Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 3
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 307 þennan kveðskap hans rætt eða á hann drepið. Það væri honum lítt bærileg skömm, ef einhver fyndi upp á að segja: Sjáið góðskáld minninga og drauma .... Kannske er maðurinn líka skáldsagnahöf- undur, uppalinn í sveit. Hann hef- ir ef til vill aðeins verið áhorf- andi lífsins í borginni — og það um stutt skeið. Hann botnar ekki vitund í því, hefir ekki tileinkað sjer það og þess margbreytilegu manneskjur. Hann hrennur af löngun til að skrifa um sitt rjetta umhverfi, skrifa um það resept- laust og eins og honum finst það vera og hann geti skrifað um það. En þetta dugir ekki. Hann fylgir reseptinu. En svo gefst honum tækifæri til þess að læða inn í söguna sína gamalli sveitakonu, sem ekki kemst yfir götu vegna bíla, en bíður og starir, og höf- undurinn leyfir sjer að láta hana hugsa. Það getur varla reiknast honum til syndar, úr því að hann rakst nú þarna á hana eins og af tilviljun! Og alt í einu bregður hann upp, aldrei þessu vant, bráð- lifandi manneskju. En burt með hana! Einhverntíma verður hún að komast yfir götuna, og þar með er hún horfin úr sögunni. Það væri of áberandi, að hengslast lengur með hana. Maður þarf að bregða sjer til stúlku, sem er að hugsa um fóstureyðingu. Það gerir ekk- ert til, þó að maður þekki ekkert til sálarstríðs svona stúlku. Fóst- ureyðing er með á reseptinu, ekki mörg grömm fóstureyðing, en þó — En kannske er líka sagnaskáld- ið maður, sem er uppalinn við sjó og meira og minna á sjó. En hann má ekki skrifa um þetta, nema hann hafi verið á togara eða nýjustu tegund vjelbáta og taki sjer fyrir hendur að lýsa sjó- mönnum, sem eru að líða niður af þreytu og koma svo heim til konu. sem annað hvort er því nær horfallin eða hefir hjá sjer rúmimi fnllan útgerðarmann eða son hans, þessar blóðsugur, sem ekki eiga sjer nokkrar mannlegar tilfinningar og gera aldrei nema ilt eitt! En höfundurinn sá arna hefir kannske einhverntíma verið á skakskútu einn fagran sumar- morgun og sjeð glaða og ákafa menn draga gulan og fallegan þorsk, menn, sem eru örir af vinnugleði — hugsið ykkur annað eins orð — menn, sem lofa kann- ske gamlan og dómefldan drott- inn í hjarta sínu fyrir góða veðr- ið og björgina — og skjóta gam- anyrðum stafnanna á milli á skip- inu .... En um þetta má hann ekki skrifa. Um þetta er bannað að skrifa! En skáld, sem volast í viðjum slíks banns um götur borgarinn- ar og híma svo yfir pappír, nag- andi blýant eða veltandi fyrir sjer sjálfblekung, bíðandi eftir því að annara andi komi yfir þau, en líta ekki við sínum eigin og því, sem þeim hentar að viðfangsefni, þau mætti gjarnan fara með eins og gamla konan, sem ekki komst yfir götuna vegna bílanna, vildi fara með barnabörnin sín. Hún vildi taka þau á knje sjer og hýða úr þeim ónáttúruna. Ljóðskáldið mætti síðan leiða upp á fjall og sýna því sólina, til þess það myndi að hún væri til, eins og tíkinni hans Magnúsar sálarháska. Skáld- sagnahöfundinn úr sveitinni mætti gjarnan setja á glófextan hest, sem steðjaði með hann til átthag- anna og tæki svo hressilegan hlað- sprett, að hið afmegna skáld velt- ist af baki, mintist við móður sína jörð og fyndi gróðrarangan mold ar í vitum sjer. Og skútuskáldið væri ekki úr vegi að senda út á sjó, láta það draga þorsk eða lúðu á línu, láta það vinna, uns það ylti út af í fersku slori á hálum hallandi þiljum. 4. Ávalt hafa komið þau tímabil í bókmentum, listum og heimspeki, að bölsýni, lífsgleði og jafnvel mannfyrirlitning hafa meira og minna gripið um sig. Eftir heims- stvrjöldina 1914—1918 hefir þetta gert allmikið vart við sig í hin- um mentaða heimi, en ekki þó svo, að á vettvangi bókmentanna hafi ekki annað verið talin góð og gild vara heldur en það, sem meira og minna hefir verið mengað þessum kvillum. Hjer á fslandi hefir þess gætt, nokkuð upp á síðkastið, að heyra þætti til góðra siða í bókmentum, að þar yrði sem mest vart bðlsýni og mannfyrirlitningar, alt annað væri lífslygi, án lífsgildis og fjar- lægt allri list. Framsetningin á helst að vera blandin hundsku — eða minsta kosti kaldranalegu kæruleysi, — já, alls þessa: böl- sýni, mannfyrirlitningar, hundsku og kæruleysis er af allmiklum þorra manna krafist af íslenskum skáldum, ef þau eiga að geta tal- ist geðfeld, án tillits til þess, hvort þessu eða hinu skáldinu er þannig farið, að það hafi nokkur minstu skilyrði til að uppfylla þessar göf- ugu kröfur, samkvæmt eðli sínu og mótun. Aðaleigindi lífsins, sam- kvæmt lýsingum þeirra skálda, sem uppfylla kröfurnar, eru sóða- skapur og skortur, harðneskja og heimska, sorg og þjáning. Og mennirnir eru annað hvort nauðg- unarseggir, ræningjar, svikarar, lygarar, samviskulausir og skoð- analausir loddarar, ofbeldismenn, mútuþegar, hartnær bamamorð- ingjar — og jafnvel hálfgerðir vitfirringar — eða þá guðsvolaðir aumingjar og sinnulevsingjar, sem láta fara með sig eins og þeir væru skvnlausar skepnur. En spá- mönnum þessarar skáldskapar- stefnu leyfist að lýsa fagarlega og af fullri samúð og nærtækum skilningi, kúm, tíkum, sauðfje, graðfolum, hryssum, æðarfugli, hvítfugli, — já, líklega flestum þeim dýrategundum, vængjuðum og vænglausum, sem þeir þekkja. Ennfremur þvkir syndlaust, þó að þeir lýsi, og það af næmri til- finningu fyrir fegurð og hrein- leika, gróðri jarðar, jöklum og himni. Þó skal ekki bera of mikið á slíku. Upp á festingu, fegurðar- innar skal öðrn hvora sletta forar lúkum mannskemda og saurindum getsaka, og þar með ýta höfund- arnir við sínum ástkæru aðdáend- um og segja: — Verið þið aldeilis róleg! Þið skuluð ekki halda, að jeg hafi ver- ið búinn að gleyma ykkur. Og sjá, jeg á gnægð óþverra í fórum mínum, þó að jeg hafi nú um stund levft mjer að sýna ykkur fagra liti og láta gróðurangan leggja að vitum ykkar. f fám orðum sagt er lífið hel- víti — frá bæjardyrum þessara (Framh. á bls. 311).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.