Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1944, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1944, Blaðsíða 3
LESBÓK MOROUNBLAÐSINS 355 hafði verið frjettaritari blaðsins í finsk-rússneska stríðinu um vet urinn. Við tókum honum fegins hendi, er við mættum honum í Álasundi. Hann er bæði duglegur maður og margfróður. Skömmu á eftir okkur kom for- stjóri blaðaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, Jacob Vidnes. Hann tók m. a. þátt í undii^bún- ingi að því, að gefið yrði út sjer- stakt blað fyrir hermennina á víg stöðvUm Noregs. Jeg kem að því síðar. Allan tímann, sem þessari starf semi var haldið uppi í Álasundi, var samfeldri varðþjónustu hald- ið uppi dag og nótt, til þess að hlusta á útvarpsfrjettir, og dreifa út frjettum. Aldrci friður. Vinnuskilyrði voru góð í lat-inu skólanum, að því er hnúsnæði snerti, rúmgott og þægilegt. Og frammistöðustúlkur voru þar og eldabuskur er önnuðust alla mat reiðslu fyrir okkur. Undir öllu húsinu var kjallari með geysiþvkkum steinveggjum. Svo betra loftvarnabyrgi var vart hægt að hugsa sjer en þar var. En engan dag var friður fyrir loftárásum. Þýskar flugvjelar komu yfir bæinn alt að því 20 sinnum á dag. Fyrst í stað fórum við flest í kjallarann, þegar merki voru gefin. En er fram í sókti, trjenuðumst við upp á því, ef við vorum t. d. að hlusta á frjettir eða afgreiða eitthvað sjerstakt. Okkur fanst þá rjettara að halda áfranVskyldustörfunum, á meðan hægt var. Flugmennirnir vörpuðu ekki nærri altaf sprengjum á sjálfan bæinn. En þeir gerðu sjer mikið far um að koma sprengjum á loftskeytastöð, sem stóð uppi á fjallinu „Aksla“, skamt frá bæn- um. Tíðastar voru loftárásirnar á bæinn frá kl. 4—6 e. h. Mörgum hú$um var gereytt og önnur skemd. Stærstu sprengjur Þjóð- verja, er þeir notuðu þarna, munu hafa verið hálft tonn að þyngd. En auk þess vörpuðu þeir niður miklu af íkveikjusprengjum. í mestu loftárásinni var safn- aðarhús bæjarins eyðilagt. Þá vor um við öll niðri í skólakjallaran- um. Þá heyrðum við einu sinni svo mikinn hvin frá sprengju, að allir hjeldu, að hún væri að koma beint yfir okkur. Flestir höfðu set ið á stólum og bekkjum þarna í kjallaranum. En við þenna mikla hvin, er boðaði óvenjulega hættu, vörpuðu allir sjer flatir á gólfið. Við heyrðum ógurlega spreng- ingu. Það var þá, sem sprengja hitti safnaðarhúsið. Annar vegg- ur þessarar miklu múrbyggingar hrundi. En fólk sakaði ekki. Það var mikil mildi. Niðri í kjallara hússins var fjöldi fólks. En af því að sprengjan kom ekki beint nið- ur á húsið, heldur skáhalt, þá geigaði sprengjan yfir kjallarann. Það þótti sjerstaklega eftirtekt- arvert, að í hinum stóra guðs- þjónustusal hins hálfhrunda húss, var mikil altaristafla óhögguð uppi á vegg, og blasti hún við fólki, sem gekk um götuna, gegn- um opinn vegginn. Sjóklæðagerð, sem stóð niður við höfn, feyktist út í sjó. Og skemdir urðu meiri og minni um allan bæinn þessa daga, rúður flestar brotnar. svo við óðum í glerbrotum á götunum, einkum þegar við vorum á heirrileið um nætur frá dagsverki okkar. Barnaskóli bæjarins, nýbvgð- ur, skemdist mikið, en eyðilagðist ekki. Þar hafði nýlega verið sett upp hjálparstöð Rauða krossins. Árásin á spítalaskipið. Meðan við vorum í Álasundi, gerðist margt sögulegt, bæði í bænum og þar í grend. Eitt af því eftirminnilegasta, sem fyrir augu mín bar þá daga, var það, er spítalaskipið Brand IV kom þar inn á höfnina, eftir að þýskar flug vjelar höfðu ráðist á hið varnar- lausa skip hvað eftir annað, og drepið 5 manns af áhöfninni. En skipið var greinilega merkt með merkjum Rauða krossins, sem spítalaskip. Yfirlæknirinn á skipinu skýrði svo frá: Við vorum alls 30 manns í ákip inu, er þetta vildi til. Höfðum við siglt klukkustund frá Álasundi er tvær þýskar sprengjuflugvjel- ar komu yfir skipið, og flugmenn vörpuðu sprengjum að því, en hittu ekki, sem betur fór. Það gat ekki hjá því farið, að þýsku flugmennirnir sæju Rauða kross merkin, er greinilega voru máluð á skipið. En þeir ljetu sig ekki að heldur, hurfu að vísu frá í bili, en komu aftur og vörpuðu sprengjum, er einnig lentu í sjón um. í þriðja skiftið komu þeir, flugu nú lágt og vörpuðu nú fjórum sprengjum. í þetta sinn tókst þeim að hitta skipið bakborðs- megin með einni sprengju. Áhrif- in voru geigvænleg. Allar rúður brotnuðu, og “ loftþrýstingurinn var ógurlegur. Jeg var sjálfur rjett hjá tveim sem dóu samstund is. Glerbrotin dundu á öllu, og allir særðust meira og minna af gler- og sprengjubrotum. Nú var skipinu rennt á land, bundið til bráðabirgða um sár manna eftir föngum, og allir stukku í land, sem það gátu. Nú hefði maður mátt búast við að þýsku flugmennirnir teldu að nóg væri að gert. En svo var ekki. Enn komu flugvjelarnar yfir okk ur og nú ljetu flugmennirnir vjelbyssuskothríð dynja yfir okk- ur. Hjúkrunarkonurnar urðu að smeygja sjer úr hinum hvítu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.