Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1958, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1958, Qupperneq 1
Bernadotte greifi bjargaöi þúsundum manna úr fangabúðum FOLKE BERNADOTTE greifi, bróðursonur Gústafs Svíakonungs var einhver mesti mannvinur, sem uppi var á þessari öld. Hann var for- seti Alþjóða rauða krossins og vann kappsamlega að friði, þegar allur heimurinn stóð í stríðsbáli. Að stríðinu loknu sendu Sameinuðu þjóð- irnar hann til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, til þess að reyna að koma á sáttum í Palestínudeilunni. Hann vann þar mikið starf. Hinn 17. sept. 1948 kom hann til Jerúsalem og ætlaði aðeins að hafa þar stutta viðdvöl í það sinn. En á leiðinni í gegnum Gyðingahverfi borgarinnar, var hann myrtur, ásamt André Serot fulltrúa sínum. Hann fell af því að hann var að vinna að friði í heimi, sem engan frið vill hafa. En það sem mun gera nafn hans ódauðlegt er björgunar- starf hans í Þýzkalandi seinasta stríðsárið, er honum tókst að fá leyfi Nazistaforingjanna til þess að flytja úr landi alla norræna menn, er þar sátu í fangabúðum, og þó miklu fleiri. Sú saga er þess verð að hún sé rifjuð upp nú í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá dauða hans. ÞAÐ var í febrúar 1945. Öllum var þá ljóst að hverju stefndi í stríðinu. Þýzkaland var að komast á heljarþröm. Þá voru þar í fangabúðum þús- undir norrænna manna. Og þá var það að Folke Bernadotte greifa kom til hugar, að reyna að fá þá leysta úr haldi og flutta til Sví- þjóðar. Hann fór til Þýzkalands og hitti Himmler, sem þá var „hinn sterki maður“ í landinu og hafði yfirstjórn allra fangabúða. Greif- inn fór fram á það við hann, að allir norrænir fangar fengi burt- fararleyfi og sænski Rauði kross- inn mætti sækja þá og flytja til Svíþjóðar. Himmler var lengi tregur til. Hann sagði að það mundi talið veikleikamerki ef Þýzkaland veitti slíkt leyfi. Eftir mikið þref fellst hann þó á, að sænski Rauði kross- inn mætti smala saman norrænum föngum, sem voru á víð og dreif um Austurríki, Tékkóslóvakíu og Þýzkaland, og safna þeim öllum saman í einar fangabúðir skammt frá Hamborg. Þar með var hálfur sigur unninn. Þarna voru fangarnir ekki í jafn mikilli hættu og annars staðar, og Bernadotte þaðan mátti svo síðar flytja þá I skyndi til Svíþjóðar. Bernadotte tók því þessu boði. Seinna tókst honum svo að fá leyfi herstjórnar- innar að flytja alla hina norrænu fanga til Svíþjóðar. Og honum tókst meira. Hann fekk leyfi til þess að bjarga eins mörgum kon- um úr fangabúðunum og unnt væri, hverrir þjóðar sem þær voru. En það var á seinustu stund. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.