Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 157 staðt'esti Pjetur prófastur Pjeturs- son í Stafholti skírn þessa í kirkju os spurði þá Björn, hvort barnið hefði verið skírt í hreinu vatni, eins og venja er til, en hann neitaði því og kvaðst hafa borið yfir það þurra hendina og ekkert vatn notað. — Skírn Björns var þá ónýtt «>>• hlaut svo blessað barnið fullkomna skírn í kirkj- unni, en Birni var strítt með því að kalla hann Björn „þurraskírn“ Björn var mikill raddmaður og Kkræki-addaður o? þepar hann sönp hætti honum við að rífa si" svo o» þenja, að varla heyrðist til annara en hans þeg-ar fleiri sungu og svo kom það fyrir að hann sprakk á háu tónunum og fór út af laginu, svo að allur söngurinn truflaðist og fór í ólagi. — Þetta kom einu sinni fyrir við messu í Stafholti og varð þá Pjetur pró- fastur að kalla til hans í kirkj- unui og segja honum að hætta að syiigja, en Björn sat altaf í kórn- um hjá meðhjálparanum. Björn snarhætti að syngja í þetta skifti og þó að prófastur banuaði hon- um að syngja oftar þar í kirkj- unni, gat hann ekki á sjer setið að taka undir sönginn ef auðvehl lög voru sungin, en þá þagnaði hann óðar, ef prófastur leit tih hans. — Pjetur prófastur gekk jafnan úr kirkjunni meðan sung- ið var útgönguversið, en um leið stóð Björn upp, steig fram á fót sjer og tók þá lagið af svo mikl- um krafti, að allar hálsæðar hans þrútnuðu og stóðu á blístri. — ★ Einu sinni var Björn fylgdar maður Bjarna amtmanns Thor- steinsson á Stapa, vestur um Strandir og ætluðu þeir að fara yfir fjallið frá Búðardal á Skarðsströnd að Hvammi í Hvammssveit, en Björn hafði áð ur þrásinnis farið þessa leið á póstgöngum sínum og' kvaðst rata vel. Þeim gekk vel fyrir Skegg- öxl og fram Akursfjall. en þar er vandfarið fvrir ókunnuga ofan af fjallinu og er hætta á því, að menn stevpi sjer of fljótt af svo- nefndum Skothrvgg á Skeggja- dalsbrún og þar taka við hengi- flugs björg og klungrótt gil. — Björn viltist í þetta skifti, en hjelt stöðugt áfram þangað til að þeir voru komnir í ógöngur, að svokölluðu Gullbrárgili. — Þá þótti amtinanni nóg um, er hann sá hversu mikinn bratta þeir höfðu farið niður og þá hafi liann spurt Björn, hvað væri til bragðs að taka. Björn svaraði: „Spinnið þjer yður upp aftur, herra minn!“ — Eftir langa mæðu náðu þeir svo til bygðar í Hvamms- sveit. — Björn þótti ekki neitt umtals- frómur um velgjorðarmenn sína, ef því væri að skifta, þó að hann væri með smeðjrlega bliðmælgi við þá eða vandamenn þeirra upp í eyrun, en um þetta er þessi saga: — Bjarni amtmaður á Stapa lá í fótarmeini og koin þá Björn þangað og liitti Þórunni amtmannsfrú og spurði liana ofur Ijúflega: „Hvenær kreinktist herr- ann, móðir góð?“ Frúin sagði hon- um hvenær amtinaður hefði meitfr sig á fæti, en þegar Björn kom að Búðum í súðurleið og var spúrður uin hvernig amtmannin- um liði í fætinum. svaraði hann kuldalega: „Spyrjið þið ekki að því, hann liggur í helv.... skyr- sótt karlskra..“. — * Þegar Björn var orðinn gamall og farinn að lýjast á póstgöngum sínum, tók hann sjer aðstoðar- mann, sem svo var með honum í ferðunum. — Hann hjet Þorsteinn og var frá Dagverðará. sem er næsti bær við Málarrif undir Jökli, en hann var oftast kallað- ur Steini á Hillunni og veit jeg ekki hvernig honnm hefir hlotn- ast sn nafnbót. — Þorsteinn lag- aði sig svo eftir Birni. í máífæri, limaburði, spekingshætti og allri hegðun, að svo varð hann líkur honum, að varla gátu menn þekt þá að. ef þeir heyrðrst tala en sáust ekki. — Þorsteinn var í byrjun framhleypinn og svo ósið- aður, að Birni gamla var raun að. Þegar þeir komu á bæina ljet liann bununa ganga og sagði all- ar frjettir áður en Björn gat kom- ist að. Þetta líkaði Birni stórilla og sagði stráknum afdráttarlaust, að hann ræki hann úr þjónustn sinni, ef hanii ekki hæíti þessari frekju, því að honum bæri að setjast þegjamli þar sem hann kæmi og vísa úrlausn allra spurn inga til sín, enda segði hann sjálf ur allar frjettir, eins og hann hefði verið vanur. — Þessu varð Þorsteinn að hlýða og þorði eftir það hvorki að sitja nje standa öðruvísi en Birni líkaði. — Þegar Björn kom á bæina lieils- aði hann altaf þannig: „Sælt veri hjer alt fólk, sem kristins manns nafn ber!“ Og svo leit hann hvat- skeytlega til Steina á Hillunni og sagði: „Sittu þarna Þorsteinn“. Á efri árum átti Björn barn með kvensnift þeirri undir Jökli, er Sigríður hjet og var kölluð Sigga Sloms. — Barnið var dreng ur, sem Sigurbjörn hjet og ljetu gárungar hann draga nafn af báðum foreldrum sínum og köll- uðu hann „Bíblíu-slomsa“. — * Björn biblía var meðalmaður á hæð, þunnvaxinn, grannur og baraxlaður, bjartleitur og ber- evgður, skarpleitur, svo að mót- aði fyrir hverju beini og æð í and- liti hans. — Hann var kátur og Ijettlyndur og svo skrítinn, að alíir gátu liaft gaman af honum, en svo var hann líka háðskur og gat verið napur í orðum, ef liann vildi það við hafa. — Björn var samflevtt 20 ár í póstgöngum sínum og þó að hann fengi oft vond veður og erfiða færð, var hann altaf jafn skvldu- rækinn og áframhaldssamur, en þegar hann liætti ferðunum, sem ekki var fvr eu skömmu áður en hann dó, var hann orðinn hrör- legur og slitinn maður, hvítur fyrir hærum og úttaugaður, svo að hægt var að telja hvert hans bem. — Fætur hans og höndur visnuðu og voru orðnar svo sina- berar, að þær líktust lielst fugls- klóm. — Þorsteinn á Hillunni fjekk em- bættið eftir Björn og hjelt því til dauðadags. Hann efnaðist og varð jarðeigandi og altaf mintist hann Björns með lotningu og nefndi hann, með mikilli virðingu, „þann sáluga“. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.