Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 milli eilífðarinnar og þeirrar mold- ar, sem vér stöndum á.“ .... „Vér getum fundið svip þess fagra og háa í því, sem smátt er, ef vér höf- um einu sinni skynjað sál náttúr- unnar“ (Stjörnudýrð, 1896). í Gullskýji (1897) reynir hann svo að lýsa, í hverju skynjan þessi er fólgin. Hún er fólgin í einingartil- finningu mannsins við náttúruna. „Hann fann eðli náttúrunnar streyma í gegnum taugar sínar og æðar, þetta tvíbrotna, hverfula eðli, sem þráir að lifa og þarf að deyja.“-----„Að vera til, það er að skilja, skynja eitthvað til fulls. Því víðara svæði sem hin full- komna skynjun nær yfir, því öfl- ugra og víðtækara er líf hinnar skynjandi veru. Þetta fann hann svo glöggt. Hann sameinaðist hinni ytri náttúru, varð svo að segja að náttúrunni sjálfri — eða miklum hluta hennar, fannst honum.“ í Alhygð (1926) gerir Einar tröllaukið átak til þess að skýra heimsskoðun sína, og tekur hann þar upp þráðinn aftur eftir 30 ár. „—-------að vera til er að vera skynjaður af guði. Hin óttablandna og geigvænlega kennd óskiljanlegs heims hverfur fyrir hverjum þeim, sem gerir sér ljóst, að allar hugs- anir og lífshræringar þess afls og anda, sem býr í stjarnageimnum, beita sér inn á við. Að vera ekki til — er að búa ekki í meðvitund guðs.“ „------einingin við heims- veruna bendir huganum inn í sig sjálfan í samræmi við bygging og eðli þess lífs, sem vér köllum himneskt"........„að vera gagn- tekinn af meðvitund sinnar eigin tilveru útilykur allan samanburð við hið ytra. Persónan lifir í innsta eðli sínu eins og skapari hennar sjálfur. Kennd tilvistar og ódauð- leika byrgist inni í kjarna hverrar lífsmyndar. Vér getum af þessu ályktað, að guðdómsveran finnur heldur ekki til neinnar stærðar né umfangs.“ Smbr. „Að lifa sér, að vera alls sá eini — er ódauðlegi viljinn, mikli, hreini“ (Fjallaloft). Síðan ræðir Einar um banaóttan og dauðann. „Kristur kom til þess að sigra dauðann — og menn gæti þá vel að því, að sonur guðs átti þar við hinn líkamlega dauða, því um andlegan dauða eða afnám hinnar eilífu mannssálar var ekki að ræða.“ Eins og þeir vita, sem þekktu Einar, var það trúa hans, að manninum takist að sigra hinn líkamlega dauða og lifa eilíflcga líkamlega. Þessa merkingu ber að leggja í ljóð hans, þar sem hann víkur að dauðanum og eilífu lífi. Dæmi: „Af djúpinu stígur dýrlegra Frón, — þar dauðinn er numinn úr lögum.“ „Dauðalaus veröld, með dagandi bál“ (Hvammar). „Þá er jarðar þroska náð — þegar tímans spor er máð. — Fyrr en lífið dauð- ann deyðir — dvína skal ei sólar brá“ (Til Sóleyjar). „Orðið eilífð er fundið meðal þeirra, sem hafa von- ir og grun um tímalausa veröld. Fyrir þann, sem veit sig ódauð- legan, eru aldir aldanna horfnar inn í eitt óendanlegt augnablik.“ Mannleg sál er sameining reynsluvits og eðlishyggju. En því miður líður eðlisvit manndýrsins undir lok að sama skapi sem reynslufræðin nemast. „Almennur vel lesinn og hygginn Norður- landabúi er að ýmsu leyti ógreind- ari en mállaus rakkinn, sem fylg- ir honum. Hundurinn er ratvísari og skynjar fjær.“ Á Vesturlönd- um hafa menn ræktað námvitið, í Austurlöndum eðlisvitið. Hvorugt út af fyrir sig er einhlítt. Einar hyggur að hægt sé að sameina þessar andstæður: „.... vití bor- inn maður getur sameinað reynslu- þekking sína við hina hærri sjón, sem skaparinn hefur innrætt oss. .“ Þetta hlutverk eru íslendingar borriir til að leysa af hendi. Frá íslendingum er að vænta nýrrar heimspekistefnu, sem ræður örlög- um mannkynsins. „Því skyldi smá- þjóðin á íslandi, sem enn heldur á lykli að dýpstu heimsvísindum fornaldanna, ekki einnig og enn fremur láta skína Ijós vors athug- ula og diúpskynjandi fámennis út og hátt yfir hinar einhliða, en gagn- ólíku stefnur Asíu og Evrópu?“ Smbr.: „Því skal ætt, sem yzt v»r knúð, — ætlun stærst ei lögð til handa?“ (Til Sólevjar). Án sameiningar reynsluvits og eðlis- hvggju fær maðurinn hvorki skynjað né skilið rétt eðli alheims- ins né stöðu sína í honum. íslendingar eru kjörnir til að bera fram til sigurs þessa nýju lífsskoðun. Þeir hafa aldrei látið eðlisvit sitt visna fyrir reynslu- þekkingu. Um það vitna þjóðsögur vorar, hin svo kallaða hjátrú og áhugi vor á „dulrænum” fyrir- bærum. Auk þess mælum vér á fegurstu og máttugustu tungu ver- aldar. Einar hafði töfratrú á mætti orðsins. Ég minnist þess, að í sam- tölum lét hann oft í ljós þá skoð- un, að íslenzkan og hebreskan væru hin fullkomnustu mál til bæna og skáldskapar, enda víkur hann að þessari skoðun í Alhygð. Þar segir hann svo um hebresk- una: „Opinberun, spádómur, áköll til alvaldsins og umfram allt bæn- ir, hljóðbærar til alíöður stjörnu- ríkjanna, mælast á engu máli sann- ar og með langskeytara hæfi en á þessari forntungu hins útvalda lýðs.“ í ritgerðinni: Gáta geimsins (1928), kveður Einar fastar að efni þessu og reynir að gera því betri skil. Þar hugsar hann „hnattrænt“ og er ekki lítilþægur fyrir hönd vor jarðarbúa. Ein meginvilla mannkynsins liggur í því, að jafn- vel mestu spekingar „vilja ekki vita af því, að heimahvel vort kunni að eiga jaf'ningjastöðu með öðrum meðalstjörnum himna-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.