Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 7
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 311 sigraði hún meðal 30 myndhöggv ara í samkepni um stóra lágmynd, sem gistihús eitt í New York skyldi skreytt með. Síðar frjett- ist, að ríkisstjórnin þar hefði fal- ið henni að gera stóra standmynd, er skyldi tákna „sport“. Skemti- garður mikill í stórborginni Los Angeles í Californíu kvað vera skreyttur nokkrum listaverkum eftir hana, og þar er dálítill minn- isvarði eftir hana um Leif heppna; var mynd af honum í Fálkanum fyrir rúmum 2 árum. — Banda- ríkjamönnum er nú mörgum orð- ið dálítið kunnugt um Leif heppna og þeir hafa helgað 9. október ár hvert minningu hans. Mynd sú, sem hjer birtist af Nínu Sæmunds- son, var tekin á síðustu Leifs- hátíð, 9. okt. í fyrra haust. Btns og myndin sýnir, hefir Nína Sæ- mundsson verið sæmd heiðurs- merki Fálkaorðunnar. ★ Þær tvær myndir, sem Lista- safnið á eftir Nínu Sæmundsson, eru báðar úr gipsi. Vonandi verða þær einhvern tíma höggnar úr marmara; þá fyrst njóta þær sín. — Mjer er ætíð raun að því, að „Rökkur“, sem jeg hefi daglega fyrir augum mjer, skuli ekki vera úr mjallhvítum marmara. „Móður- ást“ væri einnig miklu fallegri úr marmara en hún er úr bronsi. — Nú hin síðustu árin hefir Nína fengist allmikið við að höggva út, myndir sínar úr hörðum viði og einnig nokkrar úr marmara eða öðrum bergtegundum. Hún hefir selt ýmsar og gefið sumar, en á margar sjálf, bæði heima hjá sjer og á listsýningum víðsvegar vestra. ★ Nína Sæmundsson er nú búin að vera svo lengi vestra og búin að ná svo vel takmarkinu með för sinni, að tími virðist kominn til, að hún fari senn að fullnægja þeirri löngun, sem hún ætíð ber í brjósti, að koma aftur til átthag- anna. Hún hefir fengið að reyna það, eins og margir aðrir landar vorir erlendis, að „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Hún hefir ekki látið heillast og truflast svo af lífinu í stórborg- unum, að ættjarðarástin slokkn- aði. Hún finnur, að hún er og verður alt sitt líf íslensk, og hún vill starfa fyrir land sitt og þjóð meðan hún getur. Hvort sem dvöl hennar verður lengri eða skemmri erlendis, verður hún þar ætíð sem gestur. M. Þ. Liggur vegurinn þangað? (Framh. af bls. 307). höfunda, en mennirnir, sumir hverjir, „aumingjar, en illgjarnir þeir, sem betur mega“. En svo kemur nú það sjer- kennilegasta af þessu öllu saman: Margir hverjir þeirra manna, sem hrifnastir eru af þessari lífsskoð- un í skáldskap og þessu mati á mönnum, þykjast svo vilja skapa sæluríki á jörðu og þá líklega mjög fullkomnar manneskjur úr þeim aumingjum, föntmm og fúl- mennum, sem nú lifa og hrærast! En hversu má slíkt verða, svo sem efniviðnum er lýst? Og hvern- ig er hægt að vekja lífstrú og framtak til bóta með því að telja mönnunum trú um, að lífið sje helvíti og manækindurnar sumar getulausar, en flestar sviptar öll- um góðum eiginleikum ? Nei, ef þeir, sem telja bölsýni, mannfyrir litningu, hundsku og kæruleysi hinar einu skoðanir og tilfinning- ar, sem eigi rjett á sjer í skáld- skap, vildu vera sjálfum sjer sam- kvæmir, þá ættu þeir að ganga út og hengja sig og láta það vera sína síðustu ósk í þessu lífi, að dauðinn herjaði á þriðju hæð og öllum öðrum hæðum allra manna- híbýla á jörðunni, svo að gróður- angan, sól og fegurð fjalla, jökla og himins yrði aðins fyrir hví- andi graðhesta, sneplóttar tíkur, baulandi kýr, gargandi hvítfugl, \ ú-andi æðarfugl og aðrar slíkar manninum göfugri lífsverur. „Já, en þeir segja að mjólk sje heilnæm. í henni eru sömu efni og í blóðinu segja þeir“. „Nú skil jeg, hvers vegna jeg hefi óbeit á mjólk; jeg er ekki blóðþyrstur“. Skák Hastings 1922. Hollenski leikurinn. Hvítt: E. D. Bogoljubow. Svart; A. Aljeehin. 1. d4, f5; (Sjaldan teflt í alvar- legri kappskák. Sterkir skákmenu tefla þó svona stundum á móti veikari skákmönnum þegar þeir vilja ekki jafntefli.) 2. c4, Rf6; 3. g3, e6; 4. Bg2, Bb4-|-; 5. Bd2, BxB; 6. RxB, (Betra er DxB.) 6......Rc6; 7. Rf3, 0—0; 8. 0—0, d6; 9. Db3, Kh8; 10. Dc3,' e5!; 11. e3, (Betra virðist pxp, pxp; 12. e4!) 11......a5; (Til þess að hindra b4.) 12. b3, De8; 13. a3, Dh5; 14. h4, Rg4; 15. Rg5, Bd7; 16. f3, Rf6; 17. f4, e4; 18. Hfdl, (Til þess að geta valdað g4.) 18. .... h6; 19. Rh3, d5!; 20. Rfl, Re7; 21. a4, Rc6; (Nú á riddar- inn opna leið til d3.) 22. Hd2, Rb4; 23. Bhl, De8!; (Hótar að vinna d5-reitinn eða peð.) 24. Hg2, pxp; 25. pxp Bxp; 26. Rf2, Bd7; 27. Rd2, b5!; 28. Rdl, Rd3; 29. Hxp, b4; 30. HxH, (Betra var Dal.) 30.........pxD, 31. HxD, 31.....c2!!; (Svart eignast óhjá- kvæmilega drotningu í öðrum leik.) 32. HxH-f, Kh7; 33. Rf2, clD+; 34. Rfl, Rel; 35. Hh2, Dxc4; 36. Hb8, Bb5; 37. HxB, (Hvítt á ekkert betra.) 37....... DxH; 38. g4, (Tilraun til að frelsa stöðuna.) 38.....Rf3+; 39. BxR, pxB; 40. pxp, De2!!; (Pattar alla hvítu mennina. Ef t. d. Rg4, þá RxR; 42. HxD, pxH; og næst elD.) 41. d5, Kg8; 42. h5, Kh7; 43. e4, Rxe4; 44. RxR, DxR; 45. d6, pxp; 46. f6, pxp; 47. Hd2, De2!; og hvítt gaf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.