Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1944, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1944, Blaðsíða 5
LESBÖK MOROTNBLAÐSINS 357 konar farangrk Margir kaup- menn lögðu kapp á að selja sem mest af varningi sínum, og ljetu sig litlu skifta hvaða verð þeir fengju fyrir hann. En það voru ekki margir í þeim hug, að kaupa eitt nje neitt, nema neysluvörur til næstu daga. % Flóttafólk. Við hjónin höfðum í reiðu fje 40 aura, er við komum til Ála- sunds. Sá farareyrir, er við tókum með okkur frá Oslo, brann mest- allur með farangri okkar í Ny- bergsund. Við hugsuðum ekkert um neitt slíkt þessa daga í Ála- sundi. Peningar voru svo lítils- virði samanborið við starfið. Kennari einn, sem vann með okkur í skólanum, bauð okkur strax fyrsta daginn að gista hjá sjer. Hann átti heimili rjett utan við bæinn. Þar gistum við. Og mat fengum við í skólanum. En klæðnaður okkar var einkenni- legur. Við fundum stundum til þess. Við komum úr kulda og snjó, ofan úr fjalladölum og höfð um ekki annan fatnað en sem við stóðum í. Veðurblíða var hin mesta þessa daga, steikjandi sól- arhiti. Jeg var í bísam loðkápu og í hnjeháum gúmmístígvjelum. En maðurinn minn var í þykkum skíðafötum, skíðastígvjelum og togsokkum. Jeg man eftir því einu sinni, að jeg fann til þess, hve snauð við vorum. Jeg gekk fram hjá búðar- glugga, þar sem appelsínur voru til sýpis og sölu. En engin tök voru á því að kaupa þær fvrir þessa 40 aura, sem jeg hafði í buddunni. En þó við hefðum skil- ríki fyrir því, að við mættum fá greiða, þar sem við kæmum, upp á ríkisstjórnarinnar kostnað, var ekki hægt að notfæra sjer þau fríðindi til annars en þess nauð- synlegasta. Rjett fyrir mánaðamótin komu skilaboð til Álasunds frá her- stjórninni uppi í Raumsdal, að hún þyrfti að fá menn upp í dal- ina, til þess að vera túlka við ensku herdeildina þar. Margir buðu sig fram til þeirrar þjón- ustu. Meðal þeirra var dr. Edward Hambro, sonur stórþingsforset- ans. Hann er nú fyrsti ritari í norska utanríkisráðuneytinu í London. Margir af þeim, er fóru til þess ara starfa, komu brátt aftur til Álasunds, og sögðu, að þeir hefðu, er til kom, fengið að vita, að ekki myndi verða nein not fyrir hjálp þeirra. Þetta kom flatt upp á þá. Ekki síst vegna þess, að þeir höfðu sjeð það tilsýndar, að her- flutningar færu fram á Raums- dalsfirði. En það gátu þeir ekki vitað þá, að verið var að flytja hermenn frá Noregi en ekki til landsins, er hjer var komið sögu. „Feltavisa“. Þ. 30. apríl var fyrst hægt að koma út blaðinu til hermann- anna, „Feltavisa“, sem kallað var. Voru send mörg þúsund ein- tök af því með bílum frá Ála- sundi. Hvað af þeim hefir orðið, vissum við ekki. Því næsta dag var Suður-Noregur gefinn upp og veru okkar í Álasundi lokið. Við komum heim á gististað okkar til latínuskólakennarans nokkru eftir miðnætti þ. 30. apríl. En kl. að ganga 5 um morguninn var hringt í síma, og okkur til- kynt að við ættum að vera tilbúin til að yfirgefa Álasund þenna morgun. Ferðbúin. Snemma um morguninn kom- um við saman í latínuskólanum, öll. sem þar höfðum starfað und- anfarna daga og höfðu fengið skip un um að vera ferðbúin. Bærinn var þenna morgun að heita mátti mannlaus. Allir flúnir.. Því búist var við stórárás. Við höfðum frjett um að Molde var að mestu eydd, og að bærinn Kristiansund væri í björtu báli, eftir þriggja daga árásir. í Molde var Hákon konungur og Ólafur krónprins, og Þjóðverjar reyndu í lengstu lög að ná-til þeirra. Álasund gat orðið næst í röð- inni. Hver vissi það. Okkur leið ekkert vel í hinum eyðilega og dauða bæ. Við vorum alls um 50 manns, er áttum að halda sjóleiðis norð- ur á bóginn. Skifta átti þessu liði í tvær fiskiskútur. En ekkert spurðist um það, hvar þessir far- kostir væru. Sendir voru ,,njósnarar“ niður á bryggju, til þess að svipast ef ir þeim. Skipin sáust hvergi. Eng- inn vissi um þau. Þetta varð lang ur og leiður dagur. Skipin komu ekki. En þýsku flugvjelarnar komu ekki heldur. Sem betur fór. Þetta var fyrsti dagurinn, sem við vorum í Álasundi, að eng- in óvinaflugvjel gerði þar vart við sig. Kl. að ganga sjö um kvöldið fengum við boð um að nú væru skipin komin, og við skyldum mæta á bryggjunni. Við skiftum liði í skúturnar. Við vorum 23 í annari, og vorum við þar tvær konur. ★ « í næsta kafla segir frá ferðinni norður _með Noregsströnd, um viðdvöl í Tromsö, er um tíma varð einskonar höfuðstaður lands ins, og flóttann frá Noregi 7. júní. Hún: — Karlraenn geta haft augu án þess að sjá og eyru án þess að heyra. Hann: — En kvenmenn geta ekk? haft tungu án þess að t-ala.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.