Vísir - 13.08.1975, Side 16

Vísir - 13.08.1975, Side 16
vísm Miövikudagur 13. ágúst 1975 Verðmœti úr 1,3 milljónum jiiður í 29,650 krónur Sjötlu og eitt tonn af 211, sem togarinn Mal kom meö til Hafnarfjaröar i fyrradag, voru ónýt og fóru I bræðslu. Þaö var nær eingöngu fyrsta flokks karfi, sem skipið veiddi — og fór veröiö á þvl, sem eyðilagðist, úr kr. 19 fyrir hvert kíló — niöur I 1,35 kr. Verðið fyrir þessi 71 tonn fer þvi úr 1,349.000 niöur i 29.650. — Það er varla fyrir hálfum löndunarkostnaði, sagði Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar. — Það verður litill hluturinn, sem áhöfnin fær út úr þessum túr. Skipiö var við Grænland og útivistartiminn var eðlilegur, það kom inn a lS.degi. Ástæðan mun vera sú, að þaö var ekki isað nógu mikið. Ég veit ekki, hvað ég á að hafa sterk orð um þetta.ætli nægiekki aðsegjaað handvömm sé um að kenna.-óT Stöðvaðist með fram- hjólin ó hengifluginu — en farþegann svimaði svo að hann steyptist í óna Það var stórdansleikur með Ingimar Eydal á Egilsstöðum um helg- ina, og mikill gleðskap- ur. Þegar balli lauk, voru ekki allir tilbúnir að fara að sofa. Tvitugur maður úr Hafnar- firöi var einn þeirra, sem ekki vildi fara strax I bóliö. Hann slóst I félagsskap með Reykvik- ingi um sextugt I gönguferð um staöinn. Segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en þeir koma að þar sem stóö stationbill, sem piltur- inn úr Hafnarfirði hafði komið með til Egilsstaða frá Breið- dalsvlk, áður en dansleikurinn hófst. Umsjármaður bllsins hafði læst honum kirfilega og skilið hann eftir, þar sem hann taldi sig ekki I réttu formi til að aka bfl. En sá tvltugi taldi sér ekkert að vanbúnaöi aö stjórna svona farartæki og stakk bilinn upp. Siðan hélt hann I ökuferð með þeim sextuga. Þegar þeir komu að brúnni á Eyvindará, kom einhver rugl- ingur á stjórnun bílsins. Þarna er kröpp beygja að brúnni og djúpt gil á aðra hönd, þar sem áin rennur. Er ekki að orðlengja það, að pilturinn náði ekki beygjunni, en tókst að stöðva bílinn þegar framhjólin voru komin fram af gilbarminum. Þeir félagar ákváðu nú aö stlga út úr bllnum og kanna að- stæöur. En þegar sá sextugi kom út og leit fram af hengi- fluginu, kom yfir hann svimi svo hann steyptist ofan I hylinn neðanundir. Þar hreif áin hann meö sér og bar um sjötlu metra ofan eftir straumnum. Pilturinn sá, að þarna var félagi hans I vanda staddur og flýtti sér niður að ánni honum til hjálpar. En það var við ramm- an reip að draga að koma þeim sextuga á þurrt, þvl hann er I góðum holdum og engin létta- vara. En svo vel vildi til, aö lög- reglumenn á eftirlitsferð komu þarna aö og hjálpuðu til við að tosa karl upp úr og tóku svo félagana til handargagns. Karli mun ekki hafa orðið verulega meint af baðinu. —BA/SHH Sýkillinn lík- lega úr kjötinu — ekki þó fullsannað — Flestir farnir af sjúkrahúsunum „Það er vitað að hér er um sýkil aö ræöa, sem veldur vlðtækum en vægum matareitrunum. Þaö er injög óvanaiegt, að þetta komi i ljós svona snemma, en þetta er sams konar matareitrun og var hér á feröinni fyrir skömmu.” Þetta sagði Þórhallur Halldórs- son, forstöðumaður Heilbrigðis- eftirlitsins, þegar við höföum samband við hann I morgun vegna matareitrunarinnar, sem upp kom i fyrrinótt. Þórhallur sagði að ekki væri fullsannað, hvaðan sýkillinn er, en hann kvaðst hafa mesta trú á þvi að hann væri úr kjötinu, sem borðað var. Þetta lýsir sér þannig að fólk fer að veikjast eftir 8—10 tima, og veldur sýkillinn aðallega niður- gangi, sem gengur fljótt fyrir sig, og hefur ekki eftirverkanir. Um matareitrunina sem var hér á ferðinni fyrir skömmu er það að segja, að fólk, sem borðaöi hádegisverð á einum veitingastað borgarinnar, veiktist. Voru það 42 menn. 1 morgun var búið að útskrifa flesta stúdentana, sem veiktust I fyrrinótt og voru lagðir inn á sjúkrahús. —EA Banaslys ó Eskifirði: Keflvíkingur lézt í bíl- slysi í nótt Ungur Kefivikingur lézt I nótt i hörmulegu biisiysi á Eskifiröi. Pilturinn ók utan i vegg verzl- unarhúss prentaraféiagsins á staönum og iézt skömmu siöar. Tveir aðkomusjómenn sátu i nótt aö drykkju I Ibúö þess þriðja, sem er nýfiuttur á Eski- fjörö. Annað heimilisfólk var ekki viöstatt. A fjórða timanum I nótt yfir- gáfu mennirnir Ibúðina og réð- ust inn i aðra Ibúð, sem var þeim óviðkomandi. Ibúarnir þar hrukku upp og hringdu á aðstoö lögreglunnar. Lögreglan hraöaði sér á staðinn, en á leiðinni óku lögreglumennirnir fram á bilflak, sem lá gjörónýtt við húshorn verzlunarhússins. Svo viröist sem einn félag- anna þriggja hafi tekiö bil kunn- ingja sins, sem er frá Akureyri, um það leyti er þeir leituðu inn- göngu I nágrannaibúðina, og ekið af stað á mikilli ferð. Pilturinn virðist hafa ekið bllnum, sem er af bandariskri gerö, af miklum hraða um aðal- götu bæjarins, sem er stein- steypt og breið, en runnið til við verzlunarhús prentarafélagsins og skollið með hliðina I eitt hús- hornið. Þegar lögreglan kom aö var pilturinn enn með lifsmarki. Læknabústaðurinn er næsta hús og kom þvi læknir þegar á vett- vang. Ekkert varð þó að gert og lézt pilturinn skömmu siðar. JB Þessi ungi maður virðist ró- legur við vinnu sina, Jþar sem hann stendur á fáeinum spýtu- fjölum. Alit i kringum hann er bundið með rembihnútum, hvort sem það er fatan eða „Bryggjan”, sem hann stend- ur á. Ölfusúrbrúin: ÞAÐ ÞARF AÐ BÆTA Þeir, sem fara um brúna yfir til Selfoss, veita athygli flokki ungra manna, sem heldur til á brúnni. Sumir sitja á grindum STÖDUGT OG FEGRA utan viö brúna, aörir standa á spýtum, sem slegiö hefur veriö upp utan meö brúnni. Þetta eru allt saman starfsmenn Vega- geröarinnar, sem tilheyra þeim flokki starfsmanna hennar, sem brúarvinnumenn kallast. Þeir eru þarna aö máia og sandblása ölfusárbrú. Fyrr I sumar var hún malbikuö og þurfti þá að loka fyrir umferö á föstudags- kvöidi. Kvörtuöu menn mikið yfir þessum óþægindum, en engar iíkur eru tii þess aö loka þurfi I þessari umferð. Samkvæmt upplýsingum vega- eftirlits Vegageröarinnar veröur verkinu væntanlega lok- iö siðast i ágúst. —BA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.