Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1944, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1944, Blaðsíða 7
IÆSBÓK MORÖUNBLAÐSINS 359* eftir heitan dag. Náði þokan niður í miðjar fjallshlíðar og vorum við hálf smeikir um að við myndum villast, og ekki finna skarðið.' En það fór nú ekki svo illa. Við vorum á skarðinu laust eftir lágnætti. Var þá þokulaust á sjálfri fjallsbrún- inni og sást yfir þokuhafið til fjalls lirúnarinnar beint á móti, sunnan megin við Mjóafjörð. Tindar og níþur stóðu þar upp úr þokunni eins óg klettaeyjar. Fannst okkur þetta æfintýralegt fyrirbrigði. Svo hjeldum við niður í þoku- hafið, og sukkum alltaf dýpra og dýpra. Loks var komið niður úr þokunni. Blasti þá við fjörðurinn rennisljettur og hinar stóru bygg- ingar á Asknesi, þar sem reyki lagði upp frá háum reykháfum. En þar sloknuðu eldar ekki nótt nje dag um þenan tíma ársins. Við settum prammann á flot, og rjerum vfir að hvalstöðinni. Þá var ekki tími til að fara að sofa, því að nýr dagur var tekinn að ljóma, og dagsverkið beið framundan. . ★ Það bar stundum við að ein- hverjir fóru til kirkju á sunnudög- um. Varð þá að fara yfir fjörðinn, því að kirkjan var norðanmegin fjarðarins, út í Brekkuþorpi. Var ujn hálftíma róður þangað frá stöð- inni. Oftast var farið á pramma, sem Norðmenn nefna svo. Á hval- stöðinni voru nokkrar slíkar fleyt- ur, sem notaðar voru í skjökt um fjörðinn. Sjaldan voru þessar fleyt- ur hrein fágaðar, þær voru notaðar til svo margra hluta, og enginn hikaði við að nota prammá, hvort sem hann ætlaði til kirkju eða á dansleik út í Brekkuþorp. Þessir menn áttu heldur ekki svo fínan skrúða, að þeim væri ekki sama um þó að kæmi nýr blettur í hann, það þýddi minnsta kosti ekki að kveinka sjer við því. Það bar líka við, að hvalverðabátur fór með fólk til kirkjunnar. Það átti sjer minnsta kosti tvívegis stað meðan jeg var á Asknesi. Auk þess kom það fyrir að líkfylgd fór á hvalveiðabátum út að Brekkukirkju, því að nokkr- ir Norðmenn, sem dvöldu á Asknesi hlutu hinsta hvííustaðinn í Brekku- kirkjugarði. Á síðari árum Ellef- sens á Asknesi, var hvalveiðin far- in að tregast mjög. Eitt vorið, þeg- ai- lítið hafði veiðst fram að Hvíta- sunnu, var stöðvarmönnum boðið far með hvalveiðabát til kirkjunn- ar á Hvítasunnudag, og urðu þá margir til að fara. Ellefsen fór þá einnig sjáfur, og hans nánustu menn. Höfðu sumir í flymtingum vrt af þessu, og sögðu að nú ætlaði Ellefsen að fara að biðja forsjónina að senda sjer hvali, og gera það í kirkjunni, ef það kynni að hafa meiri áhrif. Og svo brá nú við í þetta sinn, að upp úr Hvítasunnu kom góð veiðihrota, og var þá spaugast með það að Ellefsen hefði verið bænheyrður. — Brekkukirkja var nýleg á þessum árum. Hún var bygð á síðasta tug nítjándu ald- arinpar. Áður hafði Mjóafjarðar- kirkja verið í Firði um aldaraðir. En oft mun hafa verið erfitt að sækja þangað kirkju fyrir þá sem lengst áttu. Frá Dalabæjum, við Dalatanga mun vera 5-—6 stunda ferð inn fyrir fjarðarbotn, svo að það var engin furða þó að kirkjan væri loksins færð nokkuð á leið. Brekkukirkja er fremur lítil timb urkirkja. ITún var snotur og við- kunnanleg. En altaristaflan fannst mjer þó vera höfuðprýði kirkjunn- ar. Er hún af Kristi á krossinum. Máluð af dönskum málara. Þessi altaristafla var áður í Fjarðar. kirkju. ★ Veturinn 1908 varð snjókingi mikið á fjöllum eystra. Bilaði þá símalínan milli Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar, og brotnuðu margir símastaurar. Þetta varð að færa aftur í lag þegar voraði, og voru Mjófirðingar fengnir til að flýta fyrir því. Einu sinni ljeði Ellefsen 10 eða 12 menn til að vinna við þetta eina nótt. Var jeg einn meðal þessara manna. Við fórum á pramma yfir fjörðinn, að Skógum, og áttum svo að glíma við síma- staurana, en þeir biðu á ýmsum stöðum inn með firðinutn. Mest af þeim var þó inn undir fjarðarbotni, skamt frá Firði. En þar upp af lá línan yfir fjallið, um svonefnt Króadalsskarð , þarna höfðu brotn- að staurar á löngu færi. Átti nú að koma nýjum staurum á staði þeirra brotnu. Það tóku fjórir menn staurinn á axlir, og báru upp brekkurnar, þegar kom dálítið upp var stundum hægt að draga þá á snjófönnum. Þeir voru margir staurarnir, sem við bisuðum þarna upp um nóttina, og vorum við jorð'nir bálf þreyttir þegar því var lokið. Verkstjóri þarna var Björnes gamli símaverkstjóri. Klukkan 8 um morguninn var verki okkar Iokið, og hjeldum við þá út að Asknesi aftur. Var okkur þá gefið leyfi til að fara að sofa, og sváfum við fram yfir hádegL Þá var okkur tilkynt það frá Ell- efsen að við ættum að fá pening- ana sjálfir, sem greiddir yrðu fyr- ir þessa vinnu. Og það mætti ein- hver okkar fara inn að Firði til Sveins Ólafssonar til að sækja þá, varð jeg fyrir því að fara. Það er stifur klukkustundargangur frá Asknesi inn að Firði. Fór jeg þá leið oft í einhverjum sendiferðum, sjerstaklega þegar flutningaskip Bergs hvalveiðamanns komu frá útlöndum, en hann átti hvalstöð inn við fjarðarbotn. — Var jég þá sendur að vitja um póst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.