Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Page 11
UNDIRBÚNINGSSKOT Til að opna leiðina til mánans fyrir hin mönnuðu geimför, verður mörgum gervihnöttum skotið í átt til tunglsins næstu árin. Reynt verður að láta Rang- er-gervihnetti detta á tunglið með jarð- Skjálftamæla, til að athuga hvort þau fyrirbrigði eigi sér líka stað á tunglinu. Þeir verða líka útbúnir sjónvarpsmynda vélum til að taka myndir af yfirborði tunglsins og senda þær, áður en þeir lenda. KAPPHUAUP Erfitt er að segja hvað Rússar mtmi hafa fyrir stafni á meðan. Geim- rannsóknir þeirra virðast vera milklu skrykkjóttari og einkennast aðallega af sýningarferðum, sem fynst Og fremst hafa áróðursgildi. Það mó rei'kna með, að Rússamir verði fyrstir að taka næstu skrefin, til diæmis senda upp geknfar með tveim mönnum, eða skjóta manni á braut um hverfis tunglið. Þeir eru ennþá á und- an hvað stærð eldflauga snertir. En flestir álíta, að Bandaríkjamenn hafi miikJa möguleiika til að verða á undan til tunglsins, enda þótt Rússar hafi orðið fyrri til að senda mann á braut umhverfis jörðu. Ástæðan til þess er, að Rússar byrjuðu löngu á undan Bandaríkjamönnum að smíða þær stóru eldflaugar, sem notaðar eru til að skjóta mönnum á braut umhverfis jörðu. En sennilega hafa Bandaríkjamenn byrjað jafn snemma eða fyrr á smíði þeirra jötunefldu eldflauga sem þarf til að menn geti lent á tunglinu. Það var að nokkru leyti af þessum ástæðum, að Bandarikjamenn töldu sér hagkvæmast að leggja sem mesta á- herzlu á að koma manni til tunglsins. Meðan á öllu þessu stendur munu bandarískir vísindamenn verða önnum kafnir við að senda gerviihnetti á loft í víisindaleguim tilgangi, en Rússar virð ast leggja langtum minni áherzlu á þá vinnu. Og nú, þegar Glenn ofursti hefur brotið á bak aftur einokun Rússa á mönnuðum fylgihnöttum, geta Banda- ríkjamenn tekið til óspilltra málanna, án nokkurrar minnimáttarkenndar, sem hefur þjáð þá allmikið, síðan Sputnik I var sendur á loft. farið af braut þess umhverfis jörðu til tunglsins. Takist eikki að futlkomna þessa aðferð, verður að skjóta tunglfar- inu beint frá jörðu og til þess þarf 12 milljón punda flugtaksafl og sú að- ferð yrði langtum dýrari, og auk þess myndu líða eitt eða tvö ár í viðbót, unz slík eldflaug yrði tilbúin. Herinn er einnig að athuga, hvaða not hann gæti haft af mönnuðum. geimför um, en ekki virðist það hafa leitt til niðurstöðu. Hann hefur þó látið smíða Dyna-Soar-geimfar, sem l.efur litla vængi og má stýra niður um gufuhvolf jarðarinnar. Ekki er hægt að stýra Mercury-geim förunum eftir að þau eru tekin að falla til jarðar, en sennilega verður hœgt að stýra Apollo-geimförunum eitthvað. Gagnstætt því, sem margir hafa bú- izt við, munu geimfararnir, seim nú eru sendir á loft, einnig notaðir til tungl- ferðanna, þótt þeir vei'ði þá komnir hátt á fimmtugsaldur. • Surveyor-gervihnettir munu lenda „mjúklega" á tunglinu með mdklu flókn ari tæki, sem eiga að geta tekið sýnis- horn af yfirborði tunglsins, rannsakað þau og sent upplýsingamar aftur til jarðar. Ennfremur er verið að reyna að smíða gervihnetti, sem gætu skreiðzt um yfirborð tunglsins og kannað land- ið, en óvíst er, hvort nokkuð verður úr því. Handan tunglsins liggja aðrar reiki- stjörnur. Brátt mun verða reyint að senda eldflaugar með mælitæki í ná- grenni hinna næstu þeirra, Venusar og Mars. Mariner-gervihnöttur á að fljúga nálægt Venusi í sumar. örvar geimrannsóknir Bandarðkfamanna MED för Johns H. Glenns kringum jörðu hafa Bandaríkin unnið afrek, sem vart stendur að haki dáðum Rússa í geimferðum. Áhrifin á hugi Banda- ríkjamanna sjálfra og umheimsins verða án efa ekki minni en af ferð- um Rússanna. Að vísu var Mercury-geimfarið % léttara en geimfar Títoffs, en munurinn er sá einn, að Rússar not- uðu stærri eldflaug. Allur hinn margbrotni útbúnaður sem þarf, — að undanskilinni stærð eldflaugar- innar, er sá sami. Rússar reyna þannig að sýna yfirburði í eld- flaugatækni. En hvað tekur við næst? VERKEFNIÐ í maií síðastliðnum fókk Kennedy NASA (géimf erðastof nun Bandarikj- anna) það verkefni að láta þriggja inanna leiðangur lenda á tunglinu áð- ur en þessi áratugur er liðinn. Nú eru menn vongúðir um að hafa náð þvii manki 1967 eða ’68. Fróðlegt er að bera kostnaðinn af Því saman við það, sem Project Mercury hetfur lcostað tíl þessa dags. Áætlaður kostnaður við tunglferðina er 20—35 milljarðar doll- Itra, en rnannað geimflug hefur kostað 400 milljónir til þessa dags. Kostnaður inn verður sem sagt 50 til 100 faldur. Og þessi geysilega upphæð er aðeins hlutf þess, sem lagt er í geimrannsóknir. Áætlað er að ná þessu takmanki í mörgum áföngum, og er áætlunin sem hér segir: 1962. — Eftir 2—3 mánuði verður Donald K. Slayton sendur 3 hringi um- hvertfis jörðu, etf sú ferð tekist eins vel og för Glenns verða nökkur geimför send 18 hringi umihverfis jörðu undir lok ársins — einum fleiri en Títoff fór. Þessi aukahringur verður þó ekki far- inn til að fara fram úr Rússum, heldur vegna þess, að geimfarið hefur aðeins rétta afstöðu til' lendingar eftir áfcveðna tölu hringferða. 1963. — Fyrstu hringferðir mann- lauss Gemini-geimfars, sem hefur rúm fyrir tvo. Þetta geimfar er útbúið til að „leggjast að“ á braut sinni, þ.e. eins bonar geimstöð. Þetta geimfar verður álþekkt Mercury-geimfariniU að útliti, en nærri þrisvar sinnum þyngra (6000 ensk pund við lendingu, eftir að nokkru af tæikjunum hefur verið hent). 1964. — Fyrstu mönnuðu Gemini- ferðimar, og fyrstu tilraunirnar til að tengja geimtfar við nýjan hreyifil á brautinni umhverfis jörðu. Notaður vcrður Agena-hreyfill, borinn upp af Atlas-eldflaug. Á þessu árj verður einnig byrjað að reyna mannlaust Apollo-geimfar, sem á að taka 3 menn. Apollö verður búið út til að „leggjast að“ eins og Gem- ini. Ástæðan er sú, að þegar búið er að tengja Apollo-geimfarið við nýjan hreyf il á braut umhverfis jörðu, á að skjóta því til tunglsinis af brautinni. 1965. — Fyrsta mannaða flugið í Apollo-geimfarinu. 1966. — Ferð kringum tunglið með þrjá menn í Apollo-geimfarinu. 1967—1970. — Þrír menn lenda fyrstir í Apollo-geimfari á tunglinu. Apollo-tunglfarið verður gert úr þrem hlutum. Einn verður stjórnkiefi. Að út- liti verður hann ekki ólíkur Mercury- og Gemini-geimförunum, en kubbslegri. Þuingi geimfarsins, eftir að það er kom ið til jarðar aftur, er fimm eða sex tonn. Annar hlutinn mun innihalda eldsneyti, raforfcu og eldflaugahreyfla, nógu stóra til að fara fró tunglinu aft- ur. Þriðji hlutiinn mun innihalda eld- flaugahemlana, sem eiga að sjá um að geimfarið lendi mjúklega á yfirborði tunglsins. Þessir hlutar munu vega um það bil 75 tonn samanlagt. AÐFERÐIN Hvenær lent verður á tunglinu mun fyrst og fremst ákvarðast af því, hve vel gengur að fullkomna tœknina í að „mæta tunglinu“. Ætlunin er að senda hina þrjá hluta á braut kringum jörðu með venjulegum þriggja þrepa eld- flaugum, með 7,5 milljón punda flug- taksafli. Önnur eldflaugin myndi lyfta hinum þrem hlutum, en hin eldflauga- hreyfli með 200 þúsund punda flugtaks afli. Hinn síðarnefndi mundi knýja tungl- - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.