Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 309 fyrir keisarann og föðurlandið. Af hinum frægu kvenmönnum ver aldarsögunnar hefir hún mestar mætur á Jeanne d’Arc. En strat í fyrsta samkvæminu sem hún tek- ur þátt í vaknar þó hið kvenlega eðli hennar, þegar hún sjer þar laglegan liðsforingja, sem einnig verður mjög hrifinn af henni. Þau giftast nú og verða hamingjus^m- ir foreldrar lítils drengs. Þegar ófriðurinn við Sardiníu hrýst út, er faðirinn nýbúinn að gera son sinn að liðþjálfa. Hrifning hinnar ungu konu af Jeanne,d’Arc fer nú að hverfa: Hún hatar nú stríð- ið, sem hún í æsku sinni var van- in á að elska, vegna þess að það tekur eiginmann hennar frá henni og stofnar honum í lífshættu. Þeg- ar hann svo fellur á vígvellinum eykst hatur hennar á stríðinu og hu^ur hennar snýst öndverður móti hinum hernaðarlegu erfikenn- ingum foreldranna, mannfjelaginu og föðurlandinu. Eftir að hafa verið ekkja í nokkur ár, hittir hún fjörutíu ára gamlan liðsfor- ingja af prússneskum ættum, sem hún verður mjög hrifin af. Þau giftast svo, þrátt fyrir mótbárur frá föður hennar. Stuttu seinna er hinum nýgifta manni skipað að taka þátt í stríðinu við Danmörk. i Þaðan kemst hann þó óskaddaður, en varla er hann kominn aftui heim, þegar prússnesk-austurríska. stríðið brýst út árið 1866. Nú líður langur tími og Marthá hevr- ir ekkert frá manni sínum. Að lokum fer hún sjálf út á vígvöll- ínn sem, hjukrunarkona, en er send heim sem sjúklingur, ör- vingluð af öllum þeim hörmung- um, sem hún hefir orðið fvrir. Maður hennar kemur samt einnig óskaddaður úr þessari herför og nú alkominn, vegna þess að nú gat hann gengið úr hernum, en það gat hann ekki áður án þess að grunur vaknaði um, að hann hefði aðeins gifst hinni ungu ekkju peninga hennar vegna. Hjónin setjast nú að í París, en þar eru þau tekin höndum í stríð- inu 1870. Þau upplifa umsátrina og hertökuna, sem kostar mann hennar lífið, vegna þess að hann var af prússneskum ættum, var hann grunaður um njósnarstarf- semi og tekinn af lífi .... Þetta eru aðaldrættirnir í við- burðunum í þessari skáldsögu. Þó að hana að vísu skorti tilbreyting- ar í mannlýsingum, sem er nú krafist af skáldsagnarithöfundum, og þó að samtölin sjeu frekar eins og skrifuð heldur en töluð, er bókin samt öll skemtileg vegna þess, hve þar er lýst mörgum mönnum frá fyrverandi höfðingja tímum, spennandi vegna hins skáld lega efnis og hinna miklu viðburða og áhrifamikil vegna vægðarlausr- ar lýsingar á ógnum vígvallarins. Bókin hafði mikil áhrif á einn lesandanna, og það var Alfred Nobel uppfinningamaðurinn, sem fann dynamitið. Hann vissi auð- sjáanlega ekki fyrirfram til hvers uppfinning hans mundi verða not- uð. — Hann skrifaði Berthu von Suttn- er: „Jeg hefi nýlokið við að lesa bók yðar, sem er snildarverk. Það er sagt að til sjeu 2000 tungumái — þar af 1999 of mörg — en það er víst, að það er ekki eitt einasta, sem bók yðar ætti ekki að vera þýdd á, lesin og dáð“. Og fór síðan að lýsa friðarverð- launum sínum, sem nú eru orðin heimsfræg: ,,Jeg vildi gjarnan við arfleiðslu gefa part af auðæfum mínum, sem friðarverðlaun og ætti að veitd þau fimta hvert ár, við skulum segja sex sinnum (því ef það hepnast ekki á 30 árum að end- urbæta hina núverandi stjórnar- hætti þá munum við hreint og beint verða aftur villimenn) handa þeim, sem hefir unnið mest í þágu friðarins í Evrópu“. Þau 30 ár eru nú löngu liðin og friðarverðlaunin eru enn við lýði, þó að það land, sem hefir brent snildarverk Berthu von Suttner, hafi stranglega bannað borgurum sínum að taka á móti fje úr sjóðnum sem hinn sænski aðdáandi bókarinnar setti á stofu. (Lauslega þýtt). Lítilsháttar um Reykjavík hjer áður fyr I Ávrir á að giska 50 árum var ógurlega fín stofnun hjer í bæ, sem nefnd var Reykjavíkur- klúbbur. Þangað safnaðist alt, heldra fólkið í bænum, og var mjög valið úr. Það voru aðallega embættismenn bæjarins, sem stóðu að þessari stofnun og kannske eitthvað af kaupmönnum, en svona óæðri verslunarmenn voru ekki hlutgengir þar. Þarna voru haldnir nokkrii’ dansleikir á vetrum. Eitt barna- ball var um jólin og aðaldans- leikur á miðjum vetri. Miðsvetr- ardansleikurinn var hinn glæsi- legasti, með ballkortum, botillon .jft O. S. frv; Allir, sem vildu vera menn með mönnum, keptust við að komast í þennan Reykjavíkurklúb. En vel máttu menn vara sig á að bjóða ekki utanaðkomandi fólki, sen'i ekki þótti nógu „fínt“, því þá gátu þeir sem fyrir voru firrst og neitað að koma þar. Margt var nú öðruvísi í henni Reykjavík í þá daga. Eftir aldamótin fóru stjórn- ínálin að gera vart, við sig í skemtanalífi hæjarins eins og ann- arsstaðar. Tóku þá nokkrir menn sig saman, sem urðu fvrir ein- hverri áreitni fyrir stjórnmála- skoðanir sínar og stofnuðu fjelag, sem „Fjölnir" hjet. Átti það að vera samskonar fjelag og Reykja- víkurklúbburinn. Þetta fjelag varð ekki langlíft, en það varð samt, sem áður til þess að Reykjavíkur klúbbnum fór að hnigna.. StóS hann þó í nokkur ár eftir þetta. en lognaðist svo að síðustu út af. Kennari flutti eitt sinn erindi um háttsemi Rómverja hinna fornu. Hóf hann mál sitt svo: „Eins og þjer vitið, háttvirtu á- heyrendur, sátu Rómverjar ekki * á stólum, eins og vjer, er þeir mötuðust, heldur lágu þeir í hring um borðið, studdust á annan oln- bogann, en mötuðust með hinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.