Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 3
 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 159 in. Nú skildi flóttanum hætt. Hann skyldi standa eða falla í sjálfu höf- uðvígi andstæðinga sinna, höfuð- vígi Aristotelesar. Þetta vígi var Padua, borg á Ítalíu. Hann kom, sá og — lagði á flótta til Feneya. Þar var hann hlekkjaður og settur í svartholið. Flótta hans var lokið. — í fangelsum Feneya sat hann hlekkjaður í sex ár. Síðan var hann samkvæmt þrálátum kröfum Rann- sókarréttarins leiddur til Róma- borgar. Forseti þessa helga réttar San Severino reyndi að fá hann til að afneita öllum kenningum sínum opinberlega. Þegar það tókst ekki var Giordano Bruno í viðurvist allra kardinálanna og annarra kirkjuhöfðingja dæmdur „til eins vægrar refsingar og hægt væri og án þess að úthella blóði“. Þetta þýddi á máli þessara manna að skáldið Giordano Bruno skyldi brenndur á báli. „Ég býst við að þið kveðið upp þennan dóm með meiri ótta í huga, en ég tek við honum“, var það eina sem hann hafði sagt. Síðan leiddu þeir hann út. Og nú stóð hann hér fáum skref- um frá bálkestinum og horfði ró- legum augum á höfðingja kirk^- unnar, sem rétti að honum líkan meistarans frá Galileu, sem bauð mönnum að leita sannleikans og elska náunga sinn, en sem þessi sama þjóð, Rómverjarnir, höfðu krossfest fyrir 1600 árum — og til- beðið síðan. Var þetta þrátt fyrir allt ekki sama þjóðin? Gátu þessir hræsnarar með því að beita fyrir sig Kristsmyndinni fengið skáldið Giordano Bruno til að beygja sig fyrir fjandmanni sannleikans; kufli lærdómsmannsins, fyrir þjóni rang- lætisins í hempu dómarans og morð -ingjanum í skykkju dýrðlingsins? Aldrei, Bruno vék höfðinu aftur til hliðar. Múgurinn öskraði aftur og formælti. — Hann líktist soltnu ljóni, sem fengið hefur blóð á tönn- ina. — Og samt, þegar Bruno leit á kirkjuhöfðingjann vissi hann í hjarta sínu að síðustu orð sín í Rannsóknarréttinum voru sönn. C__ Þeir bundu hann við staurinn. Böðullinn lyfti kyndli á loft. Bruno horfði á logann? — Hafði honum skjátlazt, voru kenningar hans villa ein, villa sem réttlætti þennan dóm? Hverju hafði hann haldið fram? „Jörðin snýst,“ hafði hann sagt. Stjörnurnar eru óendanlega marg- ar sólir. Það eru engar glerhvelf- ingar yfir jörðinni. Alheimurinn er endalaus, ótakmarkanlegur. Guð er til og hann er ótakmarkanlegur — ekki persóna í mannslíki. En getur þá verið til tvennt sem hvoru tveggja var ótakmarkanlegt, Guð og alheimurinn? Það var rökvilla. Þetta tvennt hlaut að vera eitt. Guð og veröldin er eitt. Guð er í allri tilverunni. Þetta er ekki að afneita Guði, þvert á móti, þessi guð er óendanlega voldugri guði katólsku kirkjunnar, fannst Bruno. Hann kallaði sig því stundum Philotheos til að leggja með því áherzlu á að hann ætti enga samleið með þeim sem afneituðu tilveru guðdómsins. Guð, sagði Bruno, er ekki skapari veraldarinnar í venjulegri merk- ingu þess orðs, vegna þess að ver- öldin var ekki sköpuð. Hún hefur alltaf verið tiL Hann er heldur ekki hin fyrsta orsök sem setur veröld- ina á hreyfingu, því hreyfingin er eðli tilverunnar og á sér því ekki upphaf fremur en hún. Guð er þó hin eilífa uppspretta allra hluta. Hann er einnig sú elfa sem frá þess- ari lind fellur. Og samt er hann að baki hennar; einingin að baki marg -breytileikans. Dauði er ekki til, aðeins breyting á gervi og aðstæðum. Allt er líf; eining andstæðnanna tveggja, efnis og anda. Hafði honum skjátlazt. Voru þess ar kenningar villa? Katólska kirkj- an sagði að þessar skoðanir hans væru glæpur. Skoðanafrelsi var glæpur. Umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum var ekki til. Grimmdin fylgir í kjölfar þröng- sýninnar. Það skildi Giordano Bruno nú. Hann skildi nú að saga baráttunnar fyrir andlegu frelsi í ófrjálsum heimi er jafnan skráð blóði og eldi. Andspænis þessum höfðingjum, múgnum og böðlinum með kyndil- inn í hendinni stóð skáldið Gior- dano Bruno hljóður og rólegur. — Hann hafði barizt með sannleikan- um til hinztu stundar, og óhræddur skildi hann ganga gegnum þennan eld á fund dómara síns og allra manna. Logarnir læstust um viðinn. — Múgur beið í ofvæni eftir að heyra kvalaóp þessa fordæmda manns. Þau komu aldrei. Múgurinn sá að- eins logana og reykinn sem leið upp í þennan dularfulLa himin, sem þessi villutrúarmaður helt að jörð okkar snerist í. BEJ0 Prestur nokkur auglýsti eftir vinnu- manni, sem gæti séð um öll heimilis- störf. Daginn cftir kcmur stór og mynd- arlegur maður. — Geturðu fægt glugga og þvegið gólf? spyr prestur. Já, hann kvaðst mundu geta gert það. — Kantu að fara með hesta? Já, hinn treysti sér til þess. — Kantu að aka bíl? Já, hann kvaðst hafa ökuskírteini. —- Kantu að fægja silfurmuni? — Þarf maður að kunna allt þetta til þess að geta gift sig? Ég kom til þess að biðja prestum að giíta nug.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.