Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Qupperneq 2
SVIP- MVND ............................., JL iat var tákn hraðans — og Edoardo Agnelli lifði og hrærðist fyrir hraðann. Hann átti einkaflugvél sem hann flug sjálfur og hún átti eftir að kosta hann lífið þegar ó- happ varð í lendingu hjá hon- um í Livorno. Þá var Giovanni yngri að- eins 14 ára gamall — og stóð uppi föðurlaus milljónari. Það átti fyrir honum að liggja að láta snemma til sín taka í hinum mörgu fyrirtækj- um föður síns, sem nú lutu alls herjarstjórn sérstaks „r-ekstrar fyrirtækis,“ I.F.I. En hann átti lí'ka eftir að borga fyrir þá á- striðu á hraða, sem hann hafði fengið í arf frá föður sínum. Fyrir noklkrum árum varð hann fyrir svo alvarlegu bíl- slysi, að síðan hefur hann ver- ið örkumla. Það er einkennandi fyrir hann að hann lét gera skrifstofu sína á fyxistu hæð Fiat-bygg- ingarinnar þannig úr garði, að hann gæti ekið beint inn í hana í bíl sínum, til að kom- ast hjá öllu umstanginu í sam- bandi við hjóilaistóii og annað þess háttar. Þegar á unga aldri lifði Gi- ovanni óhófslíifi í höll fjöl- skytldunnar, en hann sýndi að það var töggur í honum, þegar hann gekk í lið með skæru- liðunum á Norður-Ítalíu á stríðsárunum og barðist gegn Mussolini. Hann sneri heim við mikinn orðstír fyrir ráð- snil'ld og hreysti — og kom GIOVANNI AGNELLI Genf hefur á liðnum vetri verið ▼ettvangur margs konar funda og þinga nm vandamál stjórnmála og hemaöar, en síðustu mánuðina hafa líka átt sér stað viðræður í skugga Mont Blanc, sem voru allt annars eðlis og fóru fram með mikilli leynd. Verði árangur af þeim — og margir halda að hann sé þegar orðinn — þá munu þær leiða til einnar stærstu samsteypu bílafram- leiðenda í heiminum. Aði'larnir, sem ræðast við, eru nefni- lega risafyrirtækin Michelin og Fiat, og viðræðumar beinast að því, að Fiait taki við meiriparti hlutabréfanna í Citroen- bílaverfcsmiðjunum frönsku, sem nú eru í eigu Michelin-samsteypunnar. Vert er að hafa í huga, að Michelin er ekki að losa sig við hlutabréfin, af því fyrirtækið sé í fjárhags- vandræðum, en það orð ligg- ur á, að Miohelin, sem er stór framleiðandi ails kyns bíla- hluta en þó fynst Og fremst hjóibarða, ætli nú að beina allri orku sinni að þvi að færa sér í nyt nýja aðferð til að framleiða gervigúmmí. Gangi samningar fyrirtækjanna að óskum, verður hér um að ræða þriðja stærsta bílaframleiðanda heims, næst á aftir Ford og General Motors. Meðal bila, sem fyrirtækið roun þá haifa á boðstóilum, verða Fiat, Simca, Citroen ag Panhard auk ýmissa tegunda sem framleididar eru í smærri stíl í Frakk- landi og Þýzkalandi, á Spáni og ftalíu. Samanlagt framileiddu allar þessar verksmiðjur eina milljón fóltosbíila og 130.000 vörubíla árið 1960 — og samnt hefur framileiðslugeta þeirra ekki verið íullnýtt, svo hér er sannarlega um mikið bákn að ræða. Ástæðunnar til þess að Miohelin hef- ur bundið svo mikið fjármagn í Citroen- verksmiðjunum verður að leita aftur tii ársins 1934. C itroen-fyrirtækinu var komið á fót með sannri snilld af hinum merki- lega verkifræðingi André Citroen, sem ákvað að nýta hið mikla landrými vopna verksmiðja sinna úr fyrri heimsstyrjöld til að framleiða bíla, og bíll hans varð svo vinsæil — árleg framleiðsla er rúm- iega 100.000 bílar — að hann var með réttu kallaður „bilakóngur Evrópu“. En hvort sem þessi litli maður með samankipruðu augiun bak við hornhvöss nefgleraugun var meiri verkfrœðingur en fjármálamaður, eða hvort það voru hinar mifclu viðsjár í Frakfcflandi árið 1®34, sem lentu á honum, þá koonst hann a.m.k. í svo miklar kröggur, að hann varð að fara fram á áheyrn hjá þá verandi forsætisráðherra Frakklands, Flandin, til að leggja fyrir hann efna- hagsvandamál fyrirtækisins. Hér er rétt að draga það fram, að André Citroen var víðþekktur fyrir ó- hófslifnað og stjórnlausa ástríðu á spila vítum Evrópu. Flandin varð að gera honum ljóst, að ríkið gæti ekki stutt einkafyrirtæki fjárhaglslega í stórum stíl — og það eru vist engar ýkjur að Citroen stóð á barmi gjaldiþrots. En þá var það að Miohelin- fyrirtækið kom til sögunnar. Stofnandi þess, Edouard Michelin, var enn á lífi. Vegna hagismuna sinna í sambandi við gúmmí og hjólbarða bauðst hann ti'l að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til að halda Citroen-verk'smiðjunum gang- andi, og leiddi þáð smiám saman til þess að hann eignaðist meirihlutann í fyrir- tækinu. André Citroen var leyft að halda stöðu forseta fyrirtækisins að nafninu til, en hafði ekki lengur nein áhrif á rekstur þess eða tiihögun. Varð það honum svo mikið áfall, að hann lézt árið eftir. Citroen-ættin er þannig löngu úr sög- unni í fyrirtækinu sem ber nafn henn- ar, en Fiat hefur hins vegar alla tíð verið í böndum sömu ættar, og full- trúi fyrirtækisins og ættarinnar út á við er hinn glæsilegi heimismaður Gio- vanni Agnelli. Það var afi hans, Giovanni Agnelli eldri, sem stofnsetti fyrirtækið í Torino, en það fór fyrst verulega að færa út kvíarnar undir stjórn sonar hans, Edo- ardos. Hann gerði Fiat-bilinn heirns- þekktan, en jafnframt kom hann á fót í sambandi við sívaxandi bílaverksmiðj ur sínar ýmiss konar öðrum fyrirtœkj- um t.d. einni steerstu kúluliðaverk- smiðju sem til er í heiminum, og auk þess hinu dlásamlega vetraríþróttasvæði Sestriere með sólríkum, hringlaga gisti- húsum, sem urðu upphafið að víðfæk- um áhrifum ítalskrar byg.gingariistar um heim allán. raunar líka heim með gælunafnið „Gi- anni“ sem bann er hreykinn af enn í dag. Á. síðustu árum hefur mikið verið rætt um „la dolee vita“ (hið ljúfa líf) á Ítalíu. Og ekki er því að neita, að Gianni hefur til að bera ýmsa eiginleika hins kæriingariausa lífisnautnarmanns, en hann hefur samt aldrei Orðið fyrir þeirri hörðu gagnrýni, sam ýmsir aðrir hafa orðið að þola. Sennilega á skæruliða- frægð hans frá stríðsárunum einhvern þátt í þessu, en það staifar líika af því, að menn hafa á tilfinningunni að hann geti gert ýmdislegt fleira en sigla skemmtisnekkjum og eyða nóittum við spilaborðin. Og loks ber að hafa i huga, að hann gæti varla komizt hjá þvl að vera vinsæll á ftalíu, þar eð hann er eigandi eins frægasta knattspyrnufélags í land- inu, „Juventus“, sem er sfcolt Torino- búa og hefur unnið meistarakeppni Ítalíu sex ár í röð. J Kannski er það satt, en kannski er það bara I samræmi við leikreglurnar, þegar Fiat ber til baka sögusagnir um, að fyrirtækið haifi keypt hlutaibréfin í Michelin-verksmiðjunum. En um við- ræðurnar í Genf liggja fyrir svo ná- kvæmar upplýsingar, að erfitt verður að hafa þær að engu. Hvað sem þessu líður, þá hafa sögu sagnir um væntanlega samsteypu Fiats og Michelins vakið mikla athygli og há- værar umræður, bæði meðal iðnrek- enda og kauphallanmanna, Og það þvi fremur sem nú standa fyrir dyrum víð tækar breytingar á efnahagislífi megin- landsins í kjölfar Bfnahagsbandalagisins, breytingar sem rnunu færa þessum riisa- vöxnu fyrirtækjum alveg ný starfsskil- yrði. Ödipús Frh. af bls. 1 ekki, hvaða mann bainn hafði vegið. Ödipús hélt áfram að reika um landið og vissi ekki, hvað hann átti af sér að gera. Á þessum filækingi heyrði hann sögu um skelfilega ó- gæfu, er dunið hafði yfir Þebu. Mik- il óvættur, er Sfinx nefndist, hafði setzt að í landinu. Sfinxin var þann- ig sköpuð að hún hafði ljónsskrokk, fuglsvængi, en brjóst og höfuð sem kona. Sfinxin sat í klettaeinstigi á leiðinni til borgarinnar og lagði gátu fyrir alla, sem um veginn fóru. Eng- inn gat ráðið gátuna og Sfinxin hratt þeim öllum fram af hömrun- um, svo að þeir biðu bana. E, I ftir hin sviplegu endalok Laíosar konungs, fór Kreon bróðir Jóköstu með landstjómina í Þebu í nafni drottningar. Kreon hét hverj- um þeim manni, sem ráðið gæti gátu Sfinxinnar og bjargað landinu frá þessum hörmungum, að sá skyldi hljóta ríkið og drottninguna að launum. Margir freistuðu gæfunnar, þar sem til mikils var að vinna, eu allir stóðu ráðþrota gagnvart gátu Sfinxinnar og hlutu hörmulegau dauðdaga. Um síðir bar Ödipús þama að og hugðist hann ganga leið sína fram hjá Sfinxinni. En hún krafðist þess að hann réði fyrst gátu sína, er hljóðaði svo: Hvaða skepna er það, sem gengur á fjórum fótum á morgnana, tveimur um miðjan daginn og þremur á kvöldin? Ödi- pús svaraði óðar, að þessi skepna væri maðurinn, sem í bernsku skríð- ur, gengur á tveimur fótum þegar hann er uppkominn, og að síðustu styður sig hrumur við staf í elli sinni. Þar með var gátan ráðin og Sfinxinni varð svo mikið um, að hún hrökk sjáif fyrir björgin og lét iifið. Ödipús hélt þá inn í borgina og hlaut þar laun eins og lofað hafði verið. Hann varð konungur í ríkinu og gekk að eiga Jóköstu drottn- ingu. Síðari hluti spádómsins var þar með kominn fram, því að ör- lögin verða ekki umflúin. Liðu nú mörg ár og móðir og sonur ríktu í Þebu og bjuggu saman í ástríku hjónabandi. Þau eignuðust fjögur börn, tvo sonu og tvær dætur. Hvor- ugt þeirra hafði hina minnstu hug- mynd um þann hryllilega glæp og svívirðu, er þau höfðu drýgt. En þótt þeim væri ókunnugt um ódæði sitt og væru aðeins leiksopp- ar grimmra örlaga, þá hlaut samt refsingin um síðir að dynja á þeim með ógnarþunga og sérstaklega á Ödipúsi, þeim ógæfumanni, er fyrst hafði myrt föður sinn og gengið síð- tltgefandi: H.f. Árvakur. Reykj avíic. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarncison frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.