswich 1-0 2. deild. Blackpool-Manch.Utd. 0-3 Bolton-Cardiff 2-1 BristolRov.—Millvall 2-0 Fulham-Bristol City 1-1 Norwich-Portsmouth 2-0 Notts Co.-Oxford 4-1 Oldham-York City 2-3 Sheff. Wed.-Hull 2-1 Southampton-Orient 4-2 Sunderland-Aston V. 0-0 WBA-Nottm.Forest 0-1 Tveir kunnir framkvæmda- stjórar Lundúnaliða, Dave Sexton, sem svo lengi var með Chelsea, og Gordon Jago, sem var með QPR, tóku við öðrum Lundúnaliðum I vikunni — Sexton var ráðinn til QPR, en Jago tók við af Benny Fenton, sem svo lengi hefur ráðið rikj- um hjá Millvall. Hin nýju lið þessara manna töpuðu bæði — QPR gegnJAverpool eins og við höfum sagt frá hér á undan, en Millvall i Bristol fyrir Rovers. Þrátt fyrir annað sæti Manch. City I 1. deild mættu að- eins 30.649 áhorfendur á leik Stóri Martin Chivers gerði vonir leikmanna Arsenal að bjarga stigi aö engu, þegar hann skoraði annaö mark Tottenham á laugardag. Vann Ipswich í fyrsta skipti á heimavelli í 1. deild á laugardag Bikarmeistarar Liverpool komnir í efsta sœtið og líklegir til að halda því Ipswich, sem hafði þriggja stiga forustu i 1. deild fyrir nokkrum vikum, er komið niður 13.sæti með 17 stig. Tapaði enn á laugardaginn og hefur ekki skorað mark i fimm siðustu leikjunum — fjórir þeirra hafa tapazt 0-1, svo ekki virðist lánið leika við unga Suffolk-liðið. Allir tapleikirnir hafa verið á útivöll- um. Ipswich, án sinna þekktustu leikmanna, Whymark og Viljoen, átti aldrei möguleika gegn West Ham á Upton Park á laugardag — en það merkilega er, að þetta er i fyrsta skipti, sem Ipswich tapar i Lundúnum i 1. deild fyrir West Ham. Lengst- um réð West Ham öllum gangi leiksins, en það var þó ekki skorað nema eitt mark. Billy Jennings, markakóngur 3. deildar á siðasta keppnistima- bili meö Watford, lék skemmti- lega gegnum vörn Ipswich á 33. min., og sendi knöttinn örugg- lega i mark. Þrátt fyrir press- una urðu mörkin ekki fleiri — og liðsins á Maine Road á laugar- dag. Það virðist siður en svo hagnast á þvi, að Manch. Utd. leikur i 2. deild — United hefur þetta til 10—15 þúsund fleiri á- horfendur á heimaleiki sina en City. Luton kom greinilega i þeim tilgangi að halda þvi stigi, sem liöið hafði i leikbyrjun — lagði ofurkapp á vörnina. Mark liðsins komst heldur ekki i hættu fyrr en i lok fyrri hálfleiksins — Rodney Marsh sendi knöttinn i mark á 40. min. en var dæmdur rangstæður, og tveimur min. siðar fór hann afar illa með auð- velt tækifæri. En það hlaut að koma að marki — Mike Summ- erbee skoraði loks á 67. min. Þá fór Luton að reyna að sækja og litlu munaði, að „hattaliðið” hlyti stig, þegar Astraliumaður- inn Alston átti hörkuskot i þver- slá. Enn sigur á ógæfuhlið hjá Arsenai — liðinu, sem óslitið hefur verið i 1. deild siðan 1919. Tap á laugardag gegn nágrönn- unum úr Norður-Lundúnum, Tottenham. Það var heldur slakur leikur, sem þessi frægu liö sýndu, en áhorfendur voru þó 36.194 og það var mikil framför hjá Tottenham miðað við leik- inn gegn Carlisle nokkrum dög- um áður, 12.823, sem var minnsti áhorfendafjöldi á White Hart Lane i 30 ár. óttinn leyndi sér ekki hjá leikmönnum Tottenham og Arsenal á laugar- dag — óttinn við að tapa stigi og sem gerði það að verkum, að leikurinn var slakur. Steve Perryman skoraði stórgott mark fyrir Tottenham á 36.mín., en þó Arsenal-liðið væri mun meira með knöttinn i siðari hálfleik tókst þvi ekki að jafna. Nei, Tottenham skoraði aftur á 71.min. þegar Martin Chivers sendi knöttinn i mark vopna- búrsins eftir undirbúning Pratt og Peters. Þá voru möguleikar Arsenal úr sögunni — áður hafði snilldarmarkvörðurinn Pat Jennings komið i veg fyrir mörk Arsenal. Landliðseinvaldurinn Don Revie mætti i fyrsta sinn á Ell- and Road á laugardag eftir að hann hætti sem framkvæmda- stjóri Leeds i sumar, og þar sá hann sitt gamla lið vinna nokk- uð öruggan sigur á Úlfunum. Al- an Clarke skoraði fyrra mark Leeds á 40. mfn. eftir að Joe Jordan hafði skallað knöttinn fyrir fætur hans. Siðan slapp Leeds-markið oft i siðari hálf- leik áður en Duncan McKenzie tryggði sigur Leeds á 81-min. með hörkuskoti af 30 metra færi. Leeds varð fyrir áfalli strax á 21. min. Landsliðsmið- vörðurinn Norman Hunter var þá borinn af velli — slasaður. Johnny Giles kom inn sem vara- maður, en möguleiki er þó á þvi, að Hunter geti leikið landsleik- inn við Tékka I Evrópukeppni landsliða annan miðvikudag. Newcastle tapaði nú loks eftir 13 leiki án taps og hafði enga möguleika i Birmingham. Newcastle-liðið var beinlinis tætt I sundur af sókndjörfu liði Birmingham, sem þarna vann sinn 3ja stórsigur i röð. Sem áð- ur var Trevor Francis meistar- inn — sá, sem byggði upp leik- inn. Það var eftr undirbúning hans, sem tvö fyrstu mörkin voru skoruð — Ken Burns strax á 7.m!n. og siðan Archie Styles fyrir hlé. 1 sfðari hálfleiknum bætti Bob Hatton við 3ja mark- inu eftir mikinn einleik. Frank Worthington skoraði eftir undirbúning Keith Welier á áttundu min. i leik Leicester við Sheff. Utd. Það var fyrsta mark Leicester i fimm leikjum og lið- ið lét ekki þar við sitja fyrst það loks komst á sporið. Worthing- ton skoraði annað mark á 52. min. og átti heiðurinn af þriðja markinu, sem Len Clover skor- aði á 61.min. Um aðra leiki er það að segja, að sex leikmenn Chelsea voru bókaðir gegn Everton — sá sjö- undi John Demsey tekinn af velli eftir að leiknum lauk!! Einnig var þjálfari Chelsea- liðsins bókaður af dómaranum. Charlie Cooke náði forustu fyrir Lundúnaliðið strax á 6jnin. eftir fyrirgjöf Tommy Baldwin og þrátt fyrir stórsókn Everton tókst Liverpool-liðinu ekki að jafna fyrr en langt var liðið á leikinn. Gary Jones skoraði þá úr vitaspyrnu — fyrsta deilda- mark hans. Carlisle lék sinn bezta leik i 1. deild og fór illa með Derby. Ray Train skoraði á 43.min. og siðan komu tvö mörk á fjórum min., sem gerðu út um möguleika Derby. Dennis Martin skoraði hið fyrra á 61. min. Stoke vann auðveldan sig- ur gegn Burnley — John Marsh á 13.min. og Geoff Hurst á 30. min. skoruðu mörkin. Atta mörk voru skoruð i Middlesbro, þar sem 2-1 stóð fyrir heimaliðið I hálfleik. Souness (2), Mills og Foggon skoruðu fyrir Middles- bro, Stein, Cross og Holmes (2) fyrir Coventry. í 2. deild hefur Manch. Utd. fjögurra stiga forustu og liðið vann mjög athyglisverðan sigur I Blackpool á laugardag. Forsyth, Macari og McCaliiog skoruðu mörk United, sem er „alltof gott lið til að leika I 2. deild” eins og BBC sagði eftir leikinn. Staðan i 1. deild er nú þannig: Liverpool 13 9 1 3 21-8 19 Man.City 14 8 3 3 18-15 19 Ipswich 14 8 1 5 18-9 17 Everton 14 4 9 1 19-16 17 Stoke 13 6 4 3 20-15 16 Middlesbro 13 6 4 3 19-14 >6 Derby 14 5 6 3 21-18 15 Newcastle 13 5 5 3 19-15 15 Burnley 14 7 1 ,6 23-23 15 West Ham 14 5 4 5 25-22 14 Birmingham 14 6 2 6 20-20 14 Wolves 14 4 6 4 15-15 14 Sheff.Utd. 14 5 4 5 19-24 14 Carlisle 14 5 3 6 12-12 13 Coventry 13 3 6 4 18-23 12 Leeds 13 4 3 6 16-15 11 Chelsea 13 3 5 5 13-20 11 Leicester 12 3 4 5 16-18 10 Tottenham 13 4 1 8 16-20 9 QPR 13 2 5 6 11-16 9 Luton 14 1 6 7 12-21 8 Arsenal 13 2 3 8 12-20 7 Efstu lið i 2. deild eru: Manch.Utd. 14 10 3 1 24-7 23 Sunderland 13 7 5 1 22-6 19 Norwich 13 7 5 1 18-9 19 AstonVilla 13 6 5 2 21-8 17 York Cify 14 5 5 4 20-16 15 WBA 12 5 4 3 14-7 14 Cardiff er i neðsta sæti með sex stig eftir 13 leiki. Sheff. Wed. hefur 9 stig eftir 14 leiki Millvall og Portsmouth 10 stig eftir 14 leiki. Southampton 10 stig eftir 13 leiki og Bolton 10 stig eftir 11 leiki. — Hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.