Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 2
306 LESBÓK MORQUNBLAÐ8IN8 LJ. sem Sivle hafði á Hovden, eðli hans og mótun. En við hvort eitt ungt skáld mætti segja sem algilt heilræði: — Veldu þjer ekki annað yrkis- efni en það, sem þú þekkir til hlítar — eða hefir að minsta kosti haft á þig djúp og innileg áhrif, áhrif, sem þú hefir gert þjer fulla grein fyrir, hvers eðlis eru. 3. En eru þá til skáldritahöfund- ar, sem velja sjer önnur viðfangs- efni en þau, sem þeir þekkja vel, hafa haft á þá djúptæk áhrif og þeim hefir tekist að kryfja til mergjar eftir eðli sínu og getu? Já, er ekki von þið spyrjið! Jú, slíkir höfundar eru sannarlega til. Á hverjum tíma er uppi fjöldi manna, sem þykist hafa fundið hina sönnu trú. Það getur verið pólitísk trú, bókmentaleg trú, guðstrú eða einhver önnur trú. Trú er það að minsta kosti, þvi boðendurnir skrifa og tala þann- ig, að það er eins og ekkert annað sje til í veröldinni en einmitt þetta, sem þeir halda fram í það eða það skiptið — í það eða það skiptið, segi jeg, því stundum á sjer þó stað, að þessir menn sjeu svo manneskjulegir, að fyrir þá komi að skipta um trú. Og allir verða vansælir, nema þeir taki hina boðuðu trú, skilyrðis- og af- dráttarlaust. Menn eiga að skrifa um hana, tala um hana, gerast algerðir þrælar hennar, hata og ófrægja og helst ofsækja alla, sem ekki eru sömu trúar — og dæma þá í eitthvert helvíti. Ofsatrúar- mönnum kemur ekkert við, hvorí trúin, sem þeir boða, er 1 nokkru samræmi við eðli þess manns og uppeldi, sem hún er boðuð, — hann skal taka hana — og vera bölvaður og útskúfaður ella. Þeim kemur ekkert við, þó að. þeir með boðun trúar sinnar misþyrmi til- finningum manna og freisti að leggja í rústir verðmæti, sem hafa verið lífsteinn kynslóðanna. Þeim kemur ekkert við, þó að þeir geri mennina að jánkandi þrælum í stað sjálfstæðra vera, sem berj-„ ist sinni eigin baráttu fyrir sköp- un síns persónuleika. Því hinir blindu ofsatrúarmenn eru sjálfir allflestir guðs volaðar vanmeta- skepnur, sem ekki hefir tekist að finna sjer fótfestu í tilverunni sem frjálsir leitendur og skoðendur, og hafa svo gripið í blindni einhverja þá trúarlega, bókmentalega eða pólitíska trúarjátningu, sem hefir legið beinast fyrir þeirra bæjar- dyrum — eða einhver nægilega ófyrirleitinn andlegur nauðgunar- seggur hefir upp á þá troðið: Hann hefir bundið þá í sitt hunds- band og sagt: Hvuti, greyið, geltu! Og svo hafa þeir gelt. Þeir segjast svo hafa höndlað allan sannleikann. Þeir eru frjálsir og fullsælir menn, að því, er þeir sjálfir telja, þó að ófrelsi þeirra sje slíkt, að herra þeirra þarf ekki annað en benda þeim til þess a?f þeir gelti og glefsi í hvað og hvern, sem er, þarf ekki annað en segja þeim að svíkja alt og svívirða, sem þeir eiga að þakka það litla, sem þeir eru að manni, svíkja þær hugsjónir, sem hafa leitt manninn frá villimensku tii menningar, svíkja þjóð sína og iand sitt, svíkja hinn upprunalega sannleiksneista, sem kann að hafa leynst með þeim sjálfum. Margir láta tælast og falla í freistnina að meira eða minna leyti, lengri eða skemri tíma, rit- höfundar þar ekki undanskildir. Þeir hafa ekki, sumir hverjir, and- legt sjálfstæði, ekki sjálfstraust, skarpskygni og viðnámsþrótt — í einu orði sagt: ekki andlegan þroska til að standa á móti hinni ófyrirleitnu áleitni og óttast jafn- vel talaðan og ritaðan róg og of sóknir ofstækismannanna. Þeim er sagt; Þú getur því aðeins skrifað góða bók, að þú skrifir’ um þetta eða hitt, berjist fyrir þessu, ráð- ist á þetta eða þennan. Þeim er líka sagt: Þetta eru þau einu yrk- isefni, sem nú tíðkast í útlöndum, þetta eru þau einu vinnubrögð, sem samboðin eru nútíðar íslend ingi. Og svo nagar hinn ungi höf- undur blýantinn eða veltir fyrir sjer sjálfblekungnum, párar nokkrar línur á blað, rífur það sundur, párar á annað og það þriðja, fer loks að pína sig til að krota eitthvað í samhengi í sam- ræmi við forskriftina. Hann reyn- ir að æsa sig upp gegn þessum eða hinum, sem hann þekkir ekki það allra minsta og finst í raun inni ekkert hafa gert sjer, reynir að láta sjer vera illa við þessa eða hina manntegund, sem hanu veit ef til vill ekki af eigin raun, að til sje á jörðunni — hvort- tveggja þetta eftir reseptinu. Iíann reynir að lesa eitthvað eftir þennan eða hinn af hinum erlendu og af hans lærifeðrum helguðu meisturum. Ef til vill er þessi meistari dægurfluga, ef til vill er hann sannur meistari í bókmenta heiminum, en hann getur verið jafn hættulegur ungum íslenskum liöfuiidi til eftirlíkingar, hvort heldur sem er, því máske er ekki einu sinni því tiL að dreifa, að til sje á íslandi neio hliðstæða við það umhverfi, sem hinn erlendi meistari er vaxinn upp úr og mót- aður af — og svo eru eftirlíking- ar altaf ljelegar og leiðinlegar. Þá er líka hægt að stæla íslensk- an dýrling stefnunnar, feta í hans fótspor eftir bestu getu, skæla sig eins og hann, setja fram hök- una, herma eftir afkáraleik í rödd eða látbragði. Gerir minst, þó að ekki sje vottur af persónuleik, af sjálfstæði í því, sem hinn ungi íslenski höfundur er að -hnoðast við. Hann verður að reyna að gera sig verðugan hjá spámönn- unum. Maðurinn er kannske ljóé- skáld, sveitamaður í húð og hár, dreyminn unnandi auðnanna, með hugann fullan af ljúfsárum minn- ingum úr lágum bæ með gras- gróinni þekju, — með seim gam- alla alþýðlegra laga og ljóða í eyrum — og lindahljóm og lækja. Hann verður samt sem áður að yrkja baráttusöngva og eymdar- útmálun fólksins í bæjunum, fólks, sem hann hvorki skilur nje þekk- ir, jafnvel skrifa sögu fulla ai sóðaskap og upplQginni lífsbeiskju um fólkið í sveitinni og frelsun þess í borginni yfir r rjetttrú aðra raðir. Rjett einstaka sinnum leyfir hann sjer að syngja minn- ingaþrunginn óð um það, sem hann ann og saknar, og þó að tónar hans sjeu þá hreinir og tær- ir og hreyfi viðkvæman streng í brjósti hvers þess, sem kann að meta hreinan tón, þá unir skáld- ið því best, að sem minst sje um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.