Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 161 um og kvæðum. Sumt sagna þess- ara og svipmynda úr daglegu lífi eru hreinar perlur og metnar fyr- ir löngu af alþjóð, svo sem Vals- hreiðrið, Aurriðinn, Þyrsklingur- inn, Heiðmyrkur (svipuð skáldsýn er tjáð í kvæðinu Sæþoku), Hrossa- sala o. fl. Miklu meira er tekið upp í þennan flokk en í 2. útg. Sagna og kvæða. Nemur viðbótin röskuip þriðjungi. Sérstakur fengur er að sögubroti alllöngu, Undan krossin- um, sem Einar lét prenta veturinn 1897—98. Þrjár arkir voru full- prentaðar af sögu þessari, sem nú er aðeins til eitt eintak af (á Lands- bókasafninu). Einar hefur vafa- laust samið söguna jafnóðum eft- ir því, sem hún var prentuð, en hætt við hana af einhverjum á- stæðum í miðjum klíðum. Þegar haft er í huga, að Einar samdi flestar sögur sínar og svip- myndir í miklu annríki og birti þær jafnóðum í blöðum sínum, Dagskrá eða Þjóðstefnu, og þær hlutu fæstar fullnaðarfágun á borð við ljóð hans, getur ágæti þeirra talizt undrun sæta. Listfengari á blaðamennsku en Einar Benedikts- son hefur enginn íslendingur ver- ið, hvorki miðað við sinn tíma, né erin í dag. Lýsingar hans í sögum þessum og svipmyndum eru mátt- ugar og sannar, auga hans er jafn glöggt og samúðarskilningur hans er skarpur og bera þær hið sama svipmót og sum kvæði hans. Anngr flokkurinn kaljast Skáld og þjóðmenntir. Er þar komið sam- an hið þelzta, sem Einar ritaði um íslenzka menningu, listir, skáld og rithöfunda. Flestar þessar ritgerðir hgfa til þessa verið lítt kunnar al- menningi, að undanteknum for- mála hans að úrvalsritum Sigurð- ar Breiðfjörð. Þegar menn lesa nú ýmsa blaðaritdóma Einars, sem sumir eru meira en hálfrar aldar gamlir, og bera þá saman við rit- dóma þá, sem nú tíðkast í blöðum og vel flestum tímaritum, fer varla hjá því, að um þá fari hálfónotaleg tilfinning. Því miður rita hinir færustu bókmenntafræðingar vor- ir alltof sjaldan ritdóma um nýút- komin skáldrit, og hin helztu skáld vor, sem til þess eru fær, einnig alltof sjaldan. Hvað veldur? Hræðsla við, að þeir baki sér óvin- sældir höfunda eða útgefenda? Hræðsla við, að þeim skjátlist í mati sínu á nýjum skáldverkum? Annríki, að þeir telji önnur verk- efni liggja sér nær? Ég læt þess- um spurningum ósvarað, en eitt er víst, að ritfregnir í aðalblöðunum hér líkjast oft satt að segja kvitt- un fyrir því, að blaðinu eða rit- dómara þess hafi verið send bók- in til umsagnar. Einar er glöggsýnn á kjarna þeirra skáldverka, sem hann ritar um, ef óvild blindar hann ekki, og að sarpa skapi er h^nn fundvís á meginveilur þeirra höfunda, sem honurn er lítið um gefið. Surps stað- ar hættir honum til smásmygli og hártogana, jafnvel þegar hariri rit- ar um þá höfuuda, sem hann hefur miklar mætur á (smbr. Qrím Thomsen og Matthías Jochums- son). Samúð hans og andúð marka mjög afstöðu hans. Fágætt er þó oflof í ritdómum hgris, er hitt er oftar, að hann er hlífðarlaus og ósgnrrgjarn við höfunda, sem hon- um er í nöp við (smbr. Gest Páls- sop, Jón Trausta, Gpnnar Gunnars- son, en ritsmíðar Einars um hinn síðastnefnda eru ekki teknar upp r úrval þetta). Einar veitist eink- um að raunsæisskáldunum ís- lenzku fyrir þrenrrt: Þeir eru óþjóð- legir, þeir horf'a aðeins á hið ytra borð hlutanna og þeir eru haldnir „ástríðu til þess að gagrirýna agn- kvikirrdi og sóttkveikjur í mann- lífinu.“ Þetta viðhorf kallar hanp „hlutheimsku.“ Einar er harð- dæmur um skáldskap, en hann horfir hér, eins og hans er vandi frá háum sjónarhóli, og í vand- læting sinni talar hann eins og sá, sem vald hefur. Sjálfur hefur hann sett markið hátt, listin er honum heilagt mál, hann er kröfuharður fyrir hennar hönd og því leysir dusilmennska annarra réttláta reiði hans úr læðingi: „Mikil ábyrgð fylgir því að snerta listina með ræktarlausum og fákunnandi höndum,“ skrifar hann löngu síðar í bréfi til frú Gunnfríðar Jónsdótt- ur. í þessum flokki eru ýmsar stór- merkar greinar um íslenzka tungu og menningu. í greininni : Orðlist- in á íslandi (1916) benfiir hann á nauðsyn þess að koma upþ Þjóð- leikhúsi. „Saga sjálfstæðrar ís- lenzkrar nútímamenningar í höf- uðstaðnum byrjar, þegar þjóðleik- hús verður stofnað í Reykjavík“. Og 1927 ritar hann enn um þjóð- leikhúsið og spáir því, að þegar stundir líði fram, muni það verða höll söngva og dansa, sem hefur „alhæfa, fullskipaða hljómsveit fyr- ir efsta flokks leiksvið.“ í greininni: íslenzk orðmyndan (1891) bendir hann á þann ema veg, sem honum virðist fær til þess að íslenzkan geti „fullnægt þörfum siðaðrar þjóðar framvegis“, og hann er sá, að mynda nýyrði af íslenzkum stofn- um. Hann vill fela nefnd hæfra manna að hafa á hendi slíka ný- yrðasmíð. Kemur ekki þarna fram fyrsta hugmyndin að íslenzkri Akademíu, sem Kristján Albertson, Björn Ólafsson o. fl. vilja láta stofna? Yfirleitt má segja, að varð- veizla íslenzkrar menningar sé Ein- ari engu síður hugstæð en endur- sköpun hennar, þetta tvennt verður að haldast í hendur. Því ritar hann um varðveizlu íslenzkra rimnalaga og þjóðlaga, um gildi stökunnar og þjóðsagnanna, hins íslenzka al- þýðuskáldskapar. Næst tekur við flokkurinn Saga og þjóðarfraxni, fimm ritgerðir um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.