Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 22
V 178 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kolbrunnir og þar var svo mikill eldur að engum mundi þar líft. Við rerum nú í kring um skipið til þess að vera áveðurs við það. Um leið leit ég upp og sá nafn þess. „Ascension“ hét það. Þremur bátum hafði verið komið á flot hinum megin skipsins og skipverjar reru sem trylltir í burt. Það var þó gott að þeir höfðu bjargazt. Bátakaðlarnir hengu lausir niður með skipinu og á endum þeirra voru hjólblakkirnar og slógust fram og aftur eftir því sem skipið hreyfðist. Álitið var að nokkrir menn væri enn um borð, svo að báturinn lagði að skipinu og ég átti að reyna að ná í eina hjólblökkina. Hún sveiflaðist til um leið og ég ætlaði að grípa hana og ég var nær kominn á höfuðið útbyrðis. í næsta skifti lá við að hún slægist í höfuðið á mér, en í þriðju atrennu festi ég hendur á henni. Og á meðan þessu fór fram var ég alltaf að hugsa um það hvort ég mundi verða sendur upp í hið brennandi skip. í sama bili og ég náði í blökkina komu tvö andlit í Ijós yfir hástokk skipsins. Mennirnir voru kolsvartir af sóti og reyk. Þeir kölluðu eitthvað, en við skildum það ekki. Sennilega hafa þeir verið spanskir. Þeim var ákaflega mikið niðri fyrir og báru svo ótt á að ekki urðu greind orðaskil. — Hlaupið fyrir borð! öskraði ég. Eftir hverju eruð þið að bíða? Hlaupið fyrir borð! Ég veit ekki hvort þeir skildu mig, en þeir fóru þó að klífa yfir hástokkinn. Ég sá ekki hvort þeir slepptu sér og stukku í sjóinn, því í sama augnabliki kvað við ógurleg þruma innan í skip- inu. Hún minnti mig á hávaðann sem verður þegar eimlest ekur á fullri ferð inn í jarðgöng. Hávaðinn jókst og það var eins og allt loftið léki á reiðiskjálfi. Ekki get ég gert mér grein fyrir hvað gerðist næst, nema það kom líkt og heitur fellibylur og feykti mér niður í bqtn' á bátnum. Báturinn nötraði og skálf og svo var eins og hann reyndi alð, standa upp á endann í sjónum. — Menn köstuðust í eina bendu og annar stýrimaður lá undir hrúgunni. En hann kallaði þo: „Rólegir piltar. Hann réttir sig aftur, Sitjið kyrrir“. Sitja k> r! Við sátum alls ekki. Við lágum hver ofan á öðrum. Ég var skorð- aður og eitthvað hart var undir bakinu á mér svo að ég helt að það mundi brotna. En þrátt fyrir þetta gat ég þó ekki annað en dáðst að því hvað stýri- maður var rólegur, Nokkra stund — ég veit ekki hve lengi, hringsnerist báturinn eins og hann hefði lent í hringiðu. En svo fór hann að hægja á sér og rétta sig við. Við gripum þá tækifærið til þess að komast úr bendunni og skríða á fætur. Við yorum allir meira og minna marðir og skrámaðir. Rétt á eftir kallar einn: „Sko, skipið er horfið!“ Það var rétt. Hið brennandi skip var horfið. En í stað þess blasti önnur hrylli -legri sjón við okkur. — Sjórinn var í báli. Kolsvartir reykjarmekkir stigu upp af óheillastaðnum og inn á milli voru logar og eldtungur — þó ekki líkt nein- um venjulegum eldi, heldur voru log- arnir bláir. Reykurinn af þessu var banvænn, okkur sveið í augun og við ætluðum ekki að ná andanum. Stýri- maður hóstaði og stundi upp með and- köfum: „Dýfið---------treflunum í sjó- inn----------og bindið þá fyrir vitin .... Skipið hlýtur .... að hafa haft.. . brennisteinsfarm“. Meira gat hann ekki sagt í bili, en eftir iitla stund sogaði í honum: „Róið .... annarst förumst við.... í eldin- um“. Við skildum þetta vel og rerum eins og við gátum. En menn eru ekki karskir þegar þeir ná ekki andanum og eftir stutta stund hnigu tveir meðvitundar- lausir niður í bátinn. — Ég sá þetta óglöggt því mig sveið svo í augun að tárin streymdu úr þeim. Ég bjóst við á hverri stundu að eins mundi fara fyrir mér og félögum mínum. En ég helt áfram að róa af öllu afli og þó eins og ósjálfrátt, og fann að alltaf dró af mér. En þá var eins og gluggi hefði verið opnaður. Ofurlítill vindgustur kom framan í mig og eftir stutta stund var komin snörp gola, sem hrakti hinn ban- væna reyk á burt. Ég reyndi að hrópa af fögnuði, en kom ekki upp neinu hljóði. Þegar við vorum lausir úr hinum banvæna reykmekki var það okkar fyrsta verk að opna vatnsílátin í bátn- um og væta á okkur kverkarnar. Og þá vorum við allir færir um að róa, nema þeir tveir, er enn lágu meðvitundar- lausir á botni bátsins. Og við rerum eins og ættum lífið að leysa. Og svo mun stýrim^nni hafa fund- izt, því að þegar við komum að skip- inu, kallaði hann: „Hægan piltar, við eigum að leggja að skipinu en ekki að róa í gegn um það.“ Trúaræsing á Puerto Rico í VOR sem leið gerðust einkennilegir atburðir á eynni Puerto Rico. Það byrjaði hinn 23. apríl með því, að 9 ára drengur, Juan Angel, sagði frá því í skólanum að hann hefði séð sjálfa Maríu mey hjá brunni nokkrum skammt frá skólanum. En skóli þessi er í sveit, sem nefnist Barrio Rincon og er skammt frá borginni Sabana Grande. Og næstu daga þóttust sex skólasystur hans, á aldrinum 7—10 ára, einnig hafa séð „hina heilögu mey“. Öll þessi börn voru frá kaþólskum heimilum. Fregnin flaug eins og eldur i sinu um allt nágrennið, og fólk tók að flykkjast að þessum brunni. Og ekki minnkaði áhuginn er bæði blöð og út- varp fluttu söguna. Fáum dögum seinna komu þessi börn með þá sögu, að hin helga mær hefði taiað við sig og sagt, að kraftaverk ætti að ske hinn 25. maí kl. 11 fyrir hádegi. Smám saman bættust við fleiri sög- ur, en enginn sá né heyrði hina guð- legu veru nema börnin. Einn daginn sqgðu þau að hún hefði fylgzt með sér inn í skólastofuna, sezt á borðið hjá kennaranum og sagt honum að gefa börnunum frí, svo að þau gæti hvílzt. Það var auðvitað ein af litlu stúlkun- um, sem heyrði þetta og bar fram skila- boðin. Oft lenti í orðahnippingum milli barnanna, sum voru ásökuð fyrir það að þau gæti ekki séð Maríu mey, en þau urðu uppvæg og kváðust sjá hana greinilega. Blaðamaður kom einu sinni í skólann og stóð hjá einni telpunni. Þá kölluðu tvær aðrar að skrattinn stæði við hliðina á honum. Þær sögðu að það væri vegna þess að telpan hefði óhlýðnast Maríu mey og nú væri sá vondi kominn til að sækja hana. Þær lýstu honum mjög ófrýnilegum, og auðvitað var hann með horn. Á hverjum degi fylgdu þessi börn, er sáu Maríu mey, fjölda fólks út að brunninum, þar sem hún hafði sést fyrst. Juan Angel var venjulega í far- ararbroddi og hann staðnæmdist oft, því að hann sagði að María mey yrði að hvíla sig, en hún gengi á undan hópnum. Einu sinni staðnæmdist hann fyrir framan jeppabíl og bað ljós- myndara, sem var í hópnum, að taka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.