Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 159 ur fyrir sig:, niður í myrkrið og dauðann. Hann svimaði, — ósjálfrátt kastaði hann sjer aftur á bak. Aufru hans lokuðust o<? öll stæl- in» hvarf úr vöðvum hans. Svo kiptist hann til o<r mjakaðist fram af brúninni. — — — — Nóttin var liðin. Sólin var nýkomin iupp og skoð- aði mynd sína í spegilsljettum sjónum. Oldurnar höfðu kj-rt um sijr; þær höfðu orðið að gefast upp og það var eins og þær skömmuðust sín fyrir aumingjaskapinn. Æðarfuglinn svnti inn með bjarginu og svartfuglinn sást í hópnm lengra úti á firðinum. Það var enn sumarveður og veturinn virtist ekki nálægur. Það var fallegur haustmorgun og náttúran var vöknuð af hin- um stutta svefni næturinnar. — En Gunnar svaf — steinsvaf. Hann var ekki dauður, hann hafði aldrei fallið nema rúma þrjá faðma niður fyrir brúnina og þar hafði hann staðnæmst á lítilli grasivaxinni sillu; hún var ekki stærri en það, að hann hefði eflaust lirapað áfram, ef þar hefði ekki verið smáhrísla, sem stöðv- aði hann. Hann hafði rotast við fallið. Gunnar varð mjög undraudi er hann vaknaði og varð þess var, að hann var enn í tölu lifandi manna, og einkennilegur fögnuð- ur fór um sál hans. Og hann færði sig lengra upp að berginu, þar sem hann var óhultur, og nú fór hann að hugsa mál sitt á nýjan hátt. Hann dró fram brjefið frá bróður sínum og las það nokkrum sinnum. Þorsteinn sagðist vita, að gerð- ir sínar væru óafsaltanlegar. „Eu maður ræður ekki altat' við til- finningar sínar og jeg fullvissa þig um það, að þetta er mjer að kenna, en ekki Brynhildi. Henni þjdíir mjög vænt um þig og heim- ilið .ykkar. Fyrirgefðu henni, hvort sem þú tekur mig í sátt eða ekki“ o. s. frv. Gunnar hafði hingað til litið á þetta sem djöfullegan samsetning Þorsteins til að komast úr klíp- unni. Nú fyrst hugsaði hann, að ef til vill væri það satt, sem hann segði um Brynhildi. Og hann mundi það nú, hve illa henni hafði oft liðið í sumar. Þá hafði það glatt hann að finna það. Og hann mundi augnaráð hennar. Gat annað verið en að hún þráði fyrirgefningu hans? Nú fanst hon um endilega að svo væri ekki. Hann undraðist þá breytingu, sein orðin var á skapsmunum hans frá því kvöldið áður. Gunnar stóð upp og fikaði sig! varlega inneftir sillunni og tókst að finna uppgöngustað.-------Svo gekk hann heim að bænum. Og hann gekk liratt. Hann þráði ekkert heitara en mega kasta sjer niður að konunni sinni og sætt- ast við hana. Vonandi hefir alt gengið vel heima í gærkvöldi. Sólargeislarnir glitruðu í haust- dögginni og Gnnnari fanst hann aldrei liafa verið eins ríkur og nú Síra Ölaíur Mapússon. Framh. af bls. 155. útvarpið litla brevtingu gert á kirkjurækni sóknarbarna hans. En prestsetrið, segir hann, á ekki að vera í Arnarbæli í fram- tíðinni, heldur að Reykjum eða í Hveragerði, og þangað verður kirkjan flutt frá Kotströnd, en ekki endurbygð á þeim stað, að hans áliti. ★ Þegar við vorum komnir út á hlað og jeg var að kveðja prest- inn og konu hans og son þeirra, Þorvald bónda. sagði sr. Ólafur: — Ef þú ætlar að fara að skrifa einhverja æfisögu mína, þá er rjett að geta þess, að jeg hefi ver- ið prófastur Árnessýsluprófasts- dæmis síðan 1926 og er það enn, og svo var jeg gerður að Fálka- riddara einhverntíma, en jeg man ekki hvenær það var — — Og ert það enn. En ekki hefi jeg borið þann kross nema við biskupsvígslu í Hóla-dómkirkju í fyrra, til heið- urs við biskupinn og staðinn. Hefi aldrei talið mig vera neinn kross- bera um æfina, hvorki á einn nje neinn hátt. V. St. Skák nr. 17. Haag 14. nóv. 1933. Slavnesk vörn. Hvítt: Eúwe. Svart: Aljechin. 1. d4, d5; 2. c4, c6; 3. Rf3, Rf6; 4. Rc3, pxp; 5. a4, Bf5; 6. e3, e6; 7. Bxp, Bb4; 8. 0—0, 0—0; (Rbd7 er e. t. v. betra) 9. De2, (Talið betra en Db3) 9........... Re4; (Venjulega leikur svart fyrst Rbd7) 10. Bd3, BxR; 11. pxB, (í skák nr. 13 ljek Euwe í svipaðri stöðu BxR) 11........ RXP; 12. Dc2, BxB; 13. DxB, Rd5; 14. Ba3, He8; 15. Habl, b6; (Ef 15. .... Dc7; þá 16. Re5, Rd7; 17. f4, og síðan Hf3 og hvítt nær kongssókn) 16. Hfcl, a5?; (Rd7 var miklu betra og hefði gefið svörtu sæmilegt tafl) 17. 17. Re5, Rb4; 18. BxR, pxB; 19. Rxc6!, (Aljechin hefir vænt- anlega sjest yfir þennan leik. Ef 19. Hxp, þá c5!; 20. pxp, pxp; 21. Hxp, Ra6) 19......RxR; 20. HxR, e5; 21. Hxb4, pxp; 22. Hxd4, (Ef 22. I)xd4 ?, þá DxD; 23. HxD. b5!; og svart vinnur peð) 22......Db8; 23. Db5, Hc8; 24. g3, HxH; 25. DxH, h6; 26. Hb4. Ha6; (Ef Da7; þá 27. Hxp, Dxp; 28. Hb8-f) 27. Db5!, Da8; (Aljechin evddi rúmum hálftíma á þennan leik. Ef 27...... Ha5?, þá 28. DxH) 28. IId4, (Ógnar Dd3) 28......Dc8; 29. He4, Kh7, He7!, Ha5; 31. Dxp, Dcl-f; 32. Kg2, Hf5; 33. Dd4, Dc2; 34. e4, Hf6; 35. He5, He6; (Aljechin. átti mjög nauman tíma. Ef De2. þá 36. Hf5) 36. a5, De2; 37. Dd5, Hcl; 38. Dxp, Dfl-j-; 39. Kf3, Ddl-f; 40. Kf4, Dd2-f; 41. Kg4. blindleikurinn. Svart gaf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.