Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 4
LBSIIÓK M0R8UNBLAÖSINS 106 Björn „biblia44 Eftir Oscar C/ausen Suðurríki var lijáleiga í tón- fœtinum á Borg á Mýrum, og var bygð þangað til fvrir hjer umbil 20 árutn. Þar bjuggu um miðja 16. öld hjón og hjet bónd- inn Sigurður, en húsfreyjan Sæ- unn. -— I'm þær mundir var Þor- grímur Sigurðsson sýslumaður í Mýrasýslu og bjó í Iljarðarholti. Hann var vel efnum búinn og þótti ráðríkur, harður í horn að taka og vandlætingasamur við sýslubna. Annars var sýslumaður í mörgu duglegur maður. en margir grunuðu hann um græsku. Sigurður bóndi í Suðurríki jiótti málgefinn í meira lagi og ekki umtalsfrómur og. svo gekk haun langt í þeim sökuin, að Þor- gríinur sýslumaður ljet taka hann og setja í gapastokk fyrir kjaft- æði og slaður. en eftir ]>að var liann kallaður Sigurður Stokk- mann. Þau Sigurður og Sæunn áttu tvo syni; annar var Bjarni, sem síðar bjó á Gljnfurá. en hinn lijet Björn. sem hjer verður aðal- lega sagt frá. — Björn var vesal- menni og mjög málgefinn eins og faðir lians. og svo var hann auk þess framgjarn og frekur. Hami las mikið heilög fræði, eins og iuargra var ]>á siður og var afar vel að sjer í biblíunni, enda sló hann óspart um sig með tilvitn- ununi í biblíustaði, í daglegu tali við menn, en upp úr því hafði hann það, að hann var uppnefnd- ur og alment kallaður Björn biblía. — ★ Þegar Sigurður bóndi í Suður- ríki dó, var Björn orðinn fulltiða maður og var því fyrir búi hjá móður sinni, en þá þótti hann strax nokkuð oflátungslegur. Sig- ríður Jónsdóttir hjet skáldmælt kona á Borg og kvað hún ]>etta um Björn : Þú ert kóngur í þínu ríki, því er von að á þig snýki menn og það sem mállaust er. Kórónunni hátt hann hreykir, hjermeð út uin varir sleikir, og graut vill láta gefa sjer. Björn biblía var allvel að sjer, á þeirra tíma vísu, og tók ungl- iuga til kenslu heima hjá sjer. Einn 'þeirra var Guðrúu nokkur dóttir Gísla í Laxholti, en ung frúin var þá komin undir tvitugt og hafði engu verið í hana hægt að troða, enda var hún enn óstað- fest í trú sinni. — Gísli þessi í Laxholti var mesta hrossakjöts- æta. en }>ær voru ekki í háveguni hafðar í þá daga. Hann var kall- aður „hrossagröf“, af því að hann át <>ll hross, sem drápust af slys- um eða urðu sjálfdauð, en auk þess keypti hann þá afsláttar- liesta. sem hann náði í. — A þeim árum, sem Gísli var í Laxholti og át mest af lirossun- um, bjó Maguús Stephensen kon- ferensráð á Iunra-Hólini. Magnús bar hag landsins mjög fyrir hrjósti og hafði lifandi áhuga fyr- ir því að bæta kjör manna í harð- indum þeim, er þá gengu yfir laudið. Eitt af því sem hanu taldi að gæti orðið til hagsbóta var það, að menn lærðu að leggja sjer hrossakjöt til munns. — Hann skrifaði ritgjörð um þetta og hvatti menn mjög til þess að jeta hrossakjöt. En Magnús ljet ekki við þetta sitja; hann gekk á und- an öðrum og Ijet heimilisfólk sitt jeta þetta kjöt jafnt annari fæðu. — Sama gerði Magnús sýslumaður Ketilsson í Búðardal. — Það þótti ekki fínt að jeta hrossakjöt þá og gengu ýmsar lygasögur um Magnús Stephensen, frá óvildar- mönnum hans og var ein sú, að hann ætti að vera svo gróf hrossa- æta, að hann keypti öll hross, sem væru föl, til þess að jeta þau. — Hitt var sannara, að Magnús ljet aðeins hagnýta sín eigin hross á heimili sínu, og gekk ekkert til með áhuga sínum um að kenna mönnum hrossaát, nema einskær umhyggja fvrir velferð fátækra landsmanna. Þessi vísa var kveð- in til þess að ergja Magnús Step- hensen, óverðugan: Hrossaætan á Hólmi býr, hefur margt að sýsla. jetur merar álmatýr, út úr Laxholts Gísla. — Eins og áður er getið var Guð- rún frá Laxholti komin i kenslu hjá Birni, en þegar til kom, var hún svo óstýrilát, að hann varð í bvrjun að láta liana sæta föður- legri hirtingu. en brátt fór svo, að kennariun fór að verða blíðlát- ari, og svo fór að lokum, að Gunna varð vanfær og átti barn með lærimeistara sínuin. Sá ást- anna ávöxtur kom þó andvana, en Björn varð fyrir þungri ákúru hjá sálusorgara sínum, prestinum á Borg og eftir þetta minkaði gengi hans mjög. — Fram af þessu fluttist hann frá Suðurriki og hafði heimili hjá bróður sínum á Gljúfurá, en svo var hann síðar á eilífu flandri og ferðalögum, eiukanlega sendiferð- um milli sýslna og landsfjórð- unga og svo fyigdarmaður heldri mauna. Loks varð Björn póstur, eða eins og þá var kallað Extra- póstur um Vésturland, en ekki fór hann samt nema eina ferð á hverju vori og var lítið annað í pósttöskunni, en hinir svokölluðu Capitulstaxtar, en það voru verð- lagsskrárnar, og nokkur sendi- brjef. 1 þessum ferðum sínum reyndist hann trúr og áreiðan- legur og ávann sjer traust og margra hylli. — ★ Einu sinni komst Björn biblía í þann vanda, að verða að skíra barn skemmri skirn. Barnið var veikt og var haldið, að það mundi þá og þegar devja. en veðrið var svo slæmt og bvlur svo mikill, að hvorki var liægt að komast með hvítvoðunginn til kirkju eða sækja prestinn. Skömmu síðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.