Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Page 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í langnættinu leitar máttar þess, er lyfta kynni þjóðar höfði um spönn. Og lífsins fóstra, ljósmóðir vor, sól, er líknardís, er von í brjósti ól og ala mun, uns öllu er teflt í mát, og öxulbrotið verður dægra hjól. Með hæversklegum hætti stígur sól til hágengis, er líður fram um jól; því sólhvörf boða sinnaskifti dags, er seinna dreifir bjarma um norðurpól. Og ekki lætur andlits þám á sig úr austri komin dís um bláan stig, er lýsigull að lágri jötu ber, sem leiftrum getur stráð á þig og mig, — Á mig og þig, er myrkrin hafa beygt, og margra hjartarætur lengi feygt, og skapað glíu og vagl á sálarsjón og suma út á flugahálku teygt. En barn í jötu birtu tekur dags, er berst því inn að svæfli höfðalags; ef lagt er því í lófa morgungull, með lýsigulli: reykelsi og vax. Það ljósgull mannkyn lengi hefir dáð, sem lamað var, en hefir sífelt þráð — í bjarma og varma búa, er hefði mátt: að brumi gera allra minsta sáð. Þeim ljúflingi, sem lægsta jata fól, vér lútum enn, og svo mun verða, um jól; því nú og jafnan fylgir hátíð hans: að húmið dvín, og birta vex — af sól. Guðmundur Friðjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.