Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 8
312 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FJAÐRFOK Prestur (hafði verið sæmdur krossi, sem hann var mjög hróð- ugur af): Hvernig stendur á því, að þjer hafið ekki fengið kross ennþá, prófastur góðurí Prófasturinn: En má jeg spyrja, hvernig stendur á því að þjer hafið fengið kross. ★ Jens: Jeg hefi heyrt, prestur minn, að þjer ætlið að flytja frá okkur í vor. Presturinn: Já, Jens minn, það er Guðs vilji. Jens: Já, jeg veit það, að prest- urinn hefði ekld annars gert það. En jeg hefi heyrt að þetta brauð sje tekjumeira og betri bújörð. Presturinn: Það er satt að tekj- urnar eru meiri. Jens: Svo það er þá satt. Það sýnist vera merkilegt, að í hvert skifti, sem Guði þóknast að láta prestana flvtja sig í nýtt brauð, þá miðar hann ætíð við tekjurnar, en ekki við söfnuðinn. ★ Frúin: Hvað má jeg bjóða þjer. Pjetur? Brennivínsstaup, bjór eða toddy? Pjetur; Jeg held að það væri best að fá staupið strax og svo get jeg dundað við bjórinn meðan þú hitar Aratn í toddýið. ★ Kerling ein var við jarðarför í næstu sókn og spyr vinkonu sína: „Hver er venja hjer hjá ykkur, er grátið strax í krikjunni eða ekki fyr en við gröfina?“ ★ Presturinn (var að þjónusta): Það er hughreystandi fyrir þig, að hinum megin hittir þú hjeðan farna vini og konuna þína sálugu. Hans gamli: Það vantaði nú ekki annað — ef jeg á að fara að stríða við hana í annað sinn. ★ Læknirinn: Þjer hafið vatn í hnjáliðnum. Sjúklingurinn: Vatn — nei — það er ómögulegt. Vatn smakka jeg aldrei. Líklegra þætti mjer að það gæti ef til vill verið brenni- vín. 4 omannason^ur Út á hafið liiminvíða hetjur sækja nú sem fyr, sigla djarft, og söngvum hlýða, sækja fram og hljóta byr. Bregðast ei þótt öldur hranni, ýfist sjór og þyngist ráð, trúir hug og heimaranni, heill sem vefur fósturláð, æskublóminn ýtursanni, ættjörð fórnar sonardáð. Lifir enn á öldum breiðum, íslands heita víkingsblóð. Vinna frægð á farmannsleiðum, frjálsir menn og auðga þjóð. Sækja brauðið barni og móður, borgir reisa grunni frá. Þar sem lýsir göfgi og gróður gleðin vekur sjómannsþrá. Stælir vilja styrkir hróður, starfsins önn um víðan sjá. ■ Gyllir hauður haf og strauma, heiður þinn og fórnardáð; hetjulið sem djarfa drauma dreymir framtíð vonum stráð. Sigur þinn er sigur hinna, sóknin glaða örfar blóð, þú átt mest að voga og vinna, vaska sveit á fremdarslóð, dýrust hjartans heit að inna helgast guði landi og þjóð. Kjartan ólafsson. Eyðimerkurfari á reiðskjóta sínum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.