Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 155 Frá Sandfelli í Öræfum. kartöflurnar. Fólk lifði þá mikið á kartöflum o<r mjólk — og svo fiski sem rak. í þá tíð rak svo mikið af brimrotuðum fiski þar á hverju vori, að menn gerðu fylli lega ráð fyrir því að fá þannig björg í búið. Það þurfti vitaskuld að ganga með dugnaði á rekana, svo fiskinum skolaði ekki út eða selur og fugl næðu honum ekki á undan manni. Þetta varð mik- i) búbót. Þangað til trollararnir komu til sögunnar. Þá tók fyrir þessa björg, eða hún minkaði stórlega. Það urðu mörgum mikil viðbrigði. — Eru árnar ekki erfiðar tor- færur í prestakalli þessu? — Þær eru margar. En maður venst þeim furðanlega. -Já, maður hættir furðu fljótt að láta þær hamla ferðum sínum. segir frúin. Kvöldið sem við í fjrrsta sinn komum að Sandfelli hugsaði jeg með injer, að aldrei skj-ldi jeg ótilneydd fara út af heimilinu og þurfa að fara yfir allar þessar ár. En næsta sunnu- dag fórum við til kirkju að Hofi. Og síðan glevmdi jeg því alveg, að láta árnar kyrsetja mig. Með- an við vorum í Öræfum fór jeg þrettán sinnum landveg milli Sandfells og Reykjavíkur. Það var þá altaf farið á 7 dögum. Fann jeg ekkert til þess erfiða ferðalags, og 33 sinnum fór jeg milli Sandfells og Hornafjarðar. Hve oft hljóp Skeiðará meðan þið voruð þarna eystra ? — Tvisvar meðan jeg var þar, segir sr. Ólafur, en konan mín var sjónarvottur að þriðja hlaup- inu. Það var vorið 1903. Þ. 17. maí lagði jeg af stað frá Sand felli með tveim börnum okkar. Er jeg fór yfir Skeiðarársand voru vötnin þar ekki nema venjulegir bæjarlækir. En rjett á eftir kom ákaflega mikið hlaup í Skeiðará. Þó það væri erfitt að vera eft- ir með yngstu börnin tvö, segir frúin, og þarna teþt austan við ána, þá vildi jeg ekki fyrir nokk urn mun bafa mist af því, að sjá þá mikilfenglegu sjón, sem þetta lilaup var. Versta hlaupið af þessum þrem var hlaup, sem kom harð- indaárið 1892. Því þá fylgdi mik- ið eldgos, öskufall og jarðskjálft- ar. En þá hafði liðið óvenjulega langt á milli hlaupa. ★ jer hefir maður uú lifað í Ölfusinu í sátt og samlyndi við alla í 35 ár, heldur sr. Ólafur áfram. Og árið 1908 bættist Strandarkirkja í Selvogi við, þeg- ar sr. Eggert Sigfússon dó. í Sel- A’ogssókn eru um 100 manns, en hefir heldur fækkað á síðustu ár- um. Einkum kvenfólkið fer til Reykjavíkur. — Hve oft messar þú á ári í Strandarkirkju ? — í þessi 30 ár, sem jeg hefi þjónað þeirri kirkju, hefir það verið fæst 9 sinnum og oftast 14 sinnum yfir árið. Þangað úteftir er 4 tíma ferð. En það kann að þykja einkennilegt frásagnar, að á þessari leið eru stunduin á vetr- um meiri torfærur en urðu á kirkjuferðum mínum í Öræfum, þar sem eru sandbleytusíkin hjer í nánd við Arnarbæli, er jeg oft þarf að sundríða, og síðast í vet- ur. Vikum við síðan talinu um stund að Strandarkirkju og sjóði hennar, sem var um síðustu áramóí kr. 153.458.02, en var.ekki neina kr. 31.477 árið 1926. Árið 1937 hækkaði sjóður kirkjunnar um rúnil. 10 þiis. kr. og voru um 6000 kr. af því vaxtafje;. En fjeð er ávaxtað í hinum almenna kirkjusjóði og er eign Strandar- kirkju nú nál. 2/5 af þeim sjóði öllum. En mestar tekjur hafði Strandarkirkju árið 1928, nál. 17 þúsundir króna. Vill sr. Ólafur og fleiri prest- ar hjeraðsins, að þegar fram líða stundir verði að Strönd í Selvogi undir verndarvæng liinnar frægu áheitakirkju komið upp hinu svo nefnda Vídalínsklaustri, hvíldar- stað fyrir kennimenn og miðstöð kirkjulegra fræða þjóðar vorrar. Er kirkjusóknin í kirkjum sr. Ólafs bar á góma, ljet hann vel yfir henni, enda sannarlega yfir engu að kvarta fyrir hinn 50 ára prest, sem haldið hefir sál og líkama síungum allan þenna tíma, svo margir, sem að árum eru á besta aldri mega öfunda hann af. Hann trúði mjer fyrir því, að ekkert hjeldi heilsu sinni betur við en ferðalögin á hestbaki. Þau væru lians lífselexír og hefðu alt af verið. — Enda hefi jeg, sagði hann, átt liest síðan jeg tók tönn og reiðtygi síðan jeg var á fjórða ári og fór að ríða einsamall, bund inn í hnakkinn. Kirkjusókn sagði hann að hefði heldur minkað hjá sjer fyrstu árin eftir að útvarpið kom til sögunnar. En síðustu árin liafi alt sótt í svipað horf og áður — Framli. á bls. 159.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.