Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 1
10. tbl. XXIX. árg. wgtmlrlfitoiiw Sunnudagur 14. marz 1954 Gunnar Dal: Giordano runo IjAÐ skeði á torgi einu í Róma- borg hinn 17. febr. á því herrans ári 1600 eftir Kristsburð. Á torginu stóð hlaðinn bálköstur. Kringum hann beið trylltur múgur. „Guðleysingi“, þrumaði tötraleg- ur og rifinn betlari og ruddist upp að hliðinni á einum af fyrirmönn- um Rómaborgar. Höfðinginn leit sem snöggvast á betlarann með vel- þóknun. Á þessum degi voru þeir bræður. „Trúníðingur“, öskraði ungur rómverskur hermaður. „Trúníð- ingur og þorpari“, og gamall róm- verskur fræðimaður, sem stóð við hlið hans Sinkaði kolli til sam- þykkis. „Útsendari djöfulsins“ gall í rolu- legum manngarmi, sem plagaður hafði verið árum saman af andar- teppu og takverkjum, sem hann kenndi árum hins illa. — Og það fór hrollur um konurnar sem stóðu fyrir framan hann. „Svikari“, söngluðu nokkrir svart -munkar í kór. „Þú varst einn af okkur og nú.... Látum okkur þetta að varnaði verða. Sjái hér allir menn hvað of mikill lærdómur hef- ur í för með sér.u Múgurinn <var trylltur. Hann heimtaði hefnd. Hefnd yfir óþokk- ann, sem sagði að himinfestingin, sem skilur milli manna og engla, væri ekki úr gleri. — Já, væri meira að segja ekki til! Hefnd yfir þann sem véfengdi óskeikulleika hinnar katólsku kirkju, páfans og prelát- anna. Hefnd yfir manninn, sem hló að spekingnum Aristoteles. Hefnd yfir guðleysingjann, sem sagði að himininn væri líka undir jörðinni. Hefnd yfir fíflið, sem sagði að jörð- in snerist! Hver var hann þessi glæpamaður, sem vakið hafði slíka reiði? Hverj- ir voru glæpir þessa manns, sem dæmdur hafði verið til að mæta dauða sínum á þennan hryllilega hátt? Þarna birtust þeir loks þjónar kirkjunnar og réttvísinnar. Þeir leiddu á milli sín fölleitan en þó rólegan mann, næstum þóttalegan. Hendur hans voru bundnar. Þetta var skáldið Giordano Bruno. Skáld- ið og heimspekingurinn, sem barð- ist fyrir skoðanafrelsi á öld, þar sem andlegt frelsi var glæpur. — Múgurinn starir um stund og þeg- ir. Prelátar ganga fram á móti hon- um með lítinn kross í hendi. Enn er e. t. v. ekki of seint að auð- mýkja þennan mann, fá hann til að beygja sig, viðurkenna villu sína og óskeikulleika kirkjunnar. Sá dauðadæmdi horfir á prelátann með krossmarkið. — Hugur hans hvarflar til Vesuvíusar, eldfjalls- ins, sem reis yfir fæðingarbæ hans Nola hjá Napólí á Suður-Ítalíu. — Hann sjálfur var eins og þetta fja.ll. Hið innra fullur af eldi, sem brauzt öðru hvoru fram með þrumugný. Þess vegna var hann hér. Ungur hafði hann klæðzt kufli svartmunksins — en fleygði honum brátt aftur. Hann orti ljóð, las bæk- ur eftir vafasama menn eins og Cusanus, Lullus og Telesio. Hann hætti að vera katólskur bókstafs- trúmaður og gerðist maður. Hann sagði forheimskun aldar sinnar stríð á hendur og réðst beint að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.